Heimilistíminn - 13.05.1976, Side 26
Patrick Wayne, glæsilegur ungur maöur,
fetar I fótsporföður sins, Johns Wayne og
hefur getið sér góðan orðstfr fyrir leik
sinn i ævintýramyndum.
og fékk öll börnin, en hafði aldrei tima til
að hugsa um þau.
Þá flutti Jenny til kunningja sinna I
kommúnu félaus og atvinnulaus. Dóttir
Matt Dillons gat ekki farið inn á næsta
kaffihiis og falað vinnu. Lög Hollywood
leyfa ekki slikt.
Jenný leiddist, þar til hún varð ástfang-
in af Gregg. Hún fór meö honum i hljóm-
leikaferðir um öll Bandarikin og tók aö
neyta fíknilyfja. Loks herti hún upp hug-
ann og yfirgaf Gregg, en heima I
kommúnunni komst hún á áfengisbragö-
ið.
— Jenny var allt of áköf, segir einn vina
hennar. — Þegar hún var ástfangin,
26
Lucie, dóttir Lucille Ball, hefur alltaf haft gott samband við móður sfna. Hún er ein
þeirra fáu, sem hefur notið góðs af að vera barn frægrar stjörnu.
Börn Henrys Fonda, Jane og Peter eru kunnust fyrir uppreisn sina gegn „kerfinu
þau hafa lika skapað sér frægð sem leikarar.
komst ekkert annað að og hún vildi alltaf
að allt snerist um hana. Hún gerði alla
hluti út i yztu æsar og loks gat hún ekki
meira.
Jon, sonur Gregory Pecks haföiallt það
til aö bera, sem þarf til aö lifa lifinu i mis-
kunnarlausu samfélagi. En dag einn greip
hann bara skammbyssu og skaut sig.
Óskiljanlegt, segja allir, lika faöir hans.
Peck-fjölskyldan hefur alltáf verið þekkt
sem traust fjölskylda. Þótt Gregory hafi
fariðfrá móður Jons fyrir 20 árum og tek-
ið saman við núverandi konu sina, hefur
allt staðið á traustum grunni og Jon liöið
vel.
Jon var kunnur sjónvarpsfréttamaöur.
Hann hóf feril sinn viö eina af minnstu úÞ
varpsstöðum landsins, en vann sig upp og
var orðinn vel þekktur i starfi sinu.
— Hann vann sig i hel, segja vinir hans.
— Hann treysti aldrei á sjálfan sig. Hann
hélt, aö hann hefði gert skyssu, ef enginn
hældi honum.
Hann hafði verið með stúlku i mörg ár,