Heimilistíminn - 18.11.1976, Síða 4
Sijjuröur (iudjónsson
í leit ad sjálfum ser
Haust. Þaö er orðið andkalt um nætur
og hrim á efstu tindum, lyng sölnar, blóm
visna, sól lækkar, vonir fölna, fólk þreyt-
ist. Sumarið sem við hlökkuðum til i vor
kom ekki. I endurminningum daganna
geymast aðeins dapurlegar myndir
grárra úrsvalra regndaga með þykkum
nafnlausum himni og hryssingslegum
vindum með einstaka heiðum sólskins-
stundum inni á milli. Brátt mun snær
fjúka, sær rjúka, svell frjósa, land kólna,
dag stytta, nótt lengjast. Mörgum reynist
eflaust erfitt að þreyja komandi vetur,
fjörefnalausir og mergsognir af enda-
lausum rigningadögum, sem manni finnst
stundum að hafi staðið uppstyttulaust
eins lengi og minnið nemur. En ef við
leitum vel i reynslu okkar i þessu sót-
svarta skýjakafi finnum viö áreiðanlega
atburði, einhver stemmningafull og lyft-
andi tiðindi, er hjálpa okkur til að sigrast
á kulda og myrkri skammdegisins. Upp i
vitund mina leiftrar litið ævintýri eins og
ljósbrot á úfnum vatnsfleti. Það er allt I
þoku og mistri, en eftir situr seiðmögnuð
tilfinning, dálitið dulúðug kennd, sem
bregður fölleitri birtu yfir grámósku
þessara þykku daga.
Upphaf þessara hugljúfu sögu má i raun
réttri rekja til þungbúins föstudags
snemma i júnimánuði, en þá þegar hafði
ég ákveðið að ferðast norður i land um
sumarið á slóðir, þar sem ég hef aldrei
áður komið. Ég var á leið heim til min
eftir eitthvert tilgangslaust ráp um bæinn
og rölti Austurstræti á meðan ég beið eftir
vagni. Allt i einu beindist athygli min að
bekk undir (Jtvegsbankanum. Og sam-
stundis hvolfdist yfir mig einkennileg til-
finning sem ég hef aðeins einu sinni áður
lifað. Það var lika á föstudegi. En það var
kaldan og harðan haustdag. Á bekknum
sat ung stúlka, sem horfði beint framan i
mig. Hún laust mig sem elding. Ég ein-
blindi frá mér numinn af undrun og fögn-
uði á þessa litlu kynlegu mannveru, en
aörir vegfarendur hurfu út i fjarlægðina
eins og skuggar undan risandi sól. Hún
horfði á mig þegjandi. Svona stóð ég og
þarna sat hún og störðum þögul hvort á
annað unz ég gekk dapur i huga og
hryggur i hjarta i strætó. Ég hugsaði um
það að þennan undarlega vegfarenda sæji
ég nú I fyrsta og siöasta sinn. Það sem
eftir var dags flögraði þessi sýn fyrir
augum mér. Hún fyllti út myndflöt hug-
ans. Þessi fáu augnablik höfðu tendrað i
sál minni daufan bjarma af löngu liðnum
sólardögum, vakið i hjarta mér óljósar
kenndir um gleði og birtu sem, einhvern
tima hafði logað i brjósti mér.
Um kvöldið fór ég á skemmtistað. Þar
gerðist auðvitað ekkert. En er ég kom út
úr húsinu að dansleik loknum mætti aug-
um minum andlit sem brosti vingjarnlega
til min. 1 sömu andrá hrópaöi ég glaöur og
hissa en hún hvíslaði feimnislega:
„Þú”!
„Hvað gerir þú i sumar?” spurði ég.
„Ég fer norður i land á morgun að vinna
i fiski.”
„Ó!” hrópaði ég vonsvikinn. „Strax á
morgun.”
Hún hikaði andartak en sagði svo glaö-
lega:
„Við skulum skrifast á.”
Og við gáfum hvort 'öðru nafn og
heimilisfang. Viö gengum út að Tjörn og
horfðum á vatnið og lifið á vatninu og sól-
in kom upp yfir Esju. Svo kvöddumst við.
Dagarnir liðu. Ég fékk ekki bréf og
skrifaöi engin bréf. En loks hélt ég af staö
til fyrirheitna landsins. Þar var hver
dagur bjartur og hlýr. Það voru mildir
vindar, angan af skógi, ilmur úr grasi,
kátir lækir og syngjandi rindar, kvak i
fuglum og flugnasveimur. Og hafið var
blátt og fimmtog dularfullt. Svo eitt kvöld
i þungbúnu veðri og dálitlum regnhragl-
anda hélt ég áleiðis til þorpsins hennar i
skröltandi jeppa. Það voru einu stundirn-
ar sem ský dró fyrir sólu á allri minni
reisu. Ég hélt rakleiðis að heimili hennar
er ég kom á áfangastað og hringdi bjöll-
unni með mikilli eftirvæntingu. En hún
var ekki heima. Hún var einhvers staðar
úti i bæ hjá kunningjum sinum. Enginn
vissi hvar. Mér dimmdi fyrir augum. Ég
skjögraði ráðalaus niður tröppurnar og út
á götu. f sama bili kom hún brosandi og
fagnandi á móti mér.
Hún stritaði i fiski frá klukkan átta á
morgnana til klukkan fimm á kvöldin og
oft lengur. Það er islenzkt mannlif. Ég
hitti hana i hverjum matar- og kaffitima.
öðrum stundum dagsins eyddi ég á rölti
um bæinn og umhverfi hans. Það er vina-
legur bær. Og só!in flæddi hlý og mild yfir
bláar. og tæran f jörðinn og ég leitaöi uppi
gróskumiklar smálautir milli húsanna og
vingjarnleg gil með fjörugum árspræn-
um. Þar sat ég glaöur og horföi á himin-
inn. Kvöldin voru.kyrr og björt. Fjöllin
spegluðust I sjónum og reykirnir á húsun-
um stigu þráðbeint upp I loftið i átt til
hærri veralda. Við lásum fólk og gömul
hús. Við klifum brekkur og teyguðum
svala komandi nætur. Við leiddumst með
fjörunni og hlustuöum á raul öldunnar viö
aldna steina. Við fórum út aö leirum þar
sem áin rennur út i fjöröinn og skoðuðum
ástalff fugla og blóma. Og við gengum aö
háum sjávarhömrum i útjaðri þorpsins og
horfðum á þokuna læðast inn fjarö-
armynnið. Þokan gerir hið smáa stórt og
hiö stóra smátt eins og mannlifið. Við töl-
uðum fátt. Það var ekkert að segja.
För min um Norðurland var yndisleg.
En þessir fáu dagar i afskekktu sjávar-
þorpi við tshafið voru helgustu stundir
þessara sólriku daga. En nú eru þeir liðn-
ir og koma aldrei til baka. Og þeir sem
einu sinni kveöjast hittast aldrei meir.
Hin daglega styrjöld lifsbaráttunnar
hefursnúiö þessum endurminningum upp
i hillingar sem aöeins birtast stund og
stund I óljósum draumi. Það er að koma
vetur. En nú I nótt er ég skrifa þessar
linur er skir -himinn og miklir kraftar i
loftinu. í austri blikar Venus ein systra
sinna en i suðvestri brosir máninn sem
veröur fullur klukkan 5.28 i nótt. Og
undrið mikla — lifið sjálft — mun halda
áfram að veita okkur gjafir sinar, hverj-
um og einum eins rikulega og hann er fær
um að þiggja.
Upphaf
visögu