Heimilistíminn - 02.12.1976, Qupperneq 8
...tennurnar tvístruðust út um
allt eins og jaxlarnir úr Þráni
þegar Skarphéðinn danglaði í
hann á Markarfljóti... Það þarf
meira en smáslys til að koma
þeim úr jafnvægi, þessum
stórbrotnu bændahöfðingjum
af gamla skólanum.
oft mikið. Lánaði mér oft, þegar mér
lá mikið á, keypti af mér eiginhandar-
vixla ef ég þurfti á að halda og tók
aldrei tvo aura i rentu. En ég borgaði
honum alltaf.
Hann var mikill kraftamaöur, Ste-
fán. Það var talið að ekki væri til svo
vitlaust tryppi, að hann héldi þvi ekki,
ef hann náöi i stertinn. Það hefur
aldrei veriö vit i búskapnum hjá
Reykjavikurbæ þarna á Korpulfsstöö-
um, nema þegar Stefán var þar ráös-
maður. Hann var svo gætinn.
Góða veizlu
gera skal
Þessir vinir minir og nágrannar
voru yfirleitt dugnaðar- og atorku-
menn, en fjörmenn jafnframt og
kunnu vel aö gera sér glaðan dag, þeg-
arsvo bar undir. Eftir að ég fluttist til
Reykjavikur að vestan, hélt ég alltaf
veizlu á jólum, eins og ég haföi vanizt i
bernsku hjá Halldóri föðurbróður min-
um, og þvi hélt ég áfram i Álfsnesi.
Mesti mannfagnaðurinn, sem ég hef
staöiö að um dagana, var þar snemm-
sumars 1958, en þá hélt ég upp á
fimmtugsafmæli mitt. Þaö var stór
kostleg veizla með miklu f jölmenni og
mörgu stórmenni eftir beztu fyrir-
myndum úr fornsögum. Það komu
hundraö og sextiu manns, eða þar um
bil, þar á meöal flestir kunningjar
minir og nágrannar. Bæði bauð ég og
svo komu menn alls staðar að, hvort
sem þeir voru boðnir eða ekki. Hljóm-
sveitin úr Þórskaffi lék fyrir dansi, og
auk þess voru skemmtikraftar.
Þá var hægt að fá nóg af spiritus, og
ég hafði birgðir af honum og hellti hon-
um i fjörutiu potta brúsa, setti svo
brennivin saman við og napóleonskon-
jak og allt mögulegt. Ég lét ausu
standa i brúsanum og i hann gengu all-
ir að vild. Þaö var nú vist drukkið
heldur betur meira en úr einum brúsa,.
um það er lauk. Ég flutti pianóið úti_
verkfæraskemmu, þvi' að þar var
rýmra, og þar var svo dansað. Veizlan
fór fram hið bezta og stóð alla nóttina
og næsta dag lika.
Ég fékk við þetta tækifæri fjölda-
margar gjafir, þará meðal forláta kiki
frá sveitungum minum. Gisli heitinn
Ölafsson, skáld frá Sauðarkróki, flutti
mér drápu, sem ég hef þvi miöur glat-
að. Margir héldu ræður yfir mér,
meðan þeir gátu.
Þetta gekk allt <Ovsalaust nð þv> er
ég bezt man, nema hvað Geiri i Gufu-
nesi keyrði i fjóshauginn hjá mér,
bakkaði i hann, þegar hann var að
leggja af stað, og braut girkassann. A
meðal gesta var þáverandi sakadóm-
ari. Þegar hann var að fara ásamt
fleirum, þá segir einn að lögreglan
væri eitthvað að vakta niðri viö
Varmá, hún hefur vist haft einhvern
pata af veizlunni. Þá gellur annar við
og segir:
Hvaö þurfum við aö hafa áhyggjur
af þvi, með sakadómarann i för með
okkur.
Fyrst gleðskapur er á dagskrá, dett-
ur mér i hug að segja i framhaldi af
þessu sögu af þvi, er viö vorum eitt
sinn á kendirii saman um þessar
mundir, ég og nokkrir góðkunningjar
minir, framámenn utan af landi, allt
öndvegismenn, sem ástæöulaust er að
nefna á nafn hér. Viö vorum á ferö I
bil, og þá verður einum héraðshöfð-
ingjanum allt i einu bumbult. Billinn
er stoppaður og hurðin opnuö, svo aö
hann geti gubbað út. Hann gerir það,
en þá vill svo slysalega til aö falskir
tanngarðar, sem hann var með uppi i
sér, fylgja með gusunni. 1 þvi þrifur
annar f hurðina og skellir henni aftur,
og ekki var ein báran stök, þvi að tann-
garðanir verða á milli og tvistrast út
um allt, eins og jaxlarnir úr Þráni,
þegar Skarphéöinn danglaði i hann á
Markarfljóti. Þá veröur einhverjum
að orði:
Mikið andskoti er að vita aö tönn-
urnar skyldu brotna.
Það hefur ekkert að segja sagði ööl-
ingur sá, er fyrir skaðanum varð, ég
ætlaði hvort sem er aö fá mér aðrar á
morgun.
Það þarf meira en smáslys til að
koma þeim úr jafnvægi, þessum stór-
brotnu bændahöfðingjum af gamla
skólanum. Þvi miður er svo aö sjá að
þeirra timi sé liðinn og kettir skipi
flest bjarnarbólin.
Um þetta leyti héldu fáeinar norskar
stúlkur, sem ég kannaöist vel við, til I
ibúð i einu nýju hverfanna i Austur-
bænum. Við vorum nokkrir um að
^borga fyrir þær húsaleiguna, fæðið og
fleira smálegt, en þær voru okkur I
staðinn innan handar um annað og
höfðusiðuren svo á móti þvi. Þaö var
ég sem kom þessu i kring, þar eð ég
þekkti stelpurnar. i þessa ibúð komu
meðal annarra nokkrir af þekktustu
mönnum þessarar þjóðar, en auðvitað
fer ég ekki að nefna nöfn i þvi sam-
bandi. Þetta voru góöir vinir minir og
þeim var siður en svo of gott að endur-
iifa æsku sina litillega. Kann aö vera
að þeir hafi verið mér innan handar
með ýmislegt smávegis i staðinn, en
ekkert var óheiðarlegt við það eða á
bak við lög og rétt.
Amman var
sú bezta
Næst segir frá ungum og sprækum
kunningja minum úr einni af grann-
byggöum Reykjavikur. Við erum
nokkuð skaplikir, ég og hann, báðir
lifsglaðir og nokkrir ævintýramenn.
Eftir að ég sprengdi mig niöur á
mölina vorum við báöiraö keyra hana
til kaupenda, ég og þessi kunningi
minn. Svo er það einn laugardag, aö
billinn bilar hjá honum og hann er i
8