Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 13

Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 13
„Nei, ekki strax. En þú létir bara klukkuna vera hálf-eitt eins lengi og þörf krefðist,” sagði hattarinn. „Ferð þú þannig að”, spurði Lisa. „Nei, þvi fer nú ver,” anzaði hattarinn. „Ég lenti einu sinni i rifrildi við Timann. Það var um það leyti sem hérinn þarna varð vitlaus. Þetta var á söngskemmtun, sem Hjartadrottn- ingin stóð fyrir. Ég átti að syngja eitt litið lag og gerði það lika með prýði. En ég hafði tæp- lega lokið fyrstu ljóðlinunni, þegar drottningin sagði: „Hann drepur Timann”.” „Þetta er hræðilegt”, sagði Lisa. „Og upp frá þessu vildi Timinn ekkert gera fyrir mig”, sagði hattarinn raunamæddur. „Nú er klukkan alltaf fjögur.” Það rann upp ljós fyrir Lisu. „Er það þá ástæðan fyrir þvi, að öll þessi bollapör eru hérna?” spurði hún. „Þú átt kollgátuna”, anzaði hattarinn og stundi við. „Það er alltaf kaffitimi, og við höf- um aldrei tima til að þvo upp leirtauið”. „Og þess vegna flytjið þið ykkur til við borð- ið, býst ég við”, sagði Lisa. „Já, eftir þvi sem bollapörin óhreinkast.” „En hvernig farið þið að, þegar þið hafið farið allan hringinn?” spurði Lisa. „Eigum við ekki aðtala um eitthvað annað”, sagði hérinn og geispaði. „Ég er orðinn hálf-leiður á þessu og legg til, að unga stúlkan segi okkur heldur sögu.” „Ég er hrædd um, að ég kunni enga sögu”, sagði Lisa. „Þá gerir heslimúsin það”, hrópuðu hérinn og hattarinn, báðir i einu. „Við skulum vekja heslimúsina”. Og þeir stjökuðu við henni frá báðum hliðum. Heslimúsin lauk upp augunum og sagði hárri og skrækri röddu: „Ég var ekki sofandi, og ég heyrði hvert orð, sem þið sögðuð”. „Segðu okkur sögu”, sagði hérinn. „Já, góða gerðu það”, sagði Lisa biðjandi. „Og flýttu þér nú, þvi að annars sofnarðu”, sagði hattarinn. Hesiimúsin hóf sögu sina og var óðamála: „Einu sinni fyrir löngu voru þrjár litlar systur. Þær hétu Anna, Kristin og Sigrún og áttu heima á botninum á stórum brunni------” „Á hverju lifðu þær?” spurði Lisa. Allt sem snerti mat og drykk, vakti forvitni hennar og eftirtekt. „Þær lifðu á sýrópi”, svaraði hesiimúsin eft- ir dáiitla umhugsun. „Þetta hlýtur að vera einhver misskilning- ur”, sagði Lisa. „Þeim myndi hafa orðið illt!” „Það varð þeim lika, þeim varð f jarska illt”, svaraði heslimúsin. Lisa reyndi að gera sér í hugarlund, hvernig henni myndi gerðjast að svona lifi, henni fannst það fjarska undarlegt og æfintýralegt. „En hvers vegna bjuggu þær niðri i brunni?” spurði hún. „Drekktu dálitið meira kaffi”, sagði hérinn, alvarlegur á svip. „Ég hefi ennþá ekkert kaffi fengið, og get þess vegna tæplega drukkið meira!” sagði Lisa móðguð. „Þú átt við, að þú getir ekki drukkið minna”, leiðrétti hattarinn. „Það er mjög auðvelt að drekka meira en ekki neitt”. Lisa sá, að þetta var hverju orði sannara, og

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.