Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 14

Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 14
náði sér þess vegna i kaffitár og smurt brauð. Síðan sneri hún sér að heslimúsinni og endur- tók spurninguna: „Hvers vegna bjuggu þær i brunni?” Heslimúsin hugsaði sig um, en sagði svo: „Þetta var sýrópsbrunnur”. „Svoleiðis brunnar eru nú ekki til”, sagði Lisa gremjulega, en hattarinn og hérinn höst' uðu á hana. Heslimúsin sagði, stutt i spuna: „Ef þú getur ekki setið á þér, þá er bezt, aðþú ljúkir sjálf við söguna”. „Nei, góða, haltu áfram. Ég skal ekki gripa fram i fyrir þér aftur. Og það getur vel skeð, að það sé til einn sýrópsbrunnur”, sagði Lisa blíð- lega. „Einn brunnur”, sagði músin fyrirlitlega. En hún lét samt tilleiðast að halda áfram: „Og þessar litlu systur voru að læra að teikna —” „Hvað teiknuðu þær?” spurði Lisa. Hún hafði 'steingleymt loforði sinu. „Sýróp”, anzaði heslimúsin, aðþessu sinni án umhugsunar. „Ég vil fá hreinan bolla, við skulum öll færa okkur um eitt sæti”, sagði hattarinn. Hann færði sig um eitt sæti, og það sama gerði heslimúsin. Hérinn settist i sæti hesli- músarinnar og Lisa varð nauðug viljug að setj- ast i sæti hérans. Hattarinn var sá eini, sem nokkuð vann við skiptin. Lisu voru þau mjög til ama, þvi að hérinn var nýbúinn að sulla niður úr mjólkurkönnunni i sitt sæti. Lisa vildi ógjarnan móðga heslimúsina aft- ur, en sagði samt hikandi: „Ég botna ekki i þessu, hvaðan fengu þær sýrópið?” „Maður nær vatni úr vatnsbrunni, hvers vegna skyldi þá ekki sýróp fást úr sýróps- brunni? Dæmalaus aulabárður ertu!” sagði hattarinn. „Þær voru að læra að teikna”, sagði hesli- músin og geispaði og neri augun. Hún var nú aftur orðin fjarska syfjuð. „Og þær teiknuðu allt milli himins og jarðar- allt, sem byrjar á m —” „Hvers vegna m?” spurði Lisa. „Hvers vegna ekki?” anzaði hérinn. Lisa þagnaði. Heslimúsin hafði nú lygnt aftur augunum og var farin að móka, en hún hrökk upp með and- fælum við það, að hattarinn kleip hana. — „Allt, sem byrjar á m, t.d. músagildru, mjólk, magafylli, minni. Hefirðu nokkurn tima séð málverk af minninu?” „Ef satt skal segja, þá held ég ekki”, sagði Lisa. „Þá ættirðu að halda þér saman”, sagði hattarinn. Svona óskammfeilni gat Lisa ekki látið sér lynda. Hún spratt á fætur, stórmóðguð og hrað- aði sér burt. Heslimúsin steinsofnaði á sama augnabliki, en hinir gáfu þvi ekki allra minnsta gaum, þótt hún færi. Lisa leit nokkrum sinnum við, og það síðasta, sem hún sá til hérans og hattarans, var það, að þeir voru að bisa við að troða heslimúsinni ofan i kaffiketil. „Þangað fer ég ekki aftur”, sagði Lisa og lagði leið sina inn í skóginn. „Þetta er það bjánalegasta samkvæmi, sem ég hefi nokkurn tima verið í”. Hún hafði varla sleppt orðinu, þegar hún veitti þvi athygli, að á einu trjánna voru dyr. „Þetta er skritið, en i dag er raunar allt svo skritið”, sagði hún. „Það er bezt að fara um- svifalaust inn i tréð”. Og það gerði hún. Lisa var aftur stödd i forstofunni við litla glerborðið. „Að þessu sinni skal ég fara skyn- samlegar að ráði mínu”, sagði hún við sjálfa sig. Hún tók nú gull-lykilinn og opnaði dyrnar út i garðinn dásamlega. Siðan borðaði hún af gorkúlunni (hún hafði geymt stykki i vasa sin- um), þangað til hún var eitt fet á hæð, og gekk inn i gegnum dyrnar. Og loksins var hún þá komin inn i garðinn fagra, mitt á meðal yndis- legra blómabeða og svalandi gosbrunna. 14

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.