Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 26

Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 26
Jónas Guðlaugsson: Var Island j'arlsdæmi 1262-1309 og síðar hertogadæmi á fyrri helming 14. aldar? t fornrisögu vorri er margt litt eöa ekki rannsakað, sem betur gæti varpað ljósi á ýmisleg ihugunarefni varðandi hana. Einn er sá þáttur, sem varðar sögu vora, eftir að landsmenn gengu á hönd Noregs- konungi og sóru honum trú og hollustu, er staða og embættisskipun islenzkra höfðingja innanNoregsveldis og gagnvart konungi þess. Telja má, aö tsland hafi verið jarlsdæmi innan rikjasambandsins frá 1262 og að rannsökuðu máli, allt fram á 14. öld. Það er mjög liklegt, að „hertogadæmi” hafi tekið við af jarls- dæminu, sem siðar mun vikið að. Islendingar lifðu á svonefndri þjóðveldisöld 930-1262 i sinu konungslausa landi, sem vakti undrun margra erlendra manna i þann tiö, og undir nokkurs konar demókratiskri höfðingjastjórn goða- veldisins, 36 eða 39 goða eða goðorðs- manna. Siðar mun þó goðaveldið hafa mjög riðlazt að skipun, og goðorð og héraðsstjórn, og siðar heilir landsfjórð- ungar, orðið að valdasviöi einstakra höfðingja, eins og málum háttaði á Sturlungaöld. Seinustu áratugi valda- baráttu Sturlungaaldar stóð i raun glima um, hvaða islenzkur höfðingi næði valdi yfir öllu landinu. Sem kunnugt er, studdi Noregskonungur hérlendis ýmsa höfðingja, sem persónulega höfðu allt frá fyrstu tið gerzt handgengnir Noregs- konungum og orðið hirðmenn þeirra og með þvi, gegn friðindum hirðvistarinnar játað konungi hollustu sina, sem herra og yfirboöara. Eru ótalmörg dæmi um hirð- mennsku íslendinga á þjóðveldisöld. Samband þetta var aöeins persónulegt samband viðkomandi aðila og konungs. Var i þessari hirövist engin frjálsræðis- skerðing i heimalandi þess, sem hér átti hlut að máli. Konungur taldi sér skylt að hefna vigs hirðmanns sins, og þess vegna hlutaðist hann oft til um mál manna á Islandi og á Grænlandi, einnig viðar, þar sem áhrifasvæði hans náöi yfir. Þótt konungur geröi tilraun aö ná tslandi undir krúnu sina, sbr. á dögum Haralds hárfagra (Uni danski) og i tiö Ólafs helga (Þórarinn Nefjólfsson), mis- tókst honum slikt vegna skeleggrar and- stöðu landsmanna. Vald konungs yfir hirðmönnum sinum á Islandi bauð heim vissri hættu, þegar einstakir islenzkir höfðingjar voru i heimalandi sinu orðnir yfirmenn heilla landshluta, en voru jafn- 26 framt handgengnir Noregskonungi. Enda leit konungur þá sem lénsmenn sina og sig sem yfirmann þeirra, þótt he'r væri um að ræða höfðingja i landi, sem hann átti ekkert tilkall til. Konungur studdi þá tslendinga, sem hann taldi sér vera vandabundnasta og sló þá á strengi skyldleika og sameigin- legrar ættar og fékk þá til aö gefa loforö um að koma landinu undir veldi sitt en ekki sjálfrar sin, eins og dæmi i sögu Sturlungaaldar sýna glöggt, sem hér er óþarft að geta nánar. En baráttan, sem stóð um völdin á Islandi á Sturlungaöld, má þó telja að hafi verið i upphafi sú, að einn höfðingi hefur ætlað sér alræðisvöld í landinu og þá mjög liklega konungsdæmi. Eins og dæmin sýna i Apavatnsför, „þegar Sturla Sighvatsson bað Gizur Þor- valdsson ekki efast i þvi, að hann ætlaði sér meira hlut en öðrum mönnum á íslandi”. En það hefur i upphafi alls ekki verið ætlunin að koma landi undir Noregskonung, þótt sú yrði þróun mála og þá einkum vegna þess, að flestir islenzkir goðar voru eiðsvarnir og bundnir konungi sem handgengnir og hirðmenn hans, en það verður ekki frekar sundurgreint hér. Hitt verður svo skýrt mál, að höfðingi sá, sem yröi ofan á, hlyti að telja það sinn sterkasta stuðning, aö Noregskonungur væri sér hliöhollur I valdabrölti sinu. Sú var lika reyndin, aö islenzkir goðorðsmenn leituðu sér stuðnings hjá konungi og sumir tóku hér upp merki hans og börðust fyrir aö koma landi undir hann, leynt og ljóst. Þegar leið að lokaskeiöi valdaófriðar i landinu lágu málin ljós fyrir, aö sá höfðingi, sem hérlendis hefði meginhluta landsins undir sér að siðustu, mundi verða lénsmaður og undirmaður Noregs- konungs. Sú varð og raun á, aö Hákon gamli Hákonarson, Noregskonungur geröi tslendinginn Gizur Þorvaldsson ,,af hinni merku og þjóðlegu goöaætt Hauk- dælum i Arnesþingi, sem var ei.i sterk- asta stoö undir guðs kristni í landinu”, að jarli sinum á tslandi, fékk honum merki og lúöur, sem tákn virðingar sinnar og lét skutilsvein sinn skenkja honum sem sjálfum sér. Gizur var einn fjölhæfastur alira höfðingja á tslandi. Hér var þó ekki sopið kálið þótt i ausuna væri komið. I þessu máli varð jarlinn að fara bónarferð á hendur landsmönnum, að þeir játuðu Hákoni konungi skatt og þegn, og riki hans gengi hér yfir. Eins og saga timabilsins 1260-64 sýnir, varð konungur að fá hér i lib með sér aðra tslendinga, sem mannaforráð höfðu og áttu mikið undir sér og voru svarnir óvinir jarlsins, eins og t.d. Hrafn Oddsson, og senda hingað til landsins tryggustu vildarmenn og hirðmenn konungserinda. Eins og kunnugt er, fór það svo, aö land var svarið konungi 1262- 64 og jarli heitið trúnaði. Og gerður var millirikjanna tveggja innan Noregsveldis svonefndur „Gamli sáttmáli”, sem er reyndar næsta fáorður, en gerir bert sjálfstæði tslendinga gagnvart öllum nema Noregskonungi sjálfum, og hér var aðeins um persónusamband að ræöa, sem íslenzkir forsvarsmenn sfðan bentu á f^, öllum sinum konungshyllingum. Var hér i raun og veru aðalatriöið að_ koma tslandi undir krúnu Noregs- konungs, en ekki innlenda, með tslending sem konung, en skattgjald leiddi af sjálfu sér. tslendingar héldu i fyrstu öllum sinum fornu réttindum og lögum og höföu í landinu jarlinn, handhafa konungs- valdsins innanlands, það atriði hafa sagnamenn litið litið á, að völdin virðast hafa i raun verið öll i höndunum á lands- mönnum sjálfum. Noregskonungur var þó fljótur að færa sig upp á skaftiö og krefj- ast meiri valda. Aftur á móti virðist jarls- ins hafa litt gætt þegar i fyrstu, e.t.v. vegna óvinsælda hans hérlendis meöal höfðingja, og þess að landsmenn leituöu beint til konungs meö klögunarmál sin, en ekki til handhafa konungsvaldsins innan-_ lands/ Má og vera, að konungur hafi þeg- ar reynt aö skerða vald jarlsins og ekki viljaö ofjarl sinn i landinu. Islendingar gerðu heldur ekkert til að styrkja stöðu jarlsins út á viö, þar sem hann var þeim ófrelsistákn. Það er mjög útbreidd söguskoöun og eðlileg, að halda, að jarlsdæmið hafi verið úr sögunni við andlát Gizurar jarls 1268. Að vel athuguðu máli er annað uppi á teningnum, það að landið hafi verið jarls- dæmi fram á 14. öld. Hinir skarp- skyggnustu fræðimenn i söguvisindum hafa rýnt i gegnum götóttar heimildir og séð þess merkij að svo mun málum hafa verið háttaö. Mörgum islenzkum fræði- mönnum mun hafa yfirsézt, að nokkrum

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.