Heimilistíminn - 02.12.1976, Qupperneq 32
Framhaldssagan:
Maria Lang
KETT- M
RN R
— Jahá — i ánni, sagði liðsforinginn. — Jí
hélt ég einmitt. Hann stóð lengi og hugsaði. — Já,
það er margt til i þessum heimi, sem er skrýtið —
,sagði hann
— Já, það er bæði víst og satt, liðsforingi sagði
maðurinn.
— Allt til dauðadags varð Lagerlöf liðsforingi að
sætta sig við að áin gerði usla á fallegu ökrunum
hans eftir því sem henni þóknaðist. Ár eftir ár sá
hann hvernig hún flæddi yfir bakka sína og
myndaði langa röð af smávötnum allt frá /\Aar-
bakka niður allan dal.
— Og í hvert skipti sem hann sá þetta talaði hann
um rauðu kettina, sem höfðu setið á hliðstólpunum,
þegar hann fór á hreppsnefndarfundinn. Gat
hugsazt a þeir vissu að illa færi f yrir honum þennan
morgun? Og var það rétt að sá sem f remur ódæði á
köttum hlyti refsingu? Hann gat ekki hætt að hugsa
um þetta þótt hann kæmist á háan aldur...
— Er það satt að sá sem f remur ódæði á köttum
hljóti refsingu?
Bodil hafði endurtekið spurninguna með vaxandi
æsingu. Nú segir hún næstum áköf við gömlu sögu-
konuna við vinnuborðið?
— En hvað þá um þann, sem fremur ódæði á
mönnum? Refsar enginn honum?
Hvítt höfuðið hneigist aftur áfram, samþykkj-
andi, það er eins og hún sé á einhvern undarlegan
hátt ánægð með viðbrögð Bodil.
— Ég held segir hún svo það varla heyrist, að þú
sjáir nú loks Ijóstþaðsem þú hingað til hefur aðeins
séð óljóst og ómeðvitað. Eða var það þannig að þú
vissir það fyrir skömmu. — Fyrir skömmu...þegar
þú lýstir systur þinni og sagðir ekki: — Hún er —
Heldur alltaf: — Hún var. Þá var þér ef til vill þeg-
ar orðið það Ijóst.
— Orðið hvað...ljóst?
Hún teygir biðjandi f ram höndina í átt til verunn-
ar, sem verður grárri og grárri eins og hún sé í þann
veginn að leysast upp í þokumóðunni, sem verður æ
daufari.
Kaldur súgurinn nístir í gegnum merg og bein.
Röddin verður f jarlæg, hljómlaus eins og þoka,
reykjarsúla, sem bráðum er ekki til lengur.
— Að systir þin Ingaliller — dáin.
Bodil er máttlaus í hnjánum eins og eftir alvarleg
veikindi, þegar hún loks herðir upp hugann og
stendur á fætur, opnar dyrnar út á ganginn og
gengur hægt niður á stofuhæðina. Hún er ekki
lengur hrædd við að fara inn í borðsalinn: henni er
Ijóst, að sá sem læsti hana inni í mannlausu húsinu
um nóttina hefur aðeins ætlað sér að hræða hana
svo hún hætti að grennslast fyrir um Ingulill. En
atburðurinn í bókasaf ninu — hvort sem hann hef ur
verið draumur eða eitthvað yfirnáttúrlegt hefur
ekki borið tilætlaðan árangur að hræða hana.