Heimilistíminn - 02.12.1976, Síða 33
Þvert á móti — nú veit hún hvað hún á að gera, og
engin merki uppgjafar sjást á henni.
Meðan dagsbirtan vex þennan septembermorgun
i garðinum bak við herragarðinn, situr hún við lítið
hvíttgluggaborðíhvita matsalnum og skrifar bréf.
Hún hefur fiskað minnisbók upp úr handtöskunni,
hún ríf ur eitt blaðið af öðru úr henni með skrjáf i og
fyllir síðurnar — skrifar hratt og taugaóstyrk með
kúlupenna.
Þetta verður langt bréf.
Hún tekur sér tvisvar hlé, einu sinni til að fara á
snyrtinguna, þvo sér úr köldu vatni og snyrta sig
svolítið, aðra smástund til að hugsa sig svolítið um,
áður en hún lýkur við bréfið. Þegar hún er búin,
bætir hún við neðst á síðustu siðuna: ,,Matsalnum
að Marbakka 21. september, snemma að morgni"
og skrifar fullt nafn undir? ,,Bodil Odén". Síðan
stingur hún öllum pappírsblöðunum aftur niður i
töskuna og rís á fætur.
Á útleið nemur hún augnablik staðar og virðir
fyrir sér eina af kolateikningunum stóru, sem
prýða veggina ásamt kínverskum og japönskum
postulinsmunum. Þarna er kirkjan í Filipstad, þar
sem faðir hennar átti heima. Og hún fer að hugsa
um fæðingarbæ hinnar glæsilegu en óáreiðanlegu
Madeleine Samzelius. Hún stendur djúpt niðursokk-
in í hugsanir sínar, þangað til einhver ber á glugg-
ann, og hún kippist við í skelfingu.
Gert Berger, auðvitað! Hann skal sannarlega fá
að heyra það.... fyrir ósvifna og vægast sagt
furðulega framkomu sína.
Bálreið f lytur hún einn af fínu, gömlu stólunum i
borðsalnum og dregur gluggatjöldin frá.
Síðan grípur hún andann á lofti og dregur tjöldin
vandlega fyrir aftur.
Hún hefur lent í nægilega miklu um nóttina. Einn
draugur i einu er nóg fyrir hana.
En veran útif yrir nær upp í neðstu gluggarúðurn-
ar og setur upp þvílík svipbrigði að hún hlýtur að
virða hana nánar fyrir sér.
Ljósbrúnt stuttklippt hárið er í meiri óreiðu en
venjulega, og stór munnurinn hvislar einhverju,
sem henni skilzt loks að sé?
— Opnaðu gluggann f janda kornið!
Hún gefur merki um að hún geti það ekki, en
þegar hann ætlar að fara að brjóta rúðuna, reynir
hún það samt sem áður og báðir gluggarnir
fljúga uppá gátt— á næstum ergilega auðveld-
an hátt.
Aldrei áður hef ur hún hallað sér út um glugga og
séð neitt eins Ijótt og jafnframt svo dásamlegt.
— Jónas? Jónas? Hvað ert þú að gera hér? Þú
áttir að vera að vinna i Helsinki.
— Það er nú mín skoðun, að það sért þú, sem átt
aðsvara fyrst. Hvern f jandann ert þú að gera hér á
Marbakka og á þessum tíma sólarhrings?
— Ég.... ég var læst inni.
— Það verður þú ekki sekúndu lengur. Skriddu
upp i gluggakistuna og stökktu — þá tek ég á móti
þér.
Og svo er hún í traustum faðmi Jónasar, og sólin
er komin þó nokkuð upp á bláan hausthiminninn og
skíná þau og lystihús liðsforingjans uppi í trénu.
og á svignandi eplatré og rakar grasf latir. Það er til
að kóróna sælu hennar, að Jónas, sem alltaf er
kaffiþyrstur, bendir á nestistösku, sem hún sjálf
gaf honum í jólagjöf, og tilkynnir að hann haf i ekið
hálfa nóttina og nú vilji hann kaffi og brauð með
skinku. Sitjandi á lágum steinbekk í garðinum borð-
ar hún siðan svo margar brauðsneiðar með skinku,
osti og spægipylsu, að hann spyr að lokum hvort hún
hafi ekki fengið neitt að borða siðan þau borðuðu
saman morgunverð á veitingahúsi, áður en hann
fór til Helsinki.
— Jú. Jú-ú. En það er nokkur timi síðan... Jónas.
hvers vegna komstu hingað?
— Það varð ekkert úr því, sem ég átti að gera í
Finnlandi. Maðurinn, sem ég átti að hafa viðtal við,
var búinn að fá hettusótt, já hann er þrjátíu og
f imm ára, svo það er ekkert til að henda gaman að,
slikt er hættulegt f yrir karlmenn á okkar aldri. Jaa,
svo hringdi ég til hennar f rú Larsson þinnar, og hún
sagði að þú hefðir tekið bílinn og ekið til Marbakka.
Og.... já.... það féll mér ekki sérlega vel i geð....
— Hvers vegna ekki?
Bodil horfir skærum, bláum augum á hann, sem
skyndilega er orðinn mjög alvarlegur á svip.
— Af því að dauðleiðinlegar flughafnir, flugvél-
ar og hópferðabílar veita menni næg tækifæri til að
nota heilafrumurnar. Því meira sem ég velti
þessum leyndardómi með Ingulill fyrir mér, því
verr list mér á hann. Og því verr fellur mér í geð,
að þú skulir hafa þotið af stað á svona léttúðugan
hátt til að blanda þér i málið.
— Þú átt við, sagði Bodil, að verið geti að hún
hafi verið myrt? Og að ég hætti á að fara sömu
leiðina, ef ég dreg ekki þreifarana inn og f lýti mér
aftur heim til Stokkhólms?
— Myrt? Jónas segir orðið með undrun og
viðbjóði. En, guð hjálpi okkur — það hef ég alls
ekki fullyrt. Og hvernig getur þú, köld og róleg,
kastað fram slíkri fullyrðingu?
— Af því að ég veit það.
Hann starir á þessa nýju — rólegu — Bodil, sem
skýrir f rá svo hræðilegum staðreyndum án þess að
bresta í grát, og hann starir f ullur vantrúar á hana,
svo það virðist vafasamt hve mikið hann botnar í
því, sem hún segir honum. Svo mikið skilur hann þó,
einkum í endi sögunnar, að vantrú hans fer sivax-
andi. Loks er kominn mikill efasamdasvipur á allt
ávalt og kraftalegt andlitið.
— Heyrðu nú, stúlka mín, ert þú alveg orðin vit-
laus, í einverunni hér norður i Vermalandi? Þú
getur þó ekki breitt út þvilikan orðróm... að Ingalill
sé dáin, þótt þig haf i dreymt það. Þú ert þó ekki að
telja þértrú um, að Selma Lagerlög sjálf, hafi verið
með þér í nótt og fært þér boð úr andaheimum?
Bodil bítur ergileg á vörina og iðrast þess að hafa
trúað honum fyrir þessu. Mínútu síðar iðrast hún
þess enn meir.
Á bak við hana — alltaf á bak við hana, hugsar
hún — stendur Gert Berger, og hún gizkar á að hann
hafi læðzt að þeim fyrir nokkurri stundu. Reiðin
vellur upp i henni fyrirfram meðan hún bíður eftir
ótuktarlegum athugasemdum hans, sem þegar þær
loks koma, beinast helzt að Jónasi.
33