Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur, Viltu svara þessum spurningum. 1. í hvaöa skóla þarf maður að fara tii þess að verða hjúkrunarkona? 2. Hvernig verður maður rithöfund- ur? 3. Hvernig eiga krabbastelpa og vogarstrákur saman? En krabba- stelpa og nautsstrákur. Ein úr vestrinu 1. Hjúkrun getur þú lært i hjúkrunar- skóla, eða i háskdlanum, eftir að hafa tekið stúdentspróf. 2. Það er vist heldur erfitt að svara þvi, hvernig fólk verður rithöfundar. Ætli skáldagáfan sé þá ekki eitt það þýðingarmesta, og svo dugnaður og ástundun, þar sem ekki nægir að hafa skáldagáfu og vera svo latur og ódug- legur, og nenna ekki aö setjast niður og skrifa bækur. 3. Krabbar ættu að velja sérmaka úr fiska eöa sporðdrekamerkjunum, svo annað hentar liklega ekki sem bezt. Háttvirti Alvitur. Ég hef tvisvar skrifað þér áður og annað bréfið var birt og þakka ég góð svör við þvi. Nú langar mig að biðja þig að svara nokkrum spurningum sem ég verð að fá svör við. 1. Hvað er skirlífi? 2. Er til eitthvað sem eyöir eða minnkar freknur á andlitinu? (Það þýðir ekkert aö segja, að það sé hraustleikamerki, og fallegt aö hafa freknur, ég hef oft heyrt það, en finnst freknurnar jafnljótar eftir sem áður.) 3. Hvað tekur snyrti- og hárgreiðslu- nám langan tfma? En hvað langan tima að læra klippingu? 4. Er landspróf enn til hér á iandi? 5. Hvernig eiga nautstelpa og vatns- berastrákur saman? Og svo þessi sigilda lumma, hvernig er stafsetningin og skriftin? Ein fáfróð fyrir austan 1 Orðabók Arna Böðvarssonar stendur að skirlífisé sama og hreinlifi, eða að hafa ekki holdleg mök. Vonandi skilurðu hvað það þýðir. Það ku ekki vera neitt til, sem eyðir freknum. Ef þú vilt ekki láta þær sjást verðurþú liklega að bera eitthvert sull framan i þig, andlitsfarða eða álika. Það er liklega eina ráðið. Hárgreiðslu lærir fólk i' iðnskólum og á hárgreiðslustofum, og tekur það þrjú ár. Snyrting er hægt að læra á snyrti- stofum t.d. Klipping er ekki sérfag, heldur innifalin i hárgreiðslunáminu yfirleitt. Landsprófið mun hafa sungið sitt siðasta með tilkomu grunnskólalag- anna nýju. Naut eiga helzt aö velja sér sporö- dreka eöa fiska, svo vertu ekkert að hugsa um þennan vatnsberastrák. Halló Alvitur. 1. Hvert á ég að skrifa ef ég vil eignast pennavini i Kanada? 2. En I Færeyjum? 3. Hvaða litur á bezt við krabba- inerkið. Anna Þú gætir reynt að senda nafnið þitt til Lögbergs Heimskringlu, islenzka blaðsinsfsem gefið er út i Winnipeg og beðið þá um að birta þaö. Heimilis- fangið er: Lögberg Heimskringla, 67, St. Anne’s Rd. Winnipeg, Manitoba, Canada. Kannski þeirhjá blaðinu 14.septem- ber í Færeyjum myndu sömuleiðis birta nafnið þitt og óskum um penna- vini. Reyndu það. Heimilisfangið er 14. september, Vágsbotnur, Box 62, Thorshavn. Litir krabbans eru grænn og grár. Til Heimilis timans 1 Heimilis Tímanum 25. nóv., 1976, stendur i spruningadálknum „Hvað veiztu” 9. spurning: Hver sagði — Það er fornt mál,,svo skal böl bæta, að biða ei annað meira.” Ég held þetta sé nú ekki rétt meö farið, og þarna sé bætt inn i óþarfa einsatkvæðis orðinu ,,ei”. A.m.k. er það ekki i þeim útgáfum af Grettissögu, sem ég hefi séð. En hvernig á svo að skilja þetta spak- mæli, sem höfundur sögunnar legg- ur honum i munn. 1 rauninni er það auðskilið af þvi að það, sem okkur viröist mikiö böl I dag, getur orðið smáræði i hugum okkar, ef annaö meira dynur yfir, þá hættum við að hugsa um hið fyrra, og má þá segja að það sé bætt. Ég hirði ekki að nefna nein dæmi þessu til sönnun- ar, þetta liggur svo i augum uppi. Ég þakka höfundi dálksins „Hvað veiztu” margar kærkomnar upp- lýsingar karl i koti. Guðm. Einarsson Brjánslæk Við þökkum Guðmundi fyrir þessa athugasemd. fb. — * ................. ............................................... Meðal efnis í þessu blaði: bls. Er barnið þitt 85 þúsund dollara virði.....4 Skýringartextar og lestur barna............6 Glæpasaga..................................8 Stjarna slokknar..........................14 Spilin á borðið...........................20 Fyrrverandi Egyptalandsdrottning .........26 Frumstæð hljóðfæri .......................36

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.