Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 38
rUEDLC náttúrunnar Margir kalla steppuúlfinn slægasta dýr heimsins. Hann heitir á latínu Canis Latrans, og er skyldur venjuleg- um úlfi, aöeins minni og slægari. Olf- inum hefur viða verið útrýmt, en svo hefur ekki farið um steppuúlfinn, hann hefur aftur á mdti lagt undir sig ný landssvæði. I upphafi var hann aðal- lega á steppunum i vestanverðu Mexikó og i fjöliunum þar. Siöan fór hann að færa sig i norður, og hefur nú náð alla leið fram til Alaska, og einnig fært sig suður á bóginn í Mexico og í austurtiluta Norður Ameriku er hann lika kominn. Steppuúlfurinn hefur orðið aö þola margt vegna þess að hann drepur gjarnan búsmala bænda, bæði kálfa og fé. Hann er veiddur i boga, skotinn og eitraö er fyrir honum sums staðar. Fyrir hefur komið, að mönnum hefur tekizt að útrýma honum á einstaka stað, en venjulega hefur hann stungið uppkollinum þar aftur eftirað frá hef- ur liðið. Þessi dýrategund hefur virzt vera undarlegum hæfileikum búin til þess að berjast gegn óvinum sinum. Steppuúlfurinn er ekki matvandur. Hann étur nagdýr, fugla, skriðdýr, skordýr, egg og ávexti. Hann þolir næstum hvað sem er, og sem dæmi um það má geta þess, að eitt sinn var drepinn úlfur, og i maga hans fannst gaddavir. Hann hleypur mjög hratt og getur hlaupið með allt aö 65 km hraða á klukkustund. Stundum gerir hann óvænta árás og nær þannig bráöinni frá einhverjum keppinauti sinum, án þess sjálfur að leggja mikið á sig viö að fanga hana. Steppuúlfurinn hefur lært að notfæra sér þjóðvegi landa þeirra, sem hann býr i. Hann heldur sig gjarnan nærri vegunum, og hirðir matarleifar, sem ferðamenn kasta frá sér. Einnig étur hann dýr sem orðið hafa fyrir biium á hraöbrautunum, en gætir þess vel, að fara ekki sjálfur fyrir bil. Steppuúlfurinn kann lika til fiskveiða. A vetrum sést hann oft sitja við vakir á isilögðum vötnum, og þar gripur hann urriða eða annan vatna- fisk, þegar hann birtist I vökinni. Steppuúlfar finna oft hinar furðuleg- ustu undankomuleiðir, ef verið er að elta þá, og lif þeirra er i hættu. Til dæmis segir sagan, að eitt sinn hati steppuúlfur stokkið upp á flutningabll, sem átti leið þar fram hjá, þar sem hann var á flótta. Ýlfur steppuúlfsins er ógnþrungið, og stundum má heyra hvern úlfinn á fætur öðrum taka til við að ýlfra, og er það þá hinn óttalegasti kór. Klipptu Ut þessa fjóra svörtu fleti, og reyndu siðan aö raða þeim þannig saman, að þeir myndi ferhyrning. Hversu lang- an tima þarftu til þess? Þetta gæti veriö ástæða til keppni inn- an fjölskyldunnar. Horföu vel á þessa mynd, og sjáöu svo hvaða tveir hlutir heyra saman. Allt á að ganga upp aö iokum. Sjá lausn á bls 25 --------- 38

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.