Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 33
Judson gekk um gólf og reykti. Hann haföi
áhyggjur af þvi sem Herron hafði snapað uppi.
Hann trúði ekki að Woolf hefði varpað sökinni á
Mary, en setjum svo? — Hann hefði ekki verið svo
vitlaus, sagði hann við sjálfan sig. En hann var ekki
sannfærður. Hann vissi, að hún elskaði David, hann
var hinn maðurinn í lifi hennar. Hvílík vandræða
ringulreið, hugsaði hann og fleygði hálfreyktri
sigarettunni út um gluggann.
Þegar hann hitti AAary seinna í anddyrinu, stakk
hann upp á að þau ækju út úr bænum og borðuðu
kvöldverð úti í sveit. — AAig langar til að komast
héðan burtu um stund, sagði hann. — Þetta hótel er
farið að fara í taugarnar á mér.
Þau borðuðu í veitingahúsi, sem hér „Gamla,
græna hlaðan", aðlaðandi staður með skemmti
legum gluggum og gömlum eikarhúsgögnum.
Kvöldverðurinn var góður, þótt hvorugt þeirra
veitti því sérstaka athygli.
— Heyrðu mig, sagði Judson loks. — Ég heyrði
sögu í dag. Það er sagt að það hafi ekki verið þú,
sem ókst bíinum kvöldið sem slysið varð eftir dans-
leikinn, heldur Woolf.
Hún fölnaði og þá sá hann að þetta var satt
honum leið skyndilega illa. Hann vissi líka að hún
mundi harðneita, sem hún og gerði.
— Bölvuð della, sagði hún hvasst. — Ég hlýt þó að
vita sjálf, hvort ég ók eða ekki. Hefði ég verið svo
mikill kjáni að segjast hafa ekið ef ég geri það
ekki? Ég hélt að þú værir of skynsamur til að hlusta
á svona þvaður, Judson.
Hann sagði þunglega: — AAér þykir vænt um að
það var vitleysa. En hann horfði ekki á hana og hún
ekki heldur á hann.
18 kafli
Um hádegið daginn eftir kom David inn í litla
herbergið, þar sem AAary satog skrifaði. Hún spratt
upp með svolitlu gleðiópi, og roðnaði.
— Ó, David, ég er svo glöð af þvi þú ert kominn.
Hann greip báðar hendur hennar og þrýsti þær. —
Ertu það? Ég verð að játa að ég er það líka. Ég
hef ði ekki átt að f ara, AAary. Ég vissi það um leið og
ég steig upp í lestina, að ég var að hlaupa f rá skyld-
um mínum án nokkurrar gildrar ástæðu. Ég hefði
komið aftur, það sver ég. Jafnvel þó Pearl hefði
ekki hringt.
— Hringdi Pearl?
Hann kinkaði kolli. — Það gladdi mig sannarlega
að heyra rödd hennar. Hún var leið yfir að hafa
gef ið mér ástæðu til að hafa áhyggjur og nú verður
allt gott. Hún bað mig að koma strax til sín. Ég fer
þangað í hádegismat.
— Það gleður mig, sagði AAary. En hún gat ekki
gleymt svipnum á Pearl, þegar hún sagði henni f rá
trúlofuninni. David virtist svo hamingjusamur, en
lifði hann í falskri Paradís?
— Ég var kjáni að halda, að það gæi verið eitthvað
milli hennar og Freemans, hélt hann áfram.
— Já, ég sagði þér það.
— Ég man það. Hann leit forvitnilega á hana. —
Hvers vegna varstu svona viss?
Nú var stundin til að segja frá trúlofuninni, en
skyndilega hataði hún tilhugsunina um að þurfa að
gera það.
— Hvað er að? spurði hann hvasst. AAary, þú ert
svo föl.
— Kannski er það hitinn, David. Annars hef ég
fréttir að segja þér.
— Um sjálfa þig, AAary?
— Já. Hún dró djúpt andann. — Ég er trúlofuð
Judson Freeman.
— Þú trúiof uð Freeman? Það var ef i í röddinni. —
Ég trúi því ekki. Hann strauk yf ir hár sér. — Hvers
vegna vissi ég ekkert um þefta, AAary?
— Ég sagði þérað við hefðum oft borðað morgun-
verð saman sagði hún lágt.
— Ég skil. Hann stakk höndunum í vasana og
gekk frá henni. Hann vissi að hann átti að sam-
gleðjast og óska henni til hamingju en hann gladdist
ekkert og hafði ekki minnstu löngun til hamingju-
óska. Hann vissi ekki hvers vegna, en hann hafði
einhvern veginn talið víst að hún yrði alltaf einka-
ritari hans. — Ég býst við að það þýði að þú yfir-
gefir mig bráðlega? sagði hann loks.
— Ég veit það ekki. Satt að segja hef ég ekkert
hugsað um það.
Hann sagði eilítið hásri röddu: — Ég þarf ekki að
segja hvað ég mun sakna þín mikið. Þú hefur að
vísu ekki unnið f yrir mig svo lengi, en mér f innst þú
einhvern veginn vera hluti af f jölskyldunni. Satt að
seg ja veit ég ekki hvað ég ætti að gera án þín.
— ó David. Röddin lét undan, þegar hún bætti
við: — Þetta var fallega sagt.
— Auðvitað óska ég þess að þú verðir hamingju-
söm, hélt hann áfram. — Náunginn er heppinn. Ég
vona bara að hann kunni að meta það.
Hún sneri andlitinu frá honum og hann hélt
áfram að ganga um gólf.
— Jæja, sagði hann loks. — Ég verð að
fara til Catchart Park. Hann leit á klukkuna. — Ég
er þegar orðinn of seinn. En hann fór ekki. —
Viltu...viltu segja mér, hvernig það gerðist, AAary?
Hún gerði sér upp hlátur. — Hvernig gerast slíkir
hlutir, David? AAaður hittist, kynnist, geðjast vel
hvort að öðru og...
— Þetta hljómar ákaf lega rómantískt, greip hann
fram í og það vottaði fyrir beiskju í röddinni.
Hún roðnaði. — Þú hefur engan rétt til að segja
það. Að minnsta kosti teljum við Judson, að við höf^
um meiri möguleika á að verða hamingjusöm, þeg-
ar skynsemi liggur til grundvallar hjónabandinu.
— Bannsett della, sagði hann æstur. — Annaðhvort
finnst manni maður verða að giftast stúlku eða
deyja...eða...jæja, en hvers vegna annars að hugsa
um hjónaband? Hann þagði um stund en rumdi
siðan: — Jæja, ég veit víst ekki um hvað ég er að
tala AAary. Þú hefur sennilega á réttu að standa.
Heilbrigt hjónaband, byggt á skynsemi...en þú ert
miklu meira virði en það.
Hún reyndi að hafa tiemil á rödd sinni, þegar hún
sagði: — En setjum svo að ég telji að ekki verði um
meira að ræða?
— AAary, þú ert galin! Þú átt skilið það besta.
Giftu þig ekki hverjum sem er, bara vegna þess
33