Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 11
fyrr, var hiö mikla og óbilandi kapp, sem
fólkib lagði i vinnuna. Allir reyndu að
gera það bezta til þess að afköstin yrðu
sem allra mest og notin af starfinu sem
mesi.. II' afkoman var fólgin i afrakstrin-
um af heyskapnum. Allt byggðist á hon-
um. Oft á tiðum voru sömu kaupa-
mennirnir hjá sama bóndanum mestan
hluta starfsævi sinnar. Þetta var nokkuð
aigengt, þegar ég var að alast upp. Ekk-
ert sleit þessu sambandi, nema viðkom-
andi fengi annað starf, sem hann gat ekki
slitíð sig frá yfir heyskapartimann.
Eittmerkilegasta starf við heyskapinn,
voru milliferðimar. Þar reyndi mjög á
hæfileika til ferðalaga og að hafa gott lag
á hestum. Milliferðamaður var oft á tfð-
um vel virtur af vinnufólki og húsbænd-
um, sérstaklega þar, sem langt var á
engjar. Oft var valinn til þessa starfa
ungur maður, er hafði áhuga á hestum.
Þetta starf var mjög þroskandi og varð
oft undirstaða að öðru meira er fram liðu
stundir. Oft var það svo, að milliferða-
maður, er stóð sig vel fékk að fara I þá
leit, sem húsbóndi hans hafði fremsta til
ytirráða á komandi hausti. Það var mikiil
og eftirsóknarverður ábati.
Fjallaferðir á haustum voru mjög
tengdar heyskaparvinnunni. Oft á tiðum
settu góðir kaupamenn það upp, þegar
þeir réðust i kaupavinnu, að þeir fengju
að fara á fjall á haustin. Það var góð upp-
bót að fá slikt. Fjallferðirnar voru heill-
andiog ævintýrarikar fyrir unga menn og
framgjarna. Þær voru keppilefli allra.
3
En heyvinna og kaupamennska bjuggu
lika yfir meiri töfrum. Sunnudaga- og
helgarferðir i útreiðum og sfðar i bilum
voru heillandi og i draumsýn hversdags-
leikans voru þær takmark. Hópar ungs
fólks riðu á sunnudögum um sveitirnar.
Meyjar og sveinar höfðu af þessu félags-
skap skemmtun og ánægju. Enginn vissi,
hvenærsá rétti kom eða sú rétta, á hvit-
um hesti þeysandi i hlaö. Glaumur og
söngur einkenndu útreiðar kaupafólksins,
og blönduðust hófadyni góðra fáka.
Meðan kaupamennska var algeng i
sveitum landsins, var glatt og tilburðarikt
lif um hverja helgi, og ánægja og til-
breytni voru einkenni sveitalifsins
sumarlangt. Allur fundu sjálfa sig i fá-
breyttu starfi og heilbrigðum skemmtun-
um. Tilfinningar hvers og eins voru
sprottnarafrótum náttúrunnar, hinu eðli-
lega og frjálsa sveitalifi.
Þá dreymdi engan um vélmenningu né
sikvikar véiar á engjum og túni. Orfið,
hrifan og ijárinn voru aðalsmerki
heyskaparins. Hvinur járns við jörð af
fallandi grasi, léttur og kvikur ylmur af
grasi i breiðslu, var sætur ómur starfsins
um allar sveitir landsins sumarlangt.
Máttur starfsins var ristur rúnum við
hvert býli i fagurleitum túnum, marglit-
um af misjöfnum hirðingum, en öllum
einkenndum af arði starfsins og boðuðu
nægan feng i hlöðu og garði á haustdög-
um.
Þegar við litum til liðinna tima, sem að
visu eru ekki langt undan, minnumst við
fás með eins mikilli hlýju i störfum og
lifsbaráttu og hinna fornu hátta og hey-
skapar og viðlegum um langa sumar-
daga. Þar á hugur okkar, sem erum kom-
inyfir miðjan aldur, föst og örugg heim-
kynni.
4
En á áratugnum, sem er að liða fara
ekki lengur ungir menn og ungar stúlkur
þeysandi um sveitir landsins á vel tömd-
um gæðingum á sunnudögum til skemmt-
unar eftir langa og stranga vinnuviku.
Það biður hvorki stúlka né ungur sveinn
eftir að riddari draumsins þeysi I hlaðið á
hvitum'hesti með vori auga og kvik fram-
tiðarinnar og hins ókomna i fasi og spori
jósins fráa. Timarnir hafa breytzt. öldin
er önnur, þó aldaskipti hafi ekki orðið eft-
ir tali júlianskra spekinga.
NU er það vélin, máttur orkunnar úr
fjarlægum heimsálfum, sem knýja farar-
tæki og heyskapartæki. Hin kalda vissa,
að allt sé öruggt, sem ekki er mannlegt til
starfs og beizlunar hinna manniegu þarfa
til fæðis og klæða, er vissa nútlmans.
Kaldur veruleiki vélaaldar hefur breytt
lifi i sveitum landsins. Sumum finnst að
hófadynur hestsins hvita, er bar riddar-
ann friða með vorið i augum sér, sé ekki
þagnaður.
En þrátt fyrir allt, er heyskapurinn
jafnheillandi og áður. Hann er háður
veðurfari og öörum gjöfum náttúrunnar.
Hann er hinn mikli vitagjafi, sem allt lif
okkar i raun réttri byggist á. Fegurð
sveitanna hefur aldrei verið jafnmikil,
jafnheillandi og á vélaöld. Hin breiðu og
viðáttumiklu tún við flestöll býli landsins,
bera glöggan vott um kraft ræktunarinn-
ar og stjórn mannsins, bóndans, á hinu
mikla lífi, sem bundið er i' mold og sverði
landsins.
A siðsumardegi er gaman að ferðast um
sveitir landsins, skoða og virða fyrir sér
hinar miklu ekrur er grænkan og lifið hef-
ur beizlað. Þar er starf og máttur bóndans
i fullu veldi, þó hann þurfi ekki lengur að
velja sér kaupamanna og kaupakonu á
sama hátt og faðir, hans, afi og áar. En
arðurinn er samur og áður, þó önnur sé
höndin, sem leysir hann úr hinum mikla
farvegi gróðursins.
n
Segðu honum, að þú sért lika ljón!
&
Það er enn hávaði þarna niðri.
Hcfumvið nokkurn tima veriö
sona lengi með gesti.
Hvað er svo aö krananum?