Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 13
Blómin okkar Gefið hungruðum potta- blómum ekki mikinn áburð Ykkur finnst ef til vill heldur undar- legt, aö við skulum taka okkur fyrir hendur hér á blómasíðunni, að ræða um blómaáburð, þegar komið er fram i september. Slikt er þó ekki að ástæðulausu, þvi allt árið um kring er blómaáburður seldur i verzlunum; sumurn gæti dottið i hug, að fara að nota hann ióhófí yflr vetrarmánuöina. Plönturnar eru þá oftheldur vesaldar- legar og þá reynum viö að finna ein- hver ráð til þess að hressa þær við. Blómaáburðurinn er þó sennilega ekki rétta leiðin þar sem aldrei má gefa veikluiegri plöntu blómaáburö. Venjulega stendur á umbúðúnum ut- an um áburðinn, hvernig á að blanda hann. Gætið þess að hafa blönduna aldrei sterkari en þar er kveðið á um. Mun betra er aö hafa hana heldur veikari, og oft er það algjör nauðsyn, annars getið þið drepið plöntuna ykk- ar. Plöntum á að gefa áburð á vaxtar- skeiði þeirra, eða i þann mund, sem það er að hefjast, ekki undir lok þess, eða eftir að plönturnar eru hættar að vaxa á veturnar, og eiginlega fallnar i dvala. Planta sem fær nægilega næringu vex hraðar en hin, sem er að visna Ur næringarskorti. Hún litur betur út, og hefur meiri mótstöðu gegn sjúkdóm- um. Plantan þarf á áburði að halda, vegna þess að næringarefnin, sem upphaflega hafa verið i moldinni i pottinum skolast smátt og smátt Ur honum við vökvun og eftir verður dauður og næringarsnauður jarðveg- ur, hafi hann ekki verið það þegar i upphafi. Ofter moldin sem fólk notar á blómin sin ekki allt of góð og þá batnar hún að minnsta kosti ekki er timar liða fram. Þrjú aðalefni þurfa að vera i áburði. Það eru nitrogen, phosphorus og potassium. Venjulega er hægt að sjá á umbúðum áburðarins, hvaða efni hann hefur að innihalda. Bezti áburðurinn er talinn eiga að hafa þessi þrjú efni I hlutföllunum 5-10-5 eða 15-30-15. Þess- ar tölur standa á umbúðum i sumum tilfellum, en i öðrum tilfellum er að- eins talað umprósentur, og séu hlutföll efnanna þessi, þá er áburðurinn sagð- ur góður. Mjög nauðsynlegt getur verið, að vita i hvaöa hlutföllum áðurnefnd þrjú efni koma fyrir i áburðinum, sem þið ætlið ykkur að nota, þar sem ekki hæfir sami áburður öllum plöntum, eða að minnsta kosti gerir hann þeim ekki öllum jafngott. Blaðmiklar plöntur þurfa til dæmis mikið af nitrogeni. Þá verða blöð þeirra fallegri og þær fara að skjóta út nýjum sprotum af miklum dugnaði. Fái planta ekki nægilega mikið af nitrogeni verða blöðin gul eða brún eða detta af henni. Of mikið notrogen getur svo leitt til allt of mikils vaxtar hjá plöntunni og þá verða leggir hennar ekki eins sterkir og æskilegt mætti teljastogplötunnihættir tilað sýkjast. Blómstrandi plöntur þurfa ábyrö með meira magni af phosphor. Ræturnar verða sterkari og leggirnir sömuleiðis, og knúppamyndunin eykst.Grasafræðingur hefur sagt okk- ur, að gott sé að kaupa fosfórsýru sem mun fást hjá Sölufélagi garðyrkju- manna og setja ofurlitið af henni út I vökvunarvatnið ef reyna á að fá kakt- usa til þess að blómstra. Spyrjizt fyrir um rétta blöndu áður en þið farið að nota þetta efni á blómin ykkar til þess að drepa þau ekki. Ef phosphorinn er of lítill I jarðveginum getur það orðiö til þess að blómstrandi plöntur leggjá allt sitt i blöðin og þau verða græn og falleg, en engin koma samt blómin. Potassium færir plöntunum kraft. Það vinnur meö nitrogeninu og plönturnarfá sterka leggi og blaðvöxt- urinn eykst, planta sem ekki fær nægi- lega mikið potassium fellir oftast neðstu blöðin. Nokkur holl ráð að lokum: Vökviö aldrei með blómaáburði á þurra mold. Vokvið fyrst með vatni og sfðan má bæta við áburðarblöndu hálftlma siö- ar. Ef moldin i blómapottinum er mjög blaut er rétt að láta mesta vatnið siga úr áður en áburðarblöndunni er hellt yfir. Notið ekki blómaáburðá plöntu sem nýlega hefur verið sett niður eöa ný- búið er að umpotta. Biðið i einn mánuö eða þar um bil áður en þið takið til við áburðargjöfina. Nægur áburöur ætti að vera i nýrri mold og aukaskammtur gæti brennt ræturnar á plöntunni. Berið ekki blómaáburð á veika plöntu hún á nóg meö að berjast fyrir lifi sinu, þótt henni sé ekki að auki drekkt i áburðarvatni. fb

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.