Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 6
Skýringartextar með sjónvarpsmyndum draga úr lestrarhæfni barna Sænskir sérfræöingar hafa komizt aö þeirri niöurstööu, aö börn, sem horfa mikiö -á sjónvarp meö skýringatextum, eiga erfiöara meö aö iæra aö lesa en elia. Viröist vera eitthvert samband milli þess aö börnin reyna aö lesa textana, en tekst þaö ekki, ef til vill vegna þess aö þeir eru ekki nógu lengi á skerminum, og þess aö þau læra ekki nógu vel aö lesa. Kann aö vera, aö þau fari aö trassa lesturinn, vegna þess aö þau þurfa aö hlaupa yfir textana á hundavaöi, af þvi aö þeir eru aöeins skamma stund á skerminum. 1 Sviþjóö horfa börn á aldrinum 7 til 12 ára meira á sjónvarp en nokkrir ajdurs- flokkar áhorfenda aörir. Meira en helm- ingur dagskrárefnis fyrir börn þar i landi er erlent, og þá gjarnan meö skýringa- textum á sænsku. Astæðan er sii, hversu miklu ódýrara þetta erlenda efni er helduren innlent sænsktefni. Hafa veröur texta meö þessu erlenda efni, en börnin ná þvi sem sagt ekki aö lesa textann áöur en hann hverfur af skerminum. Gerö hefur veriö svokölluð PUB-könnun á þessu, og geröi hana kona aö nafni Ingela Schyller. Segir hún, aö i mörg ár hafi menn tekið eftir þvi, aö börn eiga stööugt erfiöara með aö ná innihaldi texta, sem fylgja erlendum barnadag- skrám. Nú hefur komið i ljós, aö mikiö af efninu fer fyrir ofan garö og neöan hjá börnunum. — Niðurstööurnar eru skelfilegar, segir Ingela Schyller. Eitthvaö veröur aö gera i þessu máli, og þaö fljótt, áöur en lestrarhæfni barnanna veröur enn minni en þegar er oröiö. 34 börn 1 könnuninni var tekin hópur barna 34 talsins, úr öörum og fjóröa bekk. Fengu börninaö stjórna sjálf textunum, en höfðu hvorkimyndné hljóö meö þeim. Eftir aö börnin höföu fengiö aö horfa á textana áttu þau að svara nokkrum spurningum varöandi þá. Kom þá greinilega i ljós, aö jafnvel þótt ekki kæmi til mynd og hljóð misstu börnin mikið af þvi, sem i textun- um stóö. Sú regla gildir yfirleitt um útsendingu texta meö sjónvarpsefni, aö ein lina er látin standa á skerminum I 4 sekúndur, en séu llnurnar tvær eru þær 1 sex sekúndur. Ef ekki var mynd og hljóð meö textanum náöu 75% barnanna innihaldi hans, en visindamennirnirtelja, aö þaö sé ekki for- svaranlegt, aö 25% hafi alls ekki náö frá- sögn textans. 8-11 ára Þegar textarnir fylgdu mynd og hljóöi varö árangurinn mun lakari. Þó höföu Lærið arabísku og Auðugir Arabar eru i þann veginn að leggja undir sig London. Það er svo komið, að bæði auglýsingar og skilti i borginni eru á arabisku. Öll helztu stór- fyrirtækin veita Aröbunum mikla þjónustu, enda vilja þau ekki fyrir nokkurn mun missa af þessum vellauðugu viðskiptavinum sinum. 1 fasteingaauglýsingu stóö fyrir nokkru: „Þetta eru reyfarakaup... aöeins 400 þúsund dollarar (80 millj- ónir)...” Auglýsingin var um hús i Englandi, sem átti aö selja, en auglýsingin var á arabisku. Enska þýöingin var meö mjög svo smáu letri undir. —Það eru einungis Arabarnir, sem kaupa dýrar fasteignir, svo hvers vegna ættum viö ekki aö veita þeim þær upplýsingar, sem þeir vilja fá á þeirra eigin máli. Viö eina aðalgötu Lundúna má sjá skilti, sem á stendur „Vinsælasta tyggigúmmiheimsins.” Þetta er einn- ig skrifað á arabisku, og sömu sögu er að segja um auglýsingar i mörgum helztu verzlunum Lundúna. Þetta er sem sagt London 1977, þar sem stórfyrirtæki hafa lagzt marflöt fyrir framan hina auðugu oliukónga frá Austurlöndum, svo þeir kaupi nú bara nógu mikið. Hvar svo sem gengiö er um i miöborg Lundúna, hvort sem er á biöstofum tannlækna, á hótelum, i dýrum verzlunum — sér maður alls staðar arabiska letriö á auglýsingum og leiðbeiningum. Auglýsingaskrif- stofurnar ganga meira að segja frá sjónvarpsauglýsingunum á sama hátt, til þess að öruggt sé, að áróöurinn nái til þeirra, sem helzt geta veitt sér aö kaupa vöruna, sem veriö er að aug- lýsa. Arabarnir eru yfir sig hrifnir yfir þeirri athygli, sem þeim er veitt i Eng- landi, en þeir eru eiginlega gulleggið, sem Bretarnir vilja klófesta. Bretar eru þvi f usir aö leggja svolitið á sig til þess aö ná i hluta af þessu gulleggi. Búzt er viö, aö 430 þúsund arabiskir 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.