Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 32
Jennifer Ames framhaldssagán] Neyddtil 14 að gleyma Herron leit á Judson. — Daman virtist í uppnámi yfir einhverju, sagði hann. — Eg geri ráð fyrir að það sé trúlofun ykkar ungfrú Stone. — Vitleysa, sagði Judson hvasst, næstum reiði- lega. — Við höfum verið vinir og hún ætlaði....ja....eins og hún sagði, að óska mér til hamingju. — Hmm, sagði Herron og klóraði sér í höfðinu. — Það er ágætt að þú skulir vera trúlofaður ungfrú Stone og allt það, en mér finnst það einkennilegt. — Áttu við af því hún er einkaritari Woolfs? — Það er ein ástæðan, viðurkenndi Herron. — En það er dálítið annað líka. Eiginlega var það þess vegna, sem ég kom. AAanstu ef tir slysinu, þegar þau voru að koma af dansleiknum hjá Desmondhjón- unum? — Auðvitað man ég eftir því. — Jæja, ég er búinn að tala við stúlkuna, sem var með mér. Skrýtið, en henni fannst það sama og mér. Hún er eiginlega alveg viss um að Woolf hafi ekið bílnum. Hún segist vera fús til að sverja það fyrir rétti, ef nauðsyn krefji. Áhugi Judsons var vakinn. — Áttu við að þú haldir að Woolf hafi ekið bílnum, þegar slysið varð? — Ég gæti næstum svarið það sagði Herron. — Ég þori að veðja að ungf rú Stone tók sökina á sig af ótta við að þetta hefði slæm áhrif á úrslit kosning- anna. Þú ættir að geta fengið sannleikann upp úr henni, fyrst þú ert trúlofaður henni. — Heyrðu mig, sagði Judson. — Ég hef sagt þér áður að láta þetta mál eiga sig. Satt að segja f innst mér vona fykt af þvf. En ungfrú Stone segist hafa ekið bílnum, þá gerði hún það. Skilurðu það? Herron leif á hann með fyrirlitningarsvip. — Þú ert asni, Judson, en þú ræður. — Það er betra fyrir þig að muna það, sagði Judson stuttlega.— Þetta slys var nógu erfitt fyrir AAary samt. Ég vona bara að maðurinn nái sér. — Það lítur út fyrir það að svo stöddu, viður- kenndi Herron treglega. 32 — Þegiðu! sagði hann. — Þú veist ekki, hvað þú ert að segja. Ég ber meiri virðingu fyrir AAary en nokkurri annarri stúlku sem ég þekki. Það er eini grundvöllurinn fyrir hjónabandi...virðing. Hann næstum hrópaði þetta. — Ég gæti ekki kvænst þér, því ég virði þig ekki. Ég hef þegar sagt þér, hvert álit mitter á þér, aðþú sért eigingjörn, þyrst í ævin- týri og husunar.... — Haltu þér saman! Hún hvæsti milli samanbit- inna tannanna. — Viltu að ég slái þig? ÉG geri það ekki, því ef ég gerði það, myndirðu kyssa mig og ég vil ekki að þú kyssir mig. Aldrei framar. Þú hef ur sagt hlut, sem ég get ekki fyrirgef ið. Þú ert fullur af hatri og ímyndunum og heldur ýmislegt um sjálfan þig vegna þess eins að þér hefur tekizt að vinna þig upp úr göturæsinu. Það er rétt hjá þér, ég kæri mig ekki um þig. Þú varst bara ný reynsla fyrir mig. Hvernig sem farið hefði, hefðum við farið að fyrirlíta hvort annað, að minnsta kosti ég þig. Ég hef séð í gegnum þig þá, eins og ég geri núna. Ég er farin. En minnstu munaði að hún gréti. — Pearl. Hann lagði höndina á handlegg hennar. Þetta var eitt af þeim andartökum, sem al.lt gæti gerzt, en einmitt þá var barið að dyrum og áður en Judson fékk tima til að segja viðkomandi að koma inn, voru dyrnar opnaðar. Herron stóð á þröskuld- inum. Hann brosti vandræðalega. — Ég bið afsökunar ef ég trufla. — Hvað gætirðu truflað? Rödd Pearl var óeðli- lega hvell. — Eg kom til að óska Freeman til hamigju með trúlofunina. Þú veizt auðvitað að hann er trúlofaður ungfrú Stone? — Trúlofaður ungfrú Stone? Svipur Herrons gaf greinilega til kynna að hann hafði ekki vitað það. — Já, sagði Pearl. — Ungfrú Stone er einkaritari Woolfs og er trúlofuð Freeman, en ég er trúlofuð Woolf og fer þó á f undi hjá Freeman. útskýrðu það fyrir einhverjum ef þú getur. Þar með var hún farin.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.