Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 26
Fortíðin sleppir seint taki á fyrrverandi drottningu — Ég hef grátiö svo mikið um dagana, að það eru engin tár eftir lengur... Lif Faridu, fyrrum drottningar i Egyptalandi og konu Farouks konungs, hefur verið merkilegt um margra hluta sakir og hún hefur sannarlega átt erfitt. Þegar hún var sautján ára gömul skóla- stdlka var hún tekin og látin giftast þess- um feita glaumgosa. Ellefu árum siðar yfirgaf hann hana til þess að giftast ann- arri konu, Narriman. Nú býr Farida i Paris, þar sem hún er velmetinn listmálari. Nú loksins þegar hún er orðin fimmtiu og fimm ára gömul hefur hún fundið sjálfa sig, og getur horft til baka til erfiðu áranna. — Ég var gjörsamlega hjálpar- og varnarlaus, þegar Farouk konungur yfir- gaf mig, segir hún. —Ég hafði enn ekki lokið skólagöngu, þegar ég varð drottning og eftir það lifði ég lifinu undir vernd hiröarinnar. Ég átti þrjár litlar dætur, sem voru teknar af mér og settar i heimavistarskóla erlendis. Sjálf varð ég að flytjast heim til foreldra minna, þar sem ég var algjörlega einangr uð frá öllu félags- og skemmtanalifi til þess að egypzka þjóðin gleymdi mér sem allra fyrst og tæki i staðinn fagnandi við hinni nýju drottningu. Þegar Farouk konungur hlóð snekkju sina dýrgripum og alls kyns auöæfum og fluttist úrlandi árið 1952 varð Farida eftir i Egyptalandi. — Vinirminir voru mér óskaplega góð- irog reynduá allan háttaö hjálpa mér, en samt sem áður var lifið mér ótrúlega erfitt, segir hún. Ég lifði á ölmusu og náðarbrauði, sem hrökk af borðum þeirra sem enn mundu eftir þvi, að ég haföi eitt sinn verið drottn- ing þeirra. Ég hafði verið gjörsamlega eyðilögð sem manneskja. Peningagreiðslurnar, sem mér höföu verið ákvarðaðar við skilnaðinn, voru löngu hættar að koma, Dætur minar þrjár, sem gengu i skóla i Sviss, gat ég ekki hitt af þeirri einföldu ástæðu, að ég hafði ekki ráö á að heim- sækja þær. Ég átti enga peninga! Ég kunni ekki að halda heimili Ég hafði reynt aö lifa eins og „venjuleg manneskja” I Egyptalandi, en það gat aldrei heppnazt. Ég hafði aldrei lært að hugsa um heimili, né sjá fyrir mér. Ég kunni ekkert verk, og ég gat ekki einu sinni farið að læra vélritun, þar sem það hæfði ekki fyrrum drottningu aö gera slikt. Ég heföi ekki getað farið aö vinna á skrifstofu, eins og venjuleg manneskja. Þá tók ég ákvörðun um, aö flytjast til annars lands. Fyrst bjó ég nokkurn tima i Libanon, en þar losnaði ég heldur ekki viö drauga fortiðarinnar. Enginn tók mig al- varlega, þegar ég sagðist vilja vinna fyrir mér og lifa eins og manneskja. Eina ráöið sem fólk gat gefiö mér var, að ég skyldi eiftast einhverjum auðkýfingi. Farida var eitt sinn drottning Egyptalands, kona Farouks konungs. Nú er hún þekktur listmálari í París .26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.