Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 10
KAUPAVINNA 1 Sumariö er aöalbjargræöistiminn i sveitum landsins og er mikiö undir þvi komiö, hvernig tekst til meö heyskapinn. Áöurfyrr var heyskapur aö mestu tekinn áengjum ogUtjörö. Þá reyndi enn meir en núá,aö tiöinyröi sem hagstæöust og bezt. Þá varö aö þurrka allt hey, og oft á tföum varö mikill skaöi i rosum og gligjugjörn- um sumrum, heyiö hraktist og skemmd- ist Fyrrá timum og alltfram á liöandi öld, jafnvel fram að heimsstyrjöldinni síðari fór f jölmennt liö, Ur kaupstööum og kaup- túnum landsins til kaupavinnu i sveitun- um. Þetta fólk var þaulvant heyskapar- vinnu og var þvi á hæsta kaupi, og var oft vönu kaupafólki borgað mjög vel. Þaö voru jafnt karlmenn og konur, sem fóru I kaupavinnu, konurnar voru nefndar kaupakonur en karlmennirnir kaupa- menn. Þetta þóttu hvorttveggja viröing- arheiti og vottur um dugnað og atorku- semi. Sennilegt er, að blómatimi kaupa- mennskunnar hafi verið á árabilinu frá þvi um 1890 og fram undir siöari heims- styrjöld. Þá var túnrækt litt hafin i land- inu, en hins vegar á nokkrum stööum stofnað til mikilla áveitna, sem ollu stór- auknum heyskap. Svo varö aö minnsta kosti viöa um Suöurland. Heyskapur á engjum var oft mjög skemmtileg vinna I góðri tið, og var hvort tveggja þroskandi og heilsubætandi. Góöur sláttumaöur var mjög eftirsótt- ur, og þótti mikill kostur aö vera duglegur viö þaö verk. A greiöfæru landi var gjarn- an slegiö Ur og i og þurfti mikiö þrek og hreysti til aö gera það daglangt. En þeir voru margir, sem léku sér aö þvi. Eftir aö áveiturnar komu á Skeiöum og Flóa, uröu bráölega allar engjar langtum sléttari og 10 greiðfærari en áöur. Stundum kom fyrir, aö góöur sláttumaöur sló rúmlega tiu hesta á dag, en til þess þurfti grasspretta að vera mjög góö. Þaö kom jafnvel fyrir aö einstaka menn slógu mun meira, væru engjar kafloönar. En þaö þurfti dugnaö viö fleira en slátt- inn. Lika var mikill kostur aö vera góöur sætningarmaöur og góöur bindingamað- ur. Hvort tveggja var kostur, er ekki var öllum gefinn. Meöan allt hey var flutt heim á hestum, á klökkum, var mikill vandi og leikni, sem fólst i þvi að sæta vel og binda heyið. A Suðurlandi fór bindingin fram á þann hátt, að karlmaöur og kven- maöur bundu saman, og þurfti mikla leikni og starfsþjálfun, viö aöná hraöa og öruggri vinnu. Fólkið æföist i aö vinna saman, og þaö var nauösyn, aö sami maöurinn og sama konan ynnu saman sumar eftir sumar. Sama var aö segja um verk kaupa- kvennanna. Þær urðu leiknar i störfum sinum jafnt aö raka i flekki, snúa, raka saman og binda heyið. Góö rakstrarkona vareftirsótt. Henni varoftá tföum borgaö lcuigtum hærra kaup en almennt gerðist. Þaö var talið fullt verk kaupakonu aö raka á eftir sláttumanni, en þær sem voru mjög duglegar geröu oft langtum betur, en til þess þurfti mikinn dugnaö. Þegar heyiö var oröið þurrt, var það sætt. Kaupakonurnar rökuðu þvi saman og var það oft á tiöum mjög erfitt verk, sem kraföistmikilshraöa. Þó var erfiöast aöraka saman hálfþurru heyi, þegar þaö var sætt til aö verja þaö frá hrakningi. Þá reyndi oft á dug og kraft kvennanna. Sama var aö segja viö bindingu heysins. Þaö var mjög erfitt verk aö vera góö og fljót bindingakona. 2 En heyskapurinn lokkaöi til sin áöur fyrr ungt og hraust fólk. Hann bjó yfir ævintýrum heillandi og aðskiljanlegum. Hann bjó yfir ævintýrum heillandi En heyskapurinn lokkaði til sin áður fyrr ungt og hraust fólk. Hann bjó yfir ævintýrum heillandiog aöskiljanlegum. A stundum var legið frá bæjunum, slegið upp tjöldum á engjum langt frá heimilun- um. Þaö var oft heillandi lif i slikum við- lögum. Einnig var heillandi að vera á engjum, þó fariö væri heim á hverju kvöldi. Sérstaklega jókst rómantikin og seiðkraftur hins ókomna, þegar liða tók á ágúst, og fariö var aö skyggja, þegar fariö var heim á kvöldin. Ungtfólk sóttist mjög eftirþvi aö vera á engjum. Ekkert var eins heillandi I störf- um hins margbrotna sveitalifs eins og einmitt engjaslátturinn. A engjunum var fólkiö frjálst og ófjötraö. Þar var allt I lögum og lofum hins frjálsa lifs, óbundið og heillandi, en samt sem áöur I skorðum hins fasta og formlega lifs og siögæðis. Þar sem ekki var margt fólk frá bæjum viö heyskap, urðu karlmenn og kvenfólk aösofaisama tjaldinu, og kom þaö sjald- an aö sök. Þar sem fólkið var fleira, var haft sérstakt tjald fyrir hvort kyniö. Oft kom þaö fyrir, aö ungt fólk trúlofaö- ist á engjum viö heyskap, og eru ekki fá hjónabönd til komin af slikum kynnum. Fólk kynntist vel viö heyskapinn. Þaö varö aö vinna saman i nánu starfi, sér- staklega við bindingu heysins. Sama var aö segja viö slátt og rakstur. Oft var vinn- an skipulögð þannig á mannmörgum og stórum búum, aö kaupakona var látin raka eftir ákveönum kaupa- eða vinnu- manni, og þótti fara vel á þvi. En einmitt gegn um slika vinnu kynntust viökomandi og á stundum varö þaö til meiri og nánari kynna en vinnan ein gaf tækifæri til. Eitt af aöaleinkennum heyskapar áöur

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.