Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 34
að...jæja...sumar stúlkur halda að það skipti öllu máli bara að giftast. Hún roðnaði. Það vottaði fyrir reiðinni í rödd hennar: — Hvernig vogarðu þér að gef a í skyn að ég giftist Judson bara til að giftast? — Þarftu að misskilja allt sem ég segi? þrumaði hann. — Auðvitað held ég það ekki. Það er óhugs- andi! Þú ert ung og falleg og greind. Þú veist ekki...hvað ég met þig mikils, Mary. — Þakka þér fyrir David. Reiðin var horfin úr rödd hennar og hún var hljómlaus. — Ef þú ætlar að borða hádegismat á Catchart Park, held ég að þú ættir að fara núna. — Tuttugu mínútum síðar, þegar honum var vísað inn í dagstofuna á Catchart Park, sagði Pearl: — Ó, David, hvaðþaðer notalegtaðþúskulir vera kominn aftur! Hún rétti honum báðar hendurnar og lét hann kyssa sig á munninn. Hún virtist vera himinlifadi yf ir að sjá hann og talaði og hló mikið. Hún sagði að hann yrði að borða hjá þeim, af því pabbi ætlaði að gera áætlanir. Hún var mjög aðlaðandi, sagði hann við sjálfan sig. Þau gengu um garðinn eftir matinn og hann ók með henni til lítils þorps i grenndinni, þar sem þau drukkute. Þetta hefði áttað vera yndislegt síðdegi. Hann vissi ekki hvers vegna hann var ekki að hugsa um Pearl, heldur þá staðreynd, að Mary var trúlof- uð Judson Freeman. Þau sátu í fallega tesalnum, þar sem Pearl var að hella í bollana, þegar hann sagði loks: — Þegar ég kom aftur í morgun, heyrði ég ótrú- lega f rétt. Mary sagðist vera trúlof uð Judson Free- man. Pearl setti tekönnuna svo snöggt niður, að hún velti rjómakönnunni. — Já, ég...ég hef heyrt það, sagði hún. — Það er skrýtið, f innst þér ekki? spurði hann og hrukkaði ennið hugsandi. — Ég á við ég vissi ekki að þau þekktust svo vel. Hún yppti öxlum. — Þau búa á sama hótelinu. — Ég veit það, sagði hann. — En ég hefði ekki haldið að hann væri hennar manngerð. Þú skilur... ég þekki Mary mjög vel... eða hélt að ég gerði það. — Getur maður þekkt aðra manneskju? Ég á við raunverulega þekkt? Rödd hennar varð skyndilega beisk. Hann leit hissa á hana. Andlit hennar virtist hafa gjörbreytzt á nokkrum sekúndum. Bláu augun voru hörð og varirnar herptar saman. — Hvað er að, Pearl? Hún reyndi að herða upp hugann. — Ekkert. Ég var bara að hugsa um allt þaðskrýtna sem fólk ger- ir. Auðvitað kemur okkur það ekki við, hverri Jud- son kýs að kvænast eða Mary að giftast. — Auðvitað ekki, viðurkenndi hann. — Ég vona bara, að hún verði hamingjusöm. Mér þykir vænt um hana, hún er afar góð stúlka. — Já, það er hún, viðurkenndi Pearl. Hún velti fyrir sér, hvort hún ætti að segja honum, að þær væru systur, en fannst réttara að spyrja Maryf yrst. Þessa stundina langaði hana ekki til að sjá Mary. Það var skelfilegt að hafa fundið tvíburasystur sína, þótt vænt um hana skamma stund, en hata 34 hana siðan svo, að það nálgaðist líkamlegan sárs- auka. Þegar allt kom til alls var ágætt að þau höfðu öll svo mikið að gera næstu daga. Mary og Judson hitt- ust öðru hverju og f hvert skipti fullvissaði hann hana um að trúlofun þeirra væri það bezta sem hefði getað gerzt. Henni fannst hann ekki þurfa að sannfæra hana svo mikið,heldur einkum sjálfan sig. Hann var tekinn í andliti og virtist vera að leggja af. David ætti að vera hamingjusamur. I próf- kosningum kom í Ijós að hann hafði talsverðan meirihluta kjósenda með sér og farið var að ræða um brúðkaupsdaginn. En Mary tók eftir að hann var eirðarlaus og viðutan. Þegar hann las henni f yrir, f ann hún oft að hann horf ði á hana. — Mary...hann stansaði í miðju bréfi... hefurðu nokkurn tíma tekið eftir því, að þú óskar þér ein- hvers heitara en alls annars í þessum heimi og svo þegar þú færð það, er eins og það sé ekki svo merki- legt lengur? — Það held ég ekki. Hann hélt áfram með bréfið. Annað sem hún hafði áhyggjur af, var hvernig Jimmy Malden hafði brugðist við fréttunum um trúlof unina. — Ég heyri að þú sért trúlof uð sagði hann morgun einn, þegar þau voru að fara yfir póstinn. — Ég vona að þú þekkir sjálfa þig vel. Það er ekki mitt mál að segja þér, hvað mér finnst þetta kjánalegt af þér. Hún stokkroðnaði. — Mér þykir leitt að þér f innst að ég hagi mér eins og kjáni. — Nú gerirðu það ekki? Ég veit að það að trúlof- ast ödrum á að vera ágætis ráð við f orsmáðri ást, en það er það bara ekki og þetta á eftir að verða þér dýrkeypt reyns.'a. Hún var nógu reiö til að segja: — Mér þykir leitt að þú kannt ekki að mefa trúlofun okkar Judsons. — Kann að meta! Magurí andlitið umhverfðist í grettu. — Bjóstu við því, Mary? Allt í einu vorkenndi hún honum. — Ég er hrædd um að ég hafi ekki hugsað um það, Jimmy sagði hún lágt. — Ég get ekki ímyndað mérþað. — Þú hefur þó ekki hugsað þér að segja mér, að þú sért ástfangin af Freeman? — Okkur Judson geðjast mjög vel hvoru að öðru. — En ekki nóg til þess að þú viljir styðja hans málefni, sagði hann ögrandi. — Hvers vegna seg- irðu ekki upp starf inu og leggur þig alla fram til að hann sigri? Það mundirðu gera ef þú værir hiðminnsta ástfangin af honum. — Það væri ekki réttlátt gagnvart David. Hver ætti að taka við mínu starfi? Hann leit bara fyrirlitningaraugum á hana. — Helztu að þessi trúlofun yrði fil þess að David færi að sjá þig í öðru Ijósi? spurði hann loks. Aftur roðnaði hún. — Þú hefur engan rétt til að segja neitt svona. Auk þess er það hlægilegt. — Allt í lagi, ég skal f ara. Hann gekk út og skellti á eftir sér. En tíu mínútum síðar kom hann aftur. Hann var náfölur og leiður á svipinn. — Ég hafði Franehald

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.