Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 24
þegar pabbi og mamma fóru með þá bræðurna frá Bárðarbæ og niður i sveit. Og þegar Maria og Jósef fengu ekkert herbergi i gisihúsinu, var það býsna svipað þvi og þegar fólkið ofan úr dalnum fór i kaupstaðarferð og varð oftast að sofa i hlöðu, af þvi að það var hvergi hægt að fá herbergi á neinu gistihúsi. Pabbi og mamma höfðu oftar en einu sinni sett hann sjálfan, hann Tóta litla, upp i jötu, þegar þannig stóð á, og þar leið honum alveg prýðilega undir höfði Brúns. Já, þessa sögu skildi hann og kunni hana meira að segja næstum þvi utan að. En það var öllu lakara, þegar prestur fór að þylja ræðuna, sem var löng og mjög torskilin. Tóti sat alveg kyrr og reyndi að horfa á flökt- andi skin kertaljósanna, myndirnar yfir altar- inu og blessaða dagsbirtuna, sem kom hægt og hægt inn um kirkjugluggana litlu. Svo leit hann öðru hverju til pabba og mömmu, sem sátu hreyfingarlaus og hlustuðu, og til prestins, sem talaði hratt og með ýmiss konar látbragði. Já, hann gerði allt, sem hann gat til að halda sér vel vakandi. En þau höfðu farið svo snemma á fætur i morgun til að komast i tæka tið til kirkjunnar. Og nú urðu augnalok hans svo ákaflega þung, að það reyndist harla erfitt að halda þeim uppi. Og það var vist likt ástatt hjá hinum börnun- um. Að minnsta kosti lá Bárður endilangur i fangi mömmu, og Þyri litla svaf vært i faðmi Boggu. Bogga leit til hans og gerði sér fulla grein fyrir, hvernig honum leið. Hún laumaðist niður i vasa sinn og náði þar i kleinu, sem hún rétti honum, án þess að mikið bæri á, og hann dund- aði siðan við að borða i litlum bitum. Til allrar blessunar bjargaði þetta honum al- veg i þessum vandræðum. Það hefði verið reglulega skammarlegt fyrir hann, svo stóran strák, ef hann hefði sofnað i kirkjunni. Hann sá, að Gunnhildur var alltaf glaðvakandi. En hún bjó nú lika rétt hjá kirkjunni og hafði áreiðanlega sofið tveimur klukkutimum lengur en hann. Og var þetta þá nokkur þrekraun fyrir hana? En þó vaknaði Tóti raunar ekki til fulls, fyrr en presturinn fór að tala á ný, þannig að hann skildi, hvað hann sagði. ,,Við höfum vissuleg margt að þakka þennan morgun,” sagði presturinn. ,,Nú fer blessuð birtan smámsaman að aukast á ný, og okkur ber að þakka, að enginn hefur látið lif sitt í 24 myrkri og sviptibyljum skammdegisins. Þó munaði minnstu, eins og ykkur er kunnugt að Jóhannes á Þúfu hyrfi frá okkur, þegar hann var að sækja lækni handa Ingiborgu gömlu, og stórhriðin mikla skall yfir. En hamingjunni sé lof, að hann komst heill úr þeirri raun. Og okk- ur ber að þakka, að snjóflóðin hafa ekki að þessu sinni tekið með sér fólk og fénað. Við skulum vona, að við njótum lika slíkrar náðar, það sem eftir er vetrar.” Allt var kyrrt og hljótt. Flestir, sem sátu i kirkjunni, höfðu orðið fyr- ir erfiðri reynslu af einhverju tagi, og Tóta varð hugsað til þess, hve litlu munaði að illa færi fyrir ömmu og honum. ,, Já, þökk fyrir það að við fundum ömmu svo fljótt og þökk fyrir það að Bogga fann mig i tæka tið, áður en illa færi,” sagði hann fljótt i hljóði. Þvi næst söng söfnuðurinn siðasta sálminn, og morgunguðsþjónustunni var lokið. Klukkurnar hringdu á ný, og svo gengu allir út og fögnuðu blessaðri sólinni, sem var rétt i þessu að gæjast upp fyrir fjallið. Kirkjan var reist á þeim stað i sveitinni, þar sem sólar naut fyrst og lengst. Dráttarhestarnir drupu syfju- lega höfði og mauluðu fóður úr pokum, sem bundnir höfðu verið um höfuð þeirra. En þegar fólkið kom úr kirkjunni, vöknuðu þeir til fulls, hneggjuðu og hristu sig, svo að bjöllurnar hljómuðu hátt... Kirkjugestirnir genu nú um stundarkorn og óskuðu hver öðrum gleðilegra jóla. Og Tóti gekk til Þyri litlu, sem hallaði sér fast upp að Boggu og hafði næstum þvi falið sig i pilsinu hennar. ,,Ég óska þér gleðilegra jóla,” sagði hann, eins og hinir, og tók i hönd hennar. Hann vissi raunar ekki, hvernig á þvi stóð, að hann skyldi hafa hugrekki til að gera þetta, en hann langaði bara mikið til þess, af þvi að hún hafði verið svo hræðsluleg og einmana, þegar hann sá hana á prestsetrinu i haust. Þyri litla leit til hans og hneigði sig, og Tóti fór hreint og beint hjá sér, þvi að hún var fyrsta stúlkan, sem hafði hneigt sig fyrir honum. En Bogga tók utan um hann, horfði blíðlega i augu hans og sagði brosandi: ,,Við óskum þér líka gleðilegra jóla, Tóti minn.” Siðan bjóst fólkið til ferðar og innan skamms lögðu þau af stað upp í Stóradal. Jón litli og foreldrar hans óku á undan, en þau komu rétt á eftir. Sleðarnir voru svo nærri

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.