Heimilistíminn - 12.02.1978, Síða 14
Afskornum blómum er
venjulega komið fyrir í
blómavösum, og oftast eru
þeir ógegnsæir. Hér á mynd-
unum hef ur þó verið brugðið út
frá þessari venju, og það sem
meira er, blómaskreytinga-
maðurinn hefur notfært sér
sérstaklega að krúsirnar, sem
blómin hafa verið sett í, eru
gagnsæjar.
Rauðir túlipanar eru á einni
myndinni. Þeir eru í ferkant-
aðri glerkrukku. ( botninum
eru hvítir margbreytilegir
steinar, og vatnið er ekki einu
sinni látið fljóta yfir steinana.
Græn grein er með rauðum
túlipönunum, og fer þetta
mjög vel.
Og svo er annar vasinn-----
stór glær krukka. ( henni eru
gulír túlipanar, grenigrein og
skrautgrein. Einn stór og mik-
ill steinhnullungur er í krukk-
unni, og fyllir alveg út í hana.
Einnig í þetta skiptið er vatnið
aðeins látið ná hálfa leið upp á
sfeininn.
Þriðji vasinn er stærri um
sig, eiginlega þríhyrndur, þótt
hornin séu hvert um sig ávöl.
1
I