Heimilistíminn - 12.02.1978, Side 16
Er til uppskrift að góðri barnabók?
Framhald af bls. 5.
Martinssoneinu sinni. Viö getur ef til vill
sættokkur munbetur við hann í ævintýra-
formi.
— Hvernig er að vera elskuð og þekkt
um allan heim?
— Égfinn ekkert fyrir þvi, að vera fræg.
Mér finnst þessi frægð varla koma mér
við. Mér likar að vera ein, og nýt ein-
verunnar. Peningar hafa heldur aldrei
haft nein áhrif á mig. Hvað þá snertir er
ég lík Linu langsokk. Ég hefði getað fyllt
Sviþóð af álls konar hlutum tileinkuðum
Linu langsokk, en ég hef hafnað sllkri
HVAÐ VEIZTU
1. Hvar er hláturfuglinn þjóðar-
tákn?
2. Hver hefur skrifað skáldsöguna
Ada Wilde?
3. Hver eða hvaö var Cerberus?
4. Hvaöa tróarsöfnuð stofnaði
William Booth?
5. Þegar Friðrik VIII heimsótti Is-
land áriö 1907 var háð kappglíma
á Þingvöllum, sem kölluð var
konungsgllma. Hver sigraði i
þeirri keppni?
6. Hvaða land dettur ykkur fyrst I
hug, þegar þið heyrið nafnið Svo-
boda nefnt?
7. Hvar er stærsta álverksmiðja I
Noregi?
8. Hvar eru höfuðstöðvar frétta-
stofnunnar TASS?
9. Hvaða tónskáld eru stundum
kölluð: Hin stóru B?
10. I hvaða landi var Nefertiti
drottning?
Lausnin er á
bls. 39
sölumennsku. Éghef einungis samþykkt,
að framleiddir væru hlutir tileinkaðir
Linu, hlutir, sem börnhafa nii þegar undir
höndum, eins og til dæmis púsluspil og
álika. Mig hefur aldrei langað til þess eða
haft þörf fyrir að vinna mér inn milljónir.
Ekkert kemur i stað bókarinn-
ar
— Getur bókin haldið velli, eftir tilkomu
sjónvarpsins?
— Já, það getur ekkert komið I stað bók-
arinnar. Ég hef sjálf mjög gaman af að
sjá myndir, og þess vegna skii ég mynda-
hungur barna En öllu má nú ofgera eins
og t.d. I Bandarikjunum þar sem börnin
sitja allan liðlangan daginn fyrir framan
sjónvarpið. Mérþykir annars sjálfri gam-
an að horfa á söguhetjurnar minar f sjón-
varpinu, meira að segja þótt þær séu ekki
nákvæmlega eins og ég hafði hugsað mér
þær. Við að sjá þær á sjónvarpsskermin-
um renna þær saman við mina eigin hug-
mynd. Annars má segja, að Lina i sjón-
varpinu var nákvæmlega eins og ég hafði
hugsað mér hana.
Barn sem sekkur sér niður í lestur bók-
ar i einrúmi myndari huga sér sinar eigin
persónurogmyndir,ogþær eruengu öðru
likar. Þetta hef ég sjálf upplifað. Sjón-
varpið getur aldrei komið i staðinn fyrir
slikt. Bókanna er þörf til þess að vekja
hugmyndaflugið og sköpunargáfuna.
Ævintýrið getur orðið til þess að skapa
undirstöðu þess, sem framtíðin byggist á.
— Ert þú sjálf Lina?
— Sjálf er ég stilltari og ráðsettri mann-
eskja, en barnið lifir enn í mér.
— Sagt er að H.C. Andersen hafi ekki
verið sérlega hrifinn af börnum. Þykir
þér börn skemmtileg?
— Já, svosannarlega. Börnerusvo ólik
að maður getur ekki elskað þau öll, en
barnið i sjálfu sér, er eitthvað það dásam-
legasta sem skaparinn hefur fundið upp.
Þfb
Hvaöa þetta? bílamerki eru
1 Opel, 2. Volkswagen, 3. Merce-
des, 4. Audi.
Lausn á talnaþraut
í
6 9
7 5
3 8 4 2
Það getur verið gott að eiga
eitthvað til þess að vef ja utan
um sig, ef kalt er úti. Stykkið
er breiðast að aftan, en mjórra
að framan, þar sem það er
lagt í kross. Þetta sérkenni-
lega sjal má annaðhvort hnýta
eða hneppa að aftan. Sjalið er
prjónað úr garni, sem er á
litinn Ifkt islenzkum hvítum
lopa.
Þessi uppskrift á að passa öllum
stærðum.
Prjónar nr. 5. eru notaðir og garn-
grófleiki þannig, að 18 lykkjur og 32
umferðir séu 10 cm.
Munstur: Kaflar: Umferð 1: 4
réttar = kantur +6 r, 4 rangar-|-, endið
með 6 réttum, +4 réttum = kantur.
önnur umferð: 4 réttar 4-kantur +6
rangar, 4 réttar-t- enda með sex
röngum, 4 réttum = kantur. Prjónið 1.
og aðra umferð tvisvar sinnum aftur.
Sjöunda umferð: 4 réttar = kantur.
1 rétt, 4 rangar, 5 réttarj-enda með 1
réttri, 4 röngum, 1 réttri, +4 réttum =
kantur.
Attunda umferð: 4 réttar = kantur
-t^l röng, 4 réttar, 5 rangar,-t- enda
með 1 rangri, 4 réttum, 1 rangri, 4
16