Heimilistíminn - 12.02.1978, Síða 18
SVISSNESK
HNETUKAKA
I þessari hnetuköku eru eftirtalin
efni: 2 egg, 1 3/4 dl. sykur 2 1/2 dl.
hveiti, 150 grömm heslihnetukjarnar
(2 1/2 -3 dl.)
Hrærið egg og sykur vandlega. Bæt-
ið hveiti og hnetukjörnum út i. Hellið
deiginu i aflangt form, sem tekur ca. 1
litra Bakið hana siðan við veikan hita,
ca. 150 stig i ca. 50 minútur.
Leggið voiga kökuna i raka þurrku
og látið hana vera þannig innvafða i
fjóratil fimm klukkutima. Kakan má
lika vera þannig innvafinn yfir nótt-
ina, ef stykkið helzt rakt nógu lengi.
Skerið kökuna svo niður i þunnar
sneiðar og notið til þess beittan hnif.
Leggið sneiðarnar á ofnplötuna og
setjið inn i ofninn, ca 225 stiga heitan
og þar eiga þær að vera þar til þær eru
orðnar Ijósbrúnar.
V.
18
POTTRÉT
EINNIG H
Pottréttir hafa ekki verið
mikið notaðir hér á landi
þótt vinsældir þeirra fari
heldur vaxandi. Þeir likjast
ef til vill að vissu leyti kjöt-
súpunni okkar eða bauna-
súpunni, en munurinn er að-
eins sá, að soðið er ekki skil-
ið frá, heldur er allt borið
fram i einu lagi, og rétt-
inum ausið upp á disk, bæði
grænmeti, soði og kjöti.
Það þarf ekki að vera mikið fyrir-
tæki að ráðast i að búa til góðan pott-
rétt til dæmis fyrir einhverja veizlu,
jafnvel þótt gestirnir verði nokkuð
margir. Það eina sem breytist er
magnið. Þvi meira af kjöti og græn-
meti, þeim mun fleira sem fólkiö er.
Timinn, sem fer i að búa til réttinn er
alltaf álika langur. Pottréttir geta lika
verið dýrir og ódýrir eftir þvi hvaða
efniþið veljið i þá. Stór kostur við pott-
rétt er, að hann er tekinn beint af plöt-
unni og settur á matborðið, og hann
ætti þvi' að geta verið rjúkandi heitur,
þegar matarveizlan hefst. Með honum
er heldur ekki boriö fram svo margt
annað, aö engin hætta er á þvi að
helmingurinn af matnum sé orðinn
kaldur, eða hálfkaldur, þegar byrjað
er að borða.
Og svo koma hér þrir einfaldir pott-
réttir. Þið getið breytt til hvað snertir
grænmetið, sem stungið er upp á. Tak-
ið það sem þið eigið i skápnum, eða það
sem auðveldast er að fá i verzlunum,
hverju sinni. Gætið þess aðeins að
sjóða það ekki of lengi. Setjið það
seinna út i, ef það þarf minni suðu, en
það, sem hér er talað um.
V etrarpottréttur
300 gr. gúllasbitar, 1 tsk. salt, 1 lár-
berjablað, 5 kryddpiparkorn, 1 litil
rófa, 2 stórar gulrætur, 2 laukar, 6
kartöflur, 4 dl af kjötsoði, má vera af
teningum, persille.
Haf ið kjötbitana ekki of stóra. Brún-
ið þá og kryddið, og hellið siðan ten-
ingasoðinu yfir þá. Látið þá sjóða i 30
f