Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.02.1978, Qupperneq 38

Heimilistíminn - 12.02.1978, Qupperneq 38
II I I l l náttúrunnar » Til eru maurar, sem í raun og sannleika eru mestu fyrirmynd- ar garðyrkjumenn. Þeir rækta sveppi lengst inn í mauraþúfun- um sínum og lifa svo á uppsker- unni, þegar fram líða stundir. Blaðskurðarmaurinn, sem til- heyrir Attini-ættinni lifir i hita- belti Ameríku. Með hinum beittu tönnum sínum skera þessir maurar þríhyrninga úr laufblöð- um og bera svo bitana yf ir höfði sér eins og sólhlífar. Þess vegna hafa þeir meðal annars verið kallaðir Sólhlífamaurar. Lengi vel héldu menn, að maurarnir notuðu blaðbitana sem fæðu, en strax árið 1874 sýndi enski vísindamaðurinn Thomas Bell fram á það eftir athuganir, sem hann gerði í Nicaragua, að maurarnir unnu á blöðunum, sem þeir fluttu heim til sin með kjafti og fótum og möluðu þau eiginlega niður. Blaðsallanum komu þeir svo fyr- ir í mauraþúfunum sínum, og áð- ur en langt leið voru þau orðin að jarðvegi fyrirsveppi. Heill ger af litlum garðyrkjumaurum gætir garðsins og hreinsar meira að seqja burtu illqresi. Ræktunin er unnin kerfisbund- ið og eftir ákveðinn tíma mynd- ast „rófur", sem maurarnir og lirfurnar lifa á. Þessi tegund maura myndi deyja út, ef þeir ekki hefðu þessa 'sérstöku fæðu strax eftir fæðingu. Þess vegna taka kvenmaurarnir ætið með sér græðlinga úr sveppagarðin- um, þegar þeir flytjast búferlum og byggja sér nýja mauraþúfu. Þar er svo plantað út á nýjan leik. Ef mauraþúfan eyðileggst, og maurarnir verða að leggja á flótta, taka þeir ekki einungis með sér lirfurnar heldur líka sveppagróðurinn til þess að geta hafið ræktunina á nýjum stað. Hvaða bílamerki eru þetta? Hér sérð þú fjögur merki sem öll eru á mjög þekktum biltegundum Gctur þú munað hvaða merki er á hverri tegund? Það var lftil norsk stúlka, sem sendi ínn þessa teikningu og gátu til norsks dag- blaðs. Kannski eitthvert ykkar gæti búið til álika þrautir fyrir okkur. Við hefðum mjög gaman af að birta þær. Sjá lausn á bls. 16 Talnaþraut Setjið tölurnar frá 1 f 9 i reitina f þessum þrihyrningi, þannig aö tölurnar fjórar á hverri hlið þri- hyrningsins séu samanlagt 17. 38

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.