Heimilistíminn - 19.03.1978, Síða 9
Móðir EDiE D$0 S$IÐAST LIÐINN
VETURÓ b$A 81 árs að aldri. Þá fóru
sparipeningarnir, sem Edie hafði önglað
saman i gegnum árin, um 5000 dollarar,
og sömuleiðis það fé,sem þær mæðgurnar
hfeðu fengið fyrir kvikmyndina. Rikið sá
um, að það fengi sinn löglega skerf af
þessum peningum. Þá gaf Edie 20 af kött-
um sinum, lettist um 25 pund, tók sig til og
þreif húsið og bauð það til kaups hverjum
þeim, sem vildi borga 500 þúsund dollara
fyrir það. Enginn kom. — Það er enginn
hætta á að maður fái taugaáfall, ef maður
hefur um nóg að hugsa, sagði Edie.
Þá kom vinur hennar til skjalanna, og
kom þvi tiLeiðar, að hún fengi að koma
fram i klúbbi i New York, Reno Seeney,
þar sem Diane Keaton, Captain & Tenn-
ille og Odetta hafa fengið að sýna hvað I
þeim býr. Enda þótt móðir hflnnar léti
þau orð falla i myndinni, Grey Gardens,
að hún syngi svo illa, að hún yröi að gera
allt sem hún gæti til þess að draga athygli
fólksins frá söngnum með einhverjum
kjánaskap, þá lét Edie orð hennar sem
vind um eyrun þjóta. — Ég geri þetta
vegna þess, að ég þarf á peningunum að
halda.
Næturklúbburinn i Greenwich Village
getur tekið á móti 200 gestum, og þar var
allt yfirfullt, þegar hún kom fyrst fram.
Edie fékk 7 dollara fyrir hvern gest, og I
næsta skipti samdi hún um að fá 10 doll-
ara á gest. Áheyrendur fögnuðu henni vel,
þegar hún söng Tea for Two, As Time
Goes By og tvö lög, sem hún sjálf hafði
samið. Hún lengdi sýningu sina um hálf-
tima með þvi aö svara skriflegum spurn-
ingum frá áheyrendum. (Hvað finnst þér
um sjónvarpið? Það er stórkostlegt, ef
eitthvaö voðalegt kemur fyrir i landinu!)
Klúbbeigandinn, Jim Maxcy, var svo-
litið hræddur við, að Edie myndi detta
einhver vitleysa i hug, og framkvæma
hana óhugsað. Hann varaði hana við af-
leiðingunum af sliku, og sagði: — Ef þú
gerir einhverja vitleysu læt ég þig koma
fram I öfugum fötunum.
Edie kom fram iklædd blóðrauðum kjól
með rauö plastlauf. Hún sagði áheyrend-
unurn, að hún hefði búið þennan búning til
úr gömlum fötum af móöur sinni. (—Per-
sónulega finnst mér blátt miklu fallegra,
sagði hún svo.)
Þegar Edie er nú ekki að skemmta býr
hún i Grey Gardens. Þarna sem hún ráfar
um sali og ganga lætur hún sig dreyma
um það, að einn góðan veðurdag geti hún
ef tii vill breytt húsinu i næturklúbb. —
Fólk heldur aö ég sé búin að lifa lifinu, en
það er ekki rétt, hvislar hún. — Þetta er
næsta harðneskjulegt. Égeralls ekki orö-
in gömui. Ég veit ekki nokkurn skapaðan
hlut.
Segja má, að lif henar likist ljóði í söng-
leik. Hver veit nema hún eigi eftir að
syngja það sjálf.
Þfb
Edie er sextug, en hún segist enn vera ung, og eiga margt eftir ólært og ólifaö.
Fjölskyldan hefur skammazt
sin fyrir Edith vegna framkomu
hennar og fátæktar, og nú
syngur hún i næturklúbb i
Greenwich Village
9