Heimilistíminn - 19.03.1978, Síða 12
Hannes Stephensen I þeirra hópi og haföi
ákveðnust og mestu áhrifin.
Séra Hannes hafði mikil áhrif i héraði
sinu. Hann hélt fundi meðal kjósenda
sinna og hvatti þá til þátttöku i stjórnmál-
um. Talið er að árið 1850 hafi 40 manns
sótt Þingvallafund úr Borgarfjarðar-
sýslu. Sama var um aðra Þingvallafundi.
Borgfirðingar sóttu þá mjög vel.
Eins og nærri má geta, þótti dönsku
stjórninni og umboösmönnum hennar nóg
til um skoöanir og framkvæmdir séra
Hannesar. Meðan þjóðfundurinn stóð yfir
sumarið 1851, sendi danska stjórnin hing-
að herlið, sem var tilbúið til árásar, ef á
þyrfti aðhalda. Þetta var i fullu samræmi
við það, sem gerðist með sams konar
samkomur íEvrópu á þessum árum. Viða
ilöndum hafð verið stofnað til funda til aö
gera tillögur um frjálsi. stjórnarfar.
En þær leystust flestar upp með þvi að
herlið rauf þær, og uðru sumstaðar blóðug
átök. En til sliks kom ekki á Islandi, enda
voru litlir möguleikar til þess að slikt gæti
orðið.
En hins vegar gekk sú saga að Trampe
greifi og stiftamtmaður hafi svo fyrir
mælt við hina dönsku hermenn, er hér
dvöldu um skeið um sumarið, að ef til
slikra óspekta kæmi, þá ættu þeir fyrst að
skjóta þrjá menn, helztu fyrirliða þjóöar-
innar, og einkenndi hann þá svo: þann
grá, það var Jón Sigurðsson, þann halta,
það var Jón Guðmundsson og þann feita,
en það vár séra Hannes Stephensen.
Siðasti Þingvallafundurinn, sem séra
Hannes Stephensen sat var árið 1852 og
voru þá mættir með honum 32 menn úr
Borgarfjarðarsýsíu. Hann setti þennan
fund og þakkaði fundarmönnum fyrir
góða samvinnu á undanförnum árum og
árnaöi þeim heilla. A þessum fundi var
það ráðið, að gefið skyldi út róttækt blað
er túlkaði skoðanr frelsishreyfingar þjóð-
arinnar. En það var Þjóðólfur, sem
nokkrir menn keyptu þá um haustið. Séra
Hannes Stephensen og kona hans, Þórunn
Magnúsdóttir Stephensen bjuggu góðu búi
og voru veitingasöm og miklir höfðingjar
i héraði. Þau áttu þrjú börn:
1. Guðrún fædd 25. júli 1827. Hún varð
fyrsta kona Jörgens Péturs Havsteins
amtmanns nyrðra.
2. Ragnheiður dó tveggja ára.
3. Magnús dó við laganám i Kaup-
mannahöfn. Séra Hannes Stephensen dó
29. sept. 1856. En Þórunn kona hans 16.
júní 1876.
Séra Hannes Stephensen var mikilhæf-
ur maður á öllum sviðum er hann starfaði
á. Hann er mestur i minningunni af störf-
um sinum á sviði stjórnmálanna og hans
verður alltaf minnzt af þjóðinni, sem ein-
hvers mikilhæfasta baráttumanns hennar
fyrir frelsi og bættri stjórnskipan á fyrstu
árum hins endurreista alþingis.
Hann var maður breyttra tima i land-
inu, frjálslyndis og frihyggju. Hann kunni
alira manna bezt aðhalda á máli sinu, svo
12
^wvinir
Óska eftir að skrifast á við stelpur og
strák á aldrinum 13 til 17 ára. Sjálf er
ég 14 ára. Ahugamál: hestar, iþróttir
dans og söngur. Mynd fylgi fyrsta
bréfi ef hægt er. Svara öllum bréfum.
Begga Jónsdóttir,
Kraunastöðum,
641 Aðaldal, S. Þing.
Við undirritaðar óskum eftir penna-
vinum á öllum aldri. Hárlokkur og
mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er.
Sigriður Alfreðsdóttir,
Fremri Hlið,
690 Vopnafirði.
Sigurbjörg Kristin Guðmundsdóttir,
Hauksstöðum
690 Vopnafirðá.
Ég óska eftir pennavinum á aldriin-
um 13 til 14 ára, stelpum eða strákum.
Svara öllum bréfum, ef hægt er.
Róbert Ingimundarson,
Egilsbra'ut 18
Þorlákshöfn.
Okkur langar að eignast pennavini,
stráka ogstelpur, 13 til 15 ára. Ahuga-
mál okkar eru: sund, strákar, böll,
popplög og margt, margt fleira. Mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Anna Maria Jonsdóttir,
Reynivöllum 6,
SOOSelfossi.
það hefði áhrif, kunni að me'ta stöðu sina,
hæfileika og þjóðfélagslega aðstöðu, svo
að áhrif hans yrðu sem allra mest. Stétt-
arbræður hans tóku hann sér til fyrir-
myndar, og það varð hrðður þeirra og
gæfa að feta i fótspor hans, og marka með
þvi nýjan dag að eyktuin i framförum
landsins. Margir prestar hafa setið á al-
þingi, og eiga eftir að sitjgi þar. Þeir munu
aldrei bregðast þjóð sinm, taki þeir hann
til fyrirmyndar.
Heimildir.
Sighvatur Grimsson F.íorgfirðingur,
Páll Eggert ólafsso'n, Jón Sigurðsson,
Sverrir Kristjánsson, Hugyekja til tslend-
inga o.fl.
)
1
Guðrún Halldóra Sigurðardóttir,
Fossheiði 15,
800 Selfossi.
Mig langar til að skrifast á við stelp-
ur og strák á aldrinum 15 til 17 ára.
Ahugamál eru: Skemmtanir, böll, úti-
legur og margt fleira. Mynd óskast
með fyrsta bréfi, ef hægt er.
Bryndis Svavarsdóttir,
Skógargötu 5B,
Sauðárkróki.
Okkur langar að skrifast á við
krakka á aldrinum 12 til 14 ára.
Ahugamál: Popp, strákar og fleira.
Vilborg Eiriksdóttir,
Miðengi 1,
Selfossi.
Herdis Halla Ingimundardóttir,
Laufhaga 12
800 Selfossi.
Óska eftir pennavinum, strákum og
stelpum á aldrinum 12 til 13 ára. Verð
sjálf 13ára á árinu. Ahugamál: Iþrótt-
ir, sund, dans og m.fl.
Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er.
Þórhalla Karlsdóttir,
Lerkilundi25
Akureyri.
Mig langar að skrifast & við stráka
og stelpur á aldrinum 12 til 15 ára.
Sjálf er ég að verða 13. Ahugamál
mörg, t.d. dýr og frimerki og fl. Svara
öllum bréfum.
Vigdis Hauksdóttir,
Stóru Reykjum,
801 Selfossi.
Hvað má ég svo gefa yöur til þess
að fá að kyssa yöur? Vatn.