Heimilistíminn - 19.03.1978, Síða 13
Pöpp-körmð
SONGVARINN HEPUR
VERIÐ BLINDUR
ALLT FRÁ FÆÐINGU
Feliciano — nafnið þýðir
,,Hinn hamingjusami” en
þvi miður hefur ekki alltaf
hamingjan leikið við
Bandarikjamanninn, sem
þetta nafn ber. Jose Fel-
iciano fæddist blindur — og
það eru örlög sem ekki eru
léttbær.
Þegar i æsku sýndi Jose
óvenjulega tónlistarhæfi-
leika. Fyrsta hljóðfærið
hans var tómt kökubox, sem
hann trommaði á og fylgdi
með taktinum i lögunum,
sem frændi hans söng fyrir
fjölskylduna.
Þegar Jose var sex ára gamall fékk
hann sinn fyrsta gitar, og hann kastaöi
sér yfir hljóöfærið með miklum fitons-
krafti og áhuga. Hann læröi af sjálfum
sér að spila á gitarinn, og nii i dag er
hann jafnþekktur fyrir gitarleik sinn
sem hann er fyrir söng sinn og fallega
söngrödd. Hinnungi Jose var svo ákaf-
ur i að æfa sig, að mamma hans var að
neyða hann til þess að leggja frá sér
hljóðfærið, þegar komið var að hátta-
tima hjá honum Nú leikur hann einnig
á banjo, bassa, mandolin, munnhörpu,
pianó og orgei, auk þess sem hann
hgldur enn tryggð við gitarinn.
Jose Feliciano fæddist á Puerto
Rico, en fjölskyldan fluttist til New
York, þegar Jose var enn mjög ungur.
Hann á sjö systkini.
Hann kom fyrst opinberlega fram á
E1 Teatro Puerto Rico i spænska Har-
lem i New York. Þessi niu ára gamli
blindi drengur vakti mikinn fögnuð og
athygli og varð aö syngja og spila
mörg aukalög.
Plötuframleiöendur uppgötvuðu
hann fyrst árið 1963, þegarhann söng i
litlum klúbbi — Gerde’s Folk City — i
Greenwich Village. Arið eftir vakti
hann geysilegan fögnuð áheyrenda á
Newport Folk Festival.
Þegar eftir að fyrsta platan með
honum kom á markaðinn sögðu gagn-
rýnendur að Jose Feliciano ætti eftir
að verða heimsfrægur söngvari. Það
tók heldur ekki langan tíma fyrir hann
að ná þvi marki. Light My Fire, The
WindmiUs Of Your Mind, Hey Baby,
Ole Turkey, Buxxard, California
Dreamin’, First of May, Miss Otis Re-
grets, Rain og No Dogs Allowed eru
nokkur af vinsælustu lögunum hans.
Siðastnefnda lagið var skrifað eftir
hljómleikaferð,sem Jose Feliciano fór
til Englands, en þar varö hundurinn
hans, sem leiðir hann um allt, að fara I
sóttkvi, þegar þeir komu til landsins.
Auk áðurnefndra laga hefur Jose
Feliciar.o leikið inn á fjölmargar plöt-
urog þá aðallega alls konar bandarisk
lög.