Heimilistíminn - 19.03.1978, Síða 23

Heimilistíminn - 19.03.1978, Síða 23
frá sér, og svo mætti hún Hugh, þar sem hann var að ryðja sér braut til hennar. Hún var hvit i framan og hana svimaði. — Barbara! Þú veizt þetta þá? Hún kinkaði kolli. Guð minn góður! Hann tók i handlegginn á henni og dró hana með sér. Hún gerði sér tæp- ast grein fyrir þvi, sem fram fór i kringum hana, en fann að Hugh hélt henni uppi. — Hvenær gerðist þetta? spurði hún, og henni svelgdist á orðunum. — Reyndu að tala ekki um það. — Ég verð að gera það. Ó, Fran! Hún fór að gráta biturlega. í bilnum var hún hljóð og áhugalaus. Hún sá allt ljóslifandi fyrir sér, sem staðið hafði i blað- inu. HILTON HJÚKRUNARKONA FREMUR SJÁLFSMORÐ. Þegar þau komu i ibúðina fór Hugh með henni inn og settist niður við hlið hennar. — Segðu mér nú frá þessu, sagði hún. — Þetta gerðist skömmu áður en ég lagði af stað til þess að ná i þig. Það er næstum kald- hæðni örlaganna, en það var John Davidson, sem fann hana i þvottaherberginu hjá skurð- stofunni. Hvers vegna kaldhæðni örlaganna? — Vegna þess að það var Davidson, sem hafði kært Fran fyrir framkomu, sem ekki sæmdi hjúkrunarkonu. — Doktor Davidson? Hugh gekk fram og aftur um herbergið, mjög órólegur. — Við vissum öll, að Fran var að gera vit- leysu, hvað við kom Foster. Hann hefur aldrei látið undan, allt frá þvi hann varð hrifinn af henni i fyrrasumar, þegar hún annaðist hann. Það verður að taka tillit til aðstæðnanna. Fost- er er huggulegur maður, og ekki hamingju- samur. Ef til vill hafði hún meðaumkun með honum. — Hann þurfti þó ekki að eyðileggja lif henn- ar, sagði Barbara biturlega. Hann kom og kraup á kné fyrir framan hana. Svo tók hann utan um höfuð hennar með báðum höndum. — Vina min, ástin er ekki alltaf eitt- hvað fallegt. Ástin getur verið hörð og grimm á stundum. Hún getur verið hvort sem er himinn eða helviti. Fran urðu á hörmuleg mistök. Það er enginn maður þess virði, sem hún gerði fyrir hann. — Hún talaði við mig um þetta fyrir skömmu, sagði Barbara. Það var þægilegt að hafa Hugh iijá sér og finna nærvist hans, en þegar hann fór að taka þéttar utan um hana, losaði hún sig. — Það er allt i lagi með mig, sagði hún, og reyndi að komast hjá þvi að horfa i augu hans. — Góði Hugh, ég held ég vildi helzt vera ein. Hann reis á fætur, hálfklaufalegur, beygði sig svo niður og kyssti hana i kveðjuskyni. Barbara barðist gegn lönguninni til að þrýsta sér fast að honum. Fimmti kafli. Bróðir Fran kom til þess að flytja lik hennar heim til heimabæjarins i Alabama, Hann var hávaxinn og virtist óhamingjusamur og liktist á engan hátt systur sinni. Hann var ekki mál- gefinn og vildi alls ekki ræða það, sem gerzt hafði. Hann sagði einungis, að hann hefði ekki séð Fran I allmörg ár og hún hefði sjaldan skrifað honum. Barbara sjálf var heldur alls ekki i skapi til þess að ræða þetta hörmulega atvik, sem hafði verið alalumræðuefni allra á Hilton General allt frá þvi það gerðist. Barbara vissi, að Fran myndi fljótlega gelymast. Dauði og sorg voru hversdagslegir hlutir á sjúkrahúsinu. Hún gat tæpast hugsað sér að fara og sjá likið i likhúsinu, en henni fannst þó, að hun yrði að sjá Fran i siðasta skipti, enda hafði henni þótt mjög vænt um hana. Stúlkan, sem lá þarna i kistunni, liktist á engan hátt stúlkunni, Fran Harrison, sem hafði búið með henni, stúlkunni, sem hafði verið svo fjörug og kát. Fran hafði verið allt of ung til þess að deyja, hugsaði Barbara bitur. Hún sneri sér undan, en nam svo staðar til þess að lesa á kortin á blómunum, sem voru við hlið kistunnar. Þarna voru blómin frá henni sjálfri, blómvöndur, sem lét litið yfir sér. Stór vöndur frá hjúkrunarkonunum, hvitar chrys- anthemur frá Hugh. Rauðar rósir voru þarna, geysilega stór vöndur, ilmandi og fallegur. að var ekkert kort með þessum rósum. Þegar Barbara ætlaði að fara út úr herberg- inu kom maður inn, en nam staðar við dyrnar. Hún snarstanzaði þegar hún bar kennsl á Bry- an Foster. Hann stóð i vegi fyrir henni, svo hún komst ekki fram hjá honum, og það var bæn i augum hans. 23

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.