Heimilistíminn - 19.03.1978, Síða 26

Heimilistíminn - 19.03.1978, Síða 26
i Hjartalinurit tekið af feitri sirkus-frú Camela er sirkus-fill. Hún hefur átt það til að undanförnu að fá mikil svimaköst og nú fyrir skömmu var ákveðið að kanna þetta nánar og til þess var tekið af henni hjartalinu- rit. Camela var látin fara inn i hringinn og þar átti aö taka linuritið. Hún er mjög félagslynd og þótti þvi rétt að hinir filarnir i hópnum færu með henni og yrðu henn til trausts og halds meðan á rann- sókninni stæði. Alls konar virar voru tengdir við Camelu sem er sjö ára gömul og sérfræðingur frá Belle Vue. sjúkrahús- inu i Manchester tengdi virana viö mælingatækin. Það þurfti að bera hvorki meira né minna en þrjá sékki af gulrótum að Camelu áður en hún varð nægilega róleg til þessað hægt væri að hefja rannsóknina en gulrætur er uppáhalds fæða hennar. Camela gerði mönnum heldur erfitt um vik. þvi aö hún var alltaf að reyna eitt- hvað að vasast i tækjunum með stóra ran- anum sinum. 26 Þessi stóri fill hefur alltaf verið mjög lifsglaður og fjörugur en undanfarna mánuði hefur þó heldur dregið Ur kætinni Filar eru venjulega mjög öruggir i gangi en fólk hefur tekið eftir þvi að svo hefur ekki verið með Camelu og hefur helzt litið út fyrir að hún fengi alvarleg svimaköst þegar hún hefur verið inni i hringnum og átt að skemmta þar sirkusgestum. Hjartarannsóknin og ýmsar fleiri at- huganir hafa nU verið gerðar til þess að reyna að komast að orsökum slappleika Camelu. Þetta mun vera f fyrsta skipti sem hjartarannsókn sem þessi er fram- kvæmd á fil og stjórnaði dýralæknir i Manchester, Andrew Greenwood rann- sókninni. Camela vegur eitt tonn og hefur skemmt sirkusgestum i fimm undanfarin ár. HUn hefurhaldið áfram aö koma fram en hennihefur þó ekki verið leyft að gera erfiðustu sýningaratriðin eins og til dæmis að standa á afturfótunum. Fila- temjarinn hefur sagt að ekki hafi komið til mála að skilja hana eftir i filahUsinu á meðan hinir fllarnir hafa komiö fram i sirkusnum, þar sem það hefði komið henni algjörlega úr jafnvægi. Camela verður alveg miður sin ef hUn er skilin frá beztu vinkonu sinni Sally þó ekki sé nema i örfá augnablik. Svo virðist sem hinir filarnir i sirkusri- um geri sér grein fyrir veikindum Camelu þvi fólk hefur tekið eftir að þeirhafa verið aðýta til hennarheyinu þegar henni hefur ekki liðið sem bezt en hefur verið að reyna að borða eitthvað. Auk þess hafa þeir greinilega verið að reyna að styðja við hapa með rananum þegar hUn hefur fengið svimaköstin. Þfb Þetta er það scm kom fram á hjartalfnuriti Camelu.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.