Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 30.04.1978, Qupperneq 20

Heimilistíminn - 30.04.1978, Qupperneq 20
Ævintýraljóminn yfir Austurlanda- hraðlestinni — Ég ætla aö fá miða meö Austurlanda hraðestinni á fi mmtudaginn, bara aðra leiðina. Miðasalinn á Victoriu-stöðinni i London leit á mig: — Hvaða Austurlanda-hrað- lest, herra minn? Voru til fleiri en ein slik lest? Það eru þrjár, eða kannski fjórar, eftir þvi hvert ferðamaðurinn ætlaðisér að fara, og hvar hann ætlaði að stiga upp i lestina. Segja mátti að sérstök lest væri fyrir hvert þeirra Agötu Christie, Alfred Hitchock, Ian Fleming og Eric Ambler og þær — Þér eruð auðvitað með vegabréfs- áritun, sagði miðasalinn. Auðvitað var ég ekki með hana, hafði fylgzt með þróun kalda striðsins úr þægi- legri fjarlægð i Bandarikjunum, og hafði þvi litla hugmynd um það, sem fram fór á hinum raunverulega vigvelli. Ef ég hafði hugsað mér að fara i gegn um járntjaldíð yrði ég að vera með jafnmargar vega- bréfsáritanir og löndin voru mörg, sem lestin átti að fara i gegn um — Ungverja- land, Rúmenia, Júgóslavia, og Búlgaría. Það þyrfti alla snilli Hercule Poirot til þess að fá þessu framgengt, en ég ákvað að gefast ekki upp. Ég eyddi nokkrum dögum i að þramma frá einu saidiráðinu til annars i London til þess að fá þar til- skyldar áritanir. Um þessar mundir, þeg- ar kalda striðið var i algleymingi var fátt jafn grunsamlegt og Bandarikjamaður, sem hugðist ferðast einn sins liðs um kommúnistalöndin. Eina hvatningin Aðeins einu sinni fékk ég „hvatningu” og það var frá starfsmanni i rúmenska sendiráðinu, sem var handan við Kensington höll. Ef ég kæmi aftur eftir eina viku gæti verið, að ég fengi eyðublað undir umáóknina um vegabréfsáritunina! Ennfremur sagði starfsmaðurinn mér með mikilli alvöru, að ég væri skyldugur til að draga gluggatjöldin fyrir lestar- gluggann á meðan lestin væri að fara f gegn um land hans. Ég ætlaöi ekki að láta slá mig út af lag- sögur, sem þau hafa látið gerast í Austur- landa-hraðlestinni. Það lá við að út úr mér hrykki: — Lest- ina, sem Graham Greene fór með, er hann skrifaði Stamboul Train.... (Tuttugu árum eftir að það gerðist komst ég að raun um, að Greene sjálfur hafði imyndað sér mestaf þvi, sem hann sá út um lestar- gluggana og andrúmsloftið i lestinni, vegna þess að lélegur fjárhagur leyfði ekki að hann færi nema hluta leiðarinnar með lestinni), I stað þess að segja þetta hlustaði ég á þolinmóðan miðasalann út- skýra fyrir mér hinar óliku Austur-landa- hraðlestir. Oti dundi haustrigningin á gluggunum. Þetta var i október 19Í54. A meðan miðasalinn var að skýrá fyrir mér ágæti Direct-Orient Express, Tauern-Orient Express, Arlberg-Orient Express og Simplon-Orient Express flugu mér i hug rómantiskar myndir frá Liége, Nurnberg, Budapest, Linz, Zagreb, Sofiu og Skoplje. Enda þótt allar Austurlanda-hraðlest- irnar stefndu til Istanbúl — sem áður hét Konstantinópel — hafði hver lest sína ákveðnu leið yfir mið og austurhluta Evrópu. Þannig skipti ein hraðlestin sér eins og amaba i Niz i Júgóslaviu —- einn hlutinn fór til Þessaloniki og annar til Aþenu. Ég ákvað að taka lestina kl. 2:30 frá Viktoriustööinni til Parisar, um Calais Maritime, en sú lest átti að tengjast Austurlanda-hraðlestinni, sem fara átti frá Gare de l’Est kl. 10:15 um kvöldiö. Farmiðinn kostaði $52.75 á öðru farrými. 20

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.