Heimilistíminn - 17.05.1979, Page 6
fjölskyldan saman leinuherbergi, og eld-
hiisi deilir hún með öðrum. Ekki fengum
við aö heimsækja einkaheimili i Kina, svo
ógjörningur er að lýsa þvi hér, hvernig
fólkið lifir heima hjá sér.
Engin fri
Ef til vill myndu íslendingar eiga hvað
erfiðast með að sætta sig við vinnuna, eins
og hún gerist þarna fyrir austan. Fólk
vinnur átta tima ádag, sexdaga vikunnar
og fær aldrei sumarleyfi. Sjö dagar
tinast þó til á ári hverju i einhvers konar
fri, oger það i sambandi við 1. mai, nýáriö
og kinverskar hátiðir aðrar. Þætti víst
sumum litið um fri, á okkar mælikvaröa.
Það gerðist þó á siðasta sumri, að
starfsmenn Dagblaðs alþýðunnar fengu I
fýrsta skipti i sögunni 10 daga sumarfrl.
Voru þeir sendir út til austurstrandar-
innar, þar sem þeir fengu að dveljast á
baðströnd i þessa tiu daga. Ekki veröur
þessi ferð endurtekin á þessu sumri, þar
sem öllhótel ogallir strandbaðstaðir hafa
þegar verið upppantaðir vegna annarra
ferðamanna. Ekki fær fólkiö að heldur 10
daga fri i annað sinn, til þess að gera
annað, en þetta, úr þvi strandferðin er úr
sögunni.
Sumarhöll keisarans og hin
forboðna borg
Að sjálfsögðu var farið með okkur til
þess að sjá fornar minjar, eins og hallir
keisaranna og annað álika. Þar gefur að
lita listilegt handbragð og mikinn auð.
Allt er slegið gulli og dýrir steinar viöa til
skrauts.
1 hinni forboðnu borg, sem var heimili
24 keisara allt frá árinu 1368 til 1911 var
allt iöandi i lifi. Þangað koma daglega um
10 þúsund gestir, að sjálfsögðu nær allt
Kinverjar sjálfir, bæði ungir og gamlir.
6
Stærstur hluti keisarahallarinnar var
byggður á árunum 1406 til 1420 og viö það
verk unnu 1.2 milljónir manna dag hvern.
Þetta eru tölur, sem viö eigum heldur
erfitt með aö gera okkur grein fyrir, en
það hefur þurft töluvert til , til þess að
koma upp þeim tæplega 10 þúsund her-
bergjum, sem þarna eru.
Vlða, bæði I hinni forboðnu borg og I
sumarhöll keisarans mátti sjá merki
þess, að hinir illræmdu heimsvaldasinnar
og lénsherrar höfðu farið þar um eyðandi
hendi. Gullhúð hafði verið skafin utan af
risastórum kerjum, sem höfðu geymt
vatn til nota ef eldur kæmi upp i höllinni,
ogbúddamyndir og önnur listaverk höföu
verið eyðilögð. Var okkur bent á þetta og
einnig sagt frá þvi, að óvinir Kinverja
fyrr á öldum og árum hefðu flutt dýrmæt
listaverk úr landi, og væru þau nú á söfn-
um viða um heim.
Eins og fyrrsegir var þarna allt iðandi i
fólki, en erlendu gestirnir vöktu stundum
jafnmikla athygli og hinar fornu minjar.
Fólk nam staðar og horfði á okkur, eins og
það hefði ekki séð útlendinga áöur.
Fannst mér þá erfitt hve ólikir Kinverjar
'eru okkur I útliti, og þvi ekki hægt aö
„hverfa i fjöldann”, þótt fjöldinn sé vist
hvergi meiri en einmitt þarna.
Dýr og blóm á nokkrum
minútum
í Peking fengum við lika að heimsækja
glerverksmiðju þar sem fólk sat og skap-
aði alls konar dýr og blóm úr glerstöng-
um. Þaðtekurþrjú áraöveröa fullnuma I
þessari list, og þegar fólk hefur náð tölu-
veröri leikni er það ekki nema nokkrar
minútur að breyta glerstöng f hest, hana
eða pandabjörn,sem er fullur af lifi, eins
og væri hann lifandi björn.
Að lokinni göngunni á
Kinamúrinn mikla var
þessi mynd tekin af
islenzka hópnum og
fylgdarmönnum hans. A
myndinni eru talið fra
vinstri Gao Guyuan túlk-
ur frá Dagblaði alþýð-
unnar, Þorbjörn
Guðmundsson, Morgun-
blaðinu, Li Tianyi frá
blaði I Kanton, Friða
Björnsdóttir Tlmanum,
Baldur óskarsson út-
varpinu, HJELGI Á-
gústsson utanrikisráðu-
neytinu, Sonja Diego
sjónvarpinu, Liu Zhen
Xiang, Dagblaði alþýð-
unnar Bragi Guðmunds-
son Visi og Li Chin Cheng,
sem starfaði um nokk-
urra ára skeið í klnverska
sendiráðinu I Reykjavik.
Listamennirnir, en að vissu leyti er allt
þetta fólk listamenn, leita gjarnan fyrir-
mynda út i náttúrunni. Þeir fara I dýra-
garðana eöa út 1 skóg til þess að finna sér
nýjar og ferskar hugmyndir aö fram-
leiðslunni.
Glerverksmiöja þessi var sett á lagg-
irnar áriö 1952, og þá steypt saman
nokkrum eldri glerverkstasðum, sem áttu
sér ekki framtiöarvon sem slik. Ný verk-
smiðja var reist árið 1965 og er reksturinn
með miklum blóma. Starfsmennirnir eru
620 og þar af um 60% konur.
Rúmlega helmingur framleiöslunnar úr
glerverksmiðjunni er seldur úr landi og
fer til um 30 landa. Einnig er eitthvað
framleitt fyrir innlendan markaö, hótel,
verzlanir og þvi um lfkt og til sölu til
feröamanna, sem ferðast um Kina.
í grafhýsi keisarans
Um þaö bil 50 kflómetra norövestur af
Peking eru grafir 13 keisara af Ming-ætt-
inni. Þar hefur verið opnuð gröf tiunda
keisarans I röðinni, Chu Yi-Chun, sem
uppi var á árunum 1573 til 1620. Grafhýsið
var einnig ætlað tveimur eiginkonum
hans. Eftir byltinguna var hafizt handa
um að kanna þessar grafir, og var gröf
áðumefnds keisara opnuð á árunum 1956
ogl957. Mikið verk er framundan að opna
hinar grafirnar 12, en Mao formaður lét
þau orð falla, að það nægði núlifandi kyn-
slóð að opna þessa einu gröf, hinar graf-
irnar biöu komandi kynslóða.
86 milljónir vinnudaga fóru i aö gera
þetta grafhýsi, enda erþað 27 metra niðri
I jöröinni, og lofthæðin er sums staðar
milli 9 og 10 metrar. I grafhýsinu fundust
alls konar dýrgripir, sem eru til sýnis
f safni skammt frá innganginum.
Fyrir grafhýsinu voru margar hurðir,