Heimilistíminn - 17.05.1979, Síða 13

Heimilistíminn - 17.05.1979, Síða 13
sins hvaB sem á dynur, ogkeisarinn hefur lýst þvi yfir opinberlega, að hann hafi aö- eins yfirgefiö land sitt um óákveöinn tima. Allir vita þó, aö hann reynir aöeins meö þessu aö slá ryki i augu alheimsins. Hann fær aldreileyfitil þess aö snúa aftur til Irans. Og áfram heldur vinkonan: — Soraya veit, aöþaö er hún, sem keis- arinn iraunog veruelskar. Ég veit meira aö segja, aö þau hafa hitzt reglulega, en ég hef ekki getaö sagt frá þvi fyrr en nú. Eftir skilnaöinn hittust Soraya og keis- arinn á laun mörgum sinnum á hverju ári. Þau hittust m.a. i Sviss og einnig annars staöaríEvrópu. Inokkur skipti hefur Sor- aya meira aö segja heimsótt keisarann I Teheran, og þangaö hefur hún komiö fljúgandimeö einkaflugvél keisarans. Aö- eins fáeinir tryggir fylgismenn keisarans hafa vitaö um þessar heimsóknir. Þar fyrir utan hefur keisai-inn oft átt löng simtöl viö fyrrverandi eiginkonu sina. Þá hefur einhver af nánum sam- starfsmönnum og öryggisvöröum keisar- ans rannsakaö sima Sorayu áöur til þess aö öruggt mætti teljast aö ekki væri hægt aö hlera samtölin. Keisarinn óttaöist, aö annars gæti hann átt yfir höföi sér fjár- kúgun. Farah Diba vissi, hvað var á seiöi, en hún var fullkomlega örugg, vegna þess að hún var hin raunverulega keisaraynja, og hún var móðir barna keisarans. Nú hefur allt skyndilega breytzt. Soraya er tiibúin til þess aö hverfa aftur til keisarans, hvernig svo sem allt veltist hjá honum. Henni er sama þótt hann standi uppi einn og einangraöur, og þótt hann tapi öllum auöæfum sinum. Farah er ekki trygg i sessi, eins og lesa mátti út úr grein, sem núlega birtist hér i Heim- ilis-Timanum. Hún veit vel, að hún hefur alltaf veriö númer tvö. Myndin af hinni brosandi keisarafjölskyldu, sem haldiö hefur veriö á lofti, er fólsk. Farah og maö- ur hennar voruekki eins hamingjusöm og af var látiö. Nú þegar heimur keisarans er hruninn, á hann ef til vill eftir aö leita aftur til einu manneskjunnar, sem getur huggaö hann, en þaö er Soraya. Þetta getur átt eftir að taka nokkurn tima, en Soraya sem hefur lifað ein rót- lausulifil tuttuguár, er þolinmóö og get- ur beöiö enn um stund. Auðvitaö finnst henni ömurlegt til þess aö hugsa að keis- aranum skuli hafa veriðsteyptaf stóli, en menn mega ekki gleyma þvi, aö þaö var einmitt vegna krúnunnar, sem hún glat- aöi eina manninum, sem hún hefur nokkru sinni elskað. — Auövitaö er Farah vorkunn, heldur trúnaöarvinkona Sorayu áfram. — En viö veröum Hka aö reyna aö skilja Sorayu. Henni finnst hún eigi rétt á ástinni, sem hún hefur fariö á mis viö I svo mörg ár. — Soraya er ekki bitur, þótt hún hafi oröið fyrir svo mörgum sorgum i lifinu. 1 hvert skipti, sem hún hefur hitt nýjan mann, sem heföi getaö gert hana ham- ingjusama og veitt henni þaö öryggi, sem hún þráöi, hefur allt endaö meö óham- ingju. Kvikmyndaleikstjórinn Franco Indovina, sem hún var mjög hrifin af, fórst I flugslysi á Sikiley áriö 1972. Svissneski milljónamæringurinn EdmondArtarframdisjálfsmorömeö þvi aö taka inn allt of stóran skammt af svefntöflum i húsi sínu I St. Tropez. Sama varö uppi á teningnum meö franska aðalsmanninum Audouin de Barbot. Claude Kauza, sem var aö því kominn aö kvænast Sorayu, framdi einnig sjálfs- morö. Romeo Riachi, sem hún haföi haft náiö samband viö I marga mánuöi, var myrtur. Svo hitti Soraya leikarann Mel Ferrer (sem áöur haföi verið kvæntur kvik- myndastjörnunni Audrey Heburn), en þau höföu ekki hitzt nema fáeinum sinn- um, þegar hann fékk hjartaáfall og var nærri dáinn á sjúkrahúsi i London. — Dag nokkurn, þegar viö Soraya hitt- umst, fórhúnað gráta, segir vinkonan. — Hún sagöi: Þaö skiptir engu máli hváö ég geri. örlögin láta mig aldrei I friöi. Um leið og ég er farin að trúa þvi, aö ég eigi eftir aö veröa hamingjusöm á nýjan leik gerist eitthvað ömurlegt. Þaö lltur helzt út fyrir aöörlögin hafi ætlaö mér aö veröa trú eina manninum — keisaranum af tran, sem ég var hamingjusöm hjá, á meöan viö vorum gift. Nú er Soraya handviss um, aö hægt verður aö raöa saman sundurleitum brot- um lifs hennar, svo úr þeim veröi mynd á ný. — Hún hefur beöiö eftir keisaranum I tuttugu ár. 1 dag virðist hún vera ham- ingjusamari en hún hefur lengi veriö. Eftir aö byitingin var gerö i íran hefur hún vonazt til þess að hún fái aftur að hverfa til mannsins, sem hún elskar. Þfb Á Soraya eftir að fá ósk sina uppfyllta eftir 20 ára bið? Það er opinbert leyndarmál að hún og keisarinn hafa hitzt mörgum sinnum á laun frá þvi þau skildu. Kannski yfigefur keisarinn nú Farah Diba eftir að honum var steypt af stóli í Iran 13

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.