Heimilistíminn - 17.05.1979, Síða 22

Heimilistíminn - 17.05.1979, Síða 22
Hún hafði ekki allra minnstu hugmynd um það, hvað hún hafði gert frá þvi miðilsfundurinn hófst og þangað til hún heyrði rödd Görans. — En bætti hún við, — hvernig stendur á þvi að þú — ég á við...’ — Það var Thomas sem rakst á hana, sagði Carl Johan og brosti. — Á gólfinu. Hann hafði ekki sjálfur tima til þess að koma með hana til þin — ég hélt að þú vildir helzt fá hana aftur. — Þetta var fallega gert, sagði Katarina dauflega. Carl Johan stóð enn kyrr, eins og hann væri að biða eftir þvi, að honum yrði boðið inn. Hún sagði: —Þekkir—þekktir þú lika Göran? úr þvi þú þekkir Thomas, á ég við? — Við höfum hitzt, sagði Carl Johan rólega. — Þú hefur vist ekki tima til þess að tala við mig eitt augnablik? — Jú, jú, sagði Katarina. — Það hef ég vist. Carl Johan lét ekki áhugaleysi hennar hafa áhrif á sig. Hann gekk inn fyrir og fór úr jakkanum. Innan undir var hann i röndóttri skyrtu og fremur slitnum bláum gallabuxum og i dagsbirtunni virtist hann yngri en henni hafði fundizt hann vera kvöldið áður. — Ég var i þann veginn að fara að drekka morgunkaffið,' sagði Katarina. — Þú vildir kannski fá þér bolla með mér? —Þakka þér fyrir, það vildi ég gjarnan. Vor- uð þið Göran búin að vera trúlofuð lengi? Katarina hrökk við og missti bréfið sem hún hafði haldið á. Carl Johan tók það kurteislega upp af gólfinu og rétti henni það og hún muldraði: — Hvers vegna viltu vita það? Við trúlof- uðum okkur mánuði áður en hann fór i burtu. — Ég var bara að velta þvi fyrir mér, sagði Carl Johan. — En þá hafði ég vist hitt hann áður en hann hitti þig. Fórstu á miðilsfundinn af fúsum og frjálsum vilja? — Hvað kemur það... byr jaði Katarina en svo fann hún að hún þarfnaðist þess að fá að út- skýra og afsaka sig og sagði þess i stað: — Já, vissulega gerði ég það. Ég veit vel að ég hegðaði mér kjánalega en og verð svo undr- andi... ég helt ekki að þetta væri hægt trúði þvi einfaldlega ekki. Urðuð þið... hvað gerðist, eftiraðég var farin? Voruhin—urðuþau mjög reið út i mig? — Nei, alls ekki, sagði Carl Johan og setti sykur út i kaffið sitt. — Miðilsfundurinn leystist upp: Roland féll úr transinum, eða hvað það nú heitir á fagmáli. En það var enginn sem varð reiður út af þessu. — Það var þó gott, sagði Katarina lágum rómi. — Svo þú trúðir þessu þá? sagði Carl Johan i spurnartón. — Trúði? sagði Katarina. — Þetta var rödd Görans. — Áreiðanlega? — Drottinn minn dýri. Heldurðu að ég hefði orðið svona hrædd ef þetta hefði ekki...: sagði Katarina og hætti i miðri setningu. Carl Johan horfði athugull á hana. — Hrædd, já, sagði hann. — Þú varst i raun- inni svo skelfingu. lostin i gær, að það var þess 22

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.