Heimilistíminn - 17.05.1979, Síða 23
vegna, sem ég var að velta þvi fyrir mér, hvort
þú hefðir komið af eigin hvötum, eða hvort þau
tvö hefðu fengið þig til þess.
Katarina stóð á öndinni og svo sagði hún:
— Áttu við Elsu og Roland, en þau eru
ættingjar Görans,það ættir þú að vita. Hún fór
að sjá eftir þvi, að hafa hleypt honum inn og
leitnú á klukkuna. Carl Johan sagði hinn róleg-
asti:
—Ég held að þetta sé allt saman svindl.
Katarina reis á fætur. Hún gat ekki fundið
orð sem hæfðu til þess að visa honum á dyr, og
hún stamaði þegar hún fór að tala og hún vissi
ekki sjálf hvernig svipurinn var á andliti henn-
ar. Það kom strax undarlegur glampi i augu
Carls Johans.
— Þú verður að skilja, byrjaði hann en
Katarina hristi höfuðið og opnaði dyrnar.
— Þakka þér fyrir að koma með keðjuna
sagði hún kuldalega.
— Aðeins eitt enn, sagði Carl Johan og tók
jakkann sinn. Ég held að Thomas vildi gjarnan
fá að hitta þig, — hann þekkti Göran mjög vel,
eins og þú veizt. Hvenær hefur þú tima til þess
að tala við hann?
— Ef hann vill mér eitthvað þá getur hann
hringt i mig! sagði Katarina og lokaði dyrun-
um. Þvi næst gekk hún beint að simanum.
— Nei, alls ekki, sagði Elsa með sann-
færingarkrafti. — Hugsaðu ekkert um þetta,
góða bezta! 'Auðvitað skildum við að þú
varðst... undrandi þegar þú hafðir aldrei verið
á miðilsfundi áður. Roland varð alls ekkert
reiður. Hann er einmitt að koma hér inn úr
dyrunum.
— Roland, sagði Katarina, — ég er svo leið
yfir þessu i gær. —Og svo vildi ég lika þakka'
þér fyrir blómin.
— Þú þarft ekki að vera leið,sagði Roland
dimmri röddu. — Mér þykir vænt um, að þér
þótti gaman að fá blómin.
— Svo er eitt enn.sagði Katarina óákveðin og
horfði á bréfið sem hún hélt enn á i hendinni. —
Ég hef fengið undarlegt bréf, frá tryggingar-
félagi — Roland, Göran hafði keypt sér lif-
tryggingu sem ég vissi ekkert um, og hann
hafði skráð mig sem móttakanda trygginga-
fjárins,en það er auðvitað ekki rétt. Ég á við
Elsa og þú sjálfur eru nánustu ættingjar hans...
— Já, einmitt, tryggingin,sagði Roland án
þess að láta sér bregða. — Nei góða bezta Gör-
an var búinn að segja mér frá henni. Hann
sagði, að auðvitað myndi ekkert koma fyrir
sig, en að hann vildi samt tryggja sig, þin
vegna.
— En hvers vegna minntist hann aldrei á
þetta? spurði Katarina aftur.
— Hann vildi ekki hræða þig eða gera þig
leiða,sagði Roland róandi röddu.
— Nei, sagði Katarina i sama tón og áður.
Hann vildi það ekki. En ég skil þetta samt
ekki...
— Hafðu ekki áhyggjur út af þvi ráðlagði
Roland henni. — Við Elsa erum að velta þvi
fyrir okkur, hvort þú viljir ekki koma hingað og
borða með okkur hádegisverð?
—Jú, takk sagði Katarina. — Það vildi ég svo
gjarnan.
Hún var að þvi komin að nefna heimsókn
Carl Johans. En hætti svo við það á siðustu
stundu. Hann hafði aðeins verið með slúður og
hvers vegna var hann annars svona aðgangs-
harður? Nú, hún vildi ekki hugsa meira um það
og helzt ekki sjá hann aftur...
En þegar þau voru farin að drekka kaffið
eftir hádegisverðinn, sagði Elsa allt i einu.
— Ég fór að leita að keðjunni þinni i gær,
Katarina, en ég fann hana ekki. Varstu með
hana eftir allt saman?
— Nei, sagði Katarina. — Carl Johan kom til
min með hana i morgun — hver er hann eigin-
lega.Elsa? Hvers vegna var hann þarna með?
— Ó, Schröder? sagði Roland og hellti
koniaki i glösin handa þeim. Hann er enginn
sérstakur — aðeins kunningi Thomasar, sem
vildi endilega fá að vera með. Ég held að hann
hafi verið að ljúga, þegar hann sagði að ná-
kominn ættingi hans hefði látizt fyrir skömmu
— ég þekki lygara, þegar ég sé það. Hann kom
ekki hingað i góðum tilgangi. En á hinn bóginn,
dæmum ekki... kannski hafði ég á röngu að
standa.
Það hafði hann ekki haft, hugsaði Katarina
með sér og minntist þess, sem Carl Johan hafði
sagt „eintómt svindl”. Hún handfjallaði te-
skeiðina og sagði:
—Ég hélt að hann hefði komið vegna þess að
hann þekkti Göran rétt eins og Thomas.
—Thomas er ekki, byrjaði Elsa en hætti svo.
— Roland greip fram i fyrir henni:
—Ég vissi ekki að þú hefðir hitt Gardin?
— Ég þekki hann ekki náið, sagði Katarina.
— Nú vill hann vist fá að hitta mig af einhverj-
um ástæðum, en ég veit eiginlega ekki... Hann
var ekki við jarðarförina, bætti hún svo við.
— Jæja,svo hann vill fá að hitta þig? sagði
Roland. — Það er heldur þreytandi að þurfa að
23