Heimilistíminn - 17.05.1979, Page 26

Heimilistíminn - 17.05.1979, Page 26
Myndviðgerðarmaöur að starfi. Gert við gömul listaverk Á heimssýningunni í Osaka 1970, „Expo—70”, var þvi veitt eftirtekt, að fornar málaðar, rússneskar tréskurðarmyndir voru í hættu: Viðurinn undir olíulitunum hafði þrútnað við það að draga i sig raka úr and- rúmsloftinu i sýningarsölun- um. Afleiðingin varð sú, að málningin tók að flagna af. í stað frummyndanna voru settar málaðar eftirlíkingar í fullri stærð og stytturnar flutt- ar til Moskvu. Það var mynd- viðgerðarmaðurinn Gleb Karlsen, sem fyrstur veitti þessu hættuástandi gaum og krafðist þess að gerðar yrðu skjótar ráðstafanir. Það var ekki ætlun hans að gerast myndviðgerðarmaður. Hann nam i listaskóla i Moskvu og útskrifaðist siðar með ágætum vitnisburði frá æðri listaskóla i Tartu i Eist- landi. Gerðist hann siðan teiknikennari. En eitt sinn, er hann var á ferð i Moskvu, sá hann bygg- ingu, þar sem myndviðgerðir voru til húsa. Hann fór þangað inn... og nú er hann búinn að vinna i tuttugu ár við það að „lækna” „sjúkar” myndir. Færustu myndviðgerðar- menn „endurlifga” mörg meistaraverk, sem timans tönn iiefur leikið grátt i mörg- um borgum Sovétrikjanna. Árangur handaverka þeirra er nálega ósýnilegur, og það er i raun höfifemarkmiðið, þ.e. að gera við hið forna meistara- verk án þess að bæta neinu við það eða breyta þvi i nokkru. Gleb Karlsen varð mjög ánægður, er hann fékk boð um það frá Stepan Tsjurakov, fyrrverandi kennara sinum, að starfa i Pusjkin-listasafn-^ inu, þar sem hann vinnur nú að viðgerð gamalla meistara- verka og að gæslu þeirra eftir að viðgerð er lokið. APN 26

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.