Heimilistíminn - 14.06.1979, Side 3

Heimilistíminn - 14.06.1979, Side 3
ALvitur. - svaiar bréium Kæri Alvitur. Ég á nokkrar kaninur og nú er ég að velta þvi fyrir mér, hvort ég eigi að baða þær? Getur það skaðað þær, eða er kannski alve g dþarfi aö vera nokkuð að þvo þeim? Kaninuvinur Það er alls ekki þörf á að baða kaninur. Þær sjá sjálfar um að halda sér hreinum. Eina ástæðan til þess að baða þær er, ef þær hafa komizt i eitt- hvaö sem getur skaðað þær og þess' vegna verði aðþvo þaö af þeim. Ef þií neyðist sem sagt til þess aö baða kaninurnar þinar af þessum orsökum, skaltu nota dýrasjampö, t.d. fyrir hunda eða hesta, sem ekki er meö neinum ilmefnum. Gættu þess aö bera þaö ekki á höfuö þeirra eða eyru og skolaðu feldinn vandlega eftir að hafa borið shampóið i hann. Það er mjög þýöingarmikið að kanfnurnar séu á þurrum og hlýjum staöeftirbaðiðsvo að þeim verði ekki kalt. ÞU mátt bUast við töluverðum látum, á meðan á baðinu stendur, vegna þess að kaninum finnst ekkert sérlega skemmtilegt aö láta baða sig. Segja má, að þessi orð um kaninu- baðið gildi bæði um hunda og ketti. Það er óþarfi aö vera alltaf að þvo þessi dýr. Þau halda sér hreinum af eigin eðlisávisun en ef þess gerist þörf að baða þau verður aö gæta þess vel að nota ekki þvottaefni með ilmefnum og skola feldinn vel á eftir. Of mikill þvottur þurrkar upp skinnið og er skaðlegur fyrir dýrin. Kæri Alvitur. Viö erum hér tvær að norðan sem þjáumst af karlmannsleysi. Við höfum reynt allar aðferðir til aö ná i ein- hverja stráka, en án árangurs. Við skiljum ekkert i þessu af þvl aö við erum báðar frekar laglegar. Vöxtur- inn er lika mjög góður. Viö erum með ágætan rass, gott mitti ogbrjóstin eins og bezt verður á kosið. Vilt þú gefa okkur góö ráð við þessu vandamáli okkar. Svo þetta venjulega: eiga sporð- dreki og naut saman, eða bogmaöur og ljón? Tvær einmana. Nú þykir mér týra eins og sagt er. Eitthvað hlýtur að vera bogið viö ykk- ur, þótt þiö nefnið það ekki ef þiö lítiö svona dæmalaust vel út, en enginn strákur vill við ykkur lita. Getur veriðað þið séuð rangeygðar meö skakkar tennur eöa sköllóttar?!!! Eða eru karlmenn bara svona dæmalaust smekklausir þarna fyrir noröan? Varla trúi ég þvi. En svo getur lika veriðaöþið berið það allt of greinilega utan á ykkur að þið séuð á stráka- veiðum. Sllkt fellur mörgum karl- mönnum illa. Þeir virðast vilja hafa það svo aö það séu þeir sem veiða og kvenfólkið sé veitt. Látið nú lítiö bera á ykkur um sinn og sjáiö til hvort þiö verðið ekki umsvermaðar áöur en langt liður. Látiö sem þig hafiö ekki áhuga á strákunum i kringum ykkur og þá er ég viss um aö þeir snúa vörn i sókn og taka að elta ykkur uppi. Þeim fellur ekki, að ekki sé eftir þeim tekið eöa þeir sýnist eftir sóknarverðir. Bogmaöur og ljón eiga ekki saman og heldur ekki sporödreki og naut. Kæri Alvitur, Hvaða. merki á bezt við nautiö? Hvaða litur, dagur og steinn á viö april? Mig langar til að eignast pennavini I Færeyjum, sem skilja islenzku, hvert á ég að skrifa? Fyrst þú ert alvitur, hvenær á ég þá afmæli, og hvað lestu úr skriftinni? Anna. Meyjar og steingeitarmerkin eiga bezt viðnautiö. Fyrir april fram til 20. er liturinn rauður, dagurinn fimmtu- dagur og þriöjudagur og demantar beztu steinarnir, en fyrir seinni hluta april er þetta svona: bláir litir, smaragður og dagarnir eru mánudag- ar og föstudagar. Efþú vilt eignast pennavin I Færeyj- um skaltu skrifa til blaðsins' 14. september, Þórshöfn, Færeyjum. Ég held að flestir Færeyingar skilji eitthvert hrafl I íslenzku, og við skilj- um sæmilega skrifaða færeysku, þótt erfiðlega myndi ganga að skilja hana, talaða. Alvitur eyöir ekki þekkingu sinni og hæfileikum til þess aö segja til um hvenær fólk á afmæli, eða hvað megi lesa úr skrift þess. Þetta, með að lesa úr skriftinni, er reyndar ekki svo fáfengilegt, en til þess þarf að nema skriftlestur, svoeitthvert vit geö verið i þvi, sem þar um er sagt. ✓ Meðal efnis í þessu blaði: Meó Cargolux til Kína ............. Sólarorka notuó til upphitunar..... Thin Lizzy ........................ Prúðuleikararnir í lOólöndum....... Pnnsessan og pabbi hennar ......... Dökkburkni eða f uglshreiöursburkni. Tröllah jörtu — púóar ............. bls. 4 Nafnadukar á nyjan leik 17 bls. 6 Svínakjöt og vínber 18 bls. 11 Súkkulaðiterta .. bls. 18 bls. 12 Duðarefsingin 20 bls. 14 Varir ataðar laxerolíu .. bls. 26 bls. 12 Hnefaréttur — unglingasaga .. bls. 28 bls. 16 Fúaverjið fætur garðhúsgagnanna.. .. bls. 36 3

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.