Heimilistíminn - 14.06.1979, Side 11

Heimilistíminn - 14.06.1979, Side 11
aldrei betri en nú Hljómsveitin Thin Lizzy hélt nýlega hljómleika i Osló við mikinn fögnuð áhorfenda og áheyrenda. Þetta er hljómsveit, sem hefur reynt sitt af hverju til þess að vekja athygli á hljómleikum notað m.a. hrisgrjón, flóðljós, blikkljós og ýmislegt annað. Sumum finnst of mikið gert til þess að ganga i augun fremur en eyrun hjá þeim sem mættir eru til leiks! En Thin Lizzy var ekki siður góð frá listrænu sjónarmiði að þessu sinni. Þarna hljómaöi rokk og roll hljómlist og það svo hátt stillt, að heilbrigöis- eftirlitið hefði sennilega ekki verið hrifið af mælingunum. En rokk á að vera hátt stillt, segja þeir, sem vit hafa á, og þegar það er flutt af eins mikilli snilld og Thin Lizzy gerir, þá er ekki verið að fást um fáein decibel upp eða niður. Aðalmaður Thin Lizzy er bassa- leikarinn og söngvarinn Phil Lynott, sem getur fengið hvaða áheyranda sem er til þess að fyllast lifi og f jöri og jafavel stíga nokkur dansspor. Hann er mikill listamaður og áhorfendurnir kunnu að meta sviðsframkomu hans. Gary Moore gitarleikari er kominn aftur til hljómsveitarinnar eftir 5 ára fjarveru og mörgum finnst hann og Scott Gorthmestu tónlistarmennirnir i hópnum. Þeir koma mjög vel fyrir i laginu Black Rose, en bezta verk Moore er hins vegar lagið á plötunni Parisienne Walkaways, gitarlag á lit- illi plötu. Ef þið skylduð svo ekki vita það,þá má bæta þvi hér við að Thin Lizzy er irsk hljómsveit sem hefur skemmtmönnum i eintiu ároger allt- af að batna.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.