NT - 30.05.1984, Page 16
Miðvikudagur 30. maí 1984 16
Feðgin við skotæFingar.
Feðgin ætla að keppa
á Olympíuleikunum!
■ Flesta feður dreymir um
að eignast dóttur líka Deena
Wigger. Hún er fyrirmyndar-
nemandi í Fort Benning í Geor-
gíu í Bandaríkjunum, er virkur
þátttakandi í félagslífinu í
skólanum og til að kóróna það
allt segir Deena að „elsku
pabbi“ sé uppáhald sitt og
fyrirmynd sín í þeirri íþrótt
sem hún metur mest, - en það
er skotfimi en Lones, pabbi
hennar er mikill skotkappi.
Hann er 46 ára og hefur 5
sinnum verið í landsliði Banda-
ríkjanna í Olympíuleikjum.
Deena hefur stundað skot-
fimi sem íþrótt frá því hún var
12 ára gömul, en nú er hún 17.
Að vísu dró svolítið úr áhuga
hennar á tímabili, en þá þótti
henni sem eldri bræður
hennar, Ron og Danny, bæru
hana ofurliði í keppninni og
missti kjarkinn um skeið, en
nú hefur hún byrjað æfingar af
fullum krafti og hefur góða
von um að komast í Olympíu-
landsliðið til að keppa fyrir
Bandaríkin í ágúst.
„Ég lít raunsæjum augum á
þetta“, segir Deena“, og ég
verð ekkert voðalega leið þó
■ Það kostar mikla peningá að stunda þessai íþrótt, og Deena hefur unnið við allt mögulegt með
skólanum til að fá sér aukapening. Hér er hún barnfóstra.
ég komist ekki í landsliðið í ár,
því ég er það ung. Ég hugsa
bara sem svo að þá komist ég
þó árleiðanlega í liðið fyrir
Olympíuleikana í Seoul 1988“.
Lones Wigger, pabbi Deena
■ Lorenzo Lamas er 26 ára
bandarískur leikari, sem fer með
hlutverk í sjónvarpsþáttunum
„Falcon Crest". Lorenzo er sonur
leikarans Fernado Lamas, sem er
nýlátinn, og leikkonunnar Arlene
Dahl - sem er í seinni tíð þekktari
sem viðskiptajöfur en leikari. Þau
Fernado og Arlene skildu þegar
sonur þeirra var aðeins 2ja ára.
Fernando kvæntist þá Esther Willi-
ams, leikkonu og frægri sundkonu
á sínum tíma. Lorenzo litli var til
skiptis hjá Arlene, móður sinni og
föður sínum og stjúpu. Þegar árin
liðu varð hann eiginlegahændari að
stjúpmóður sinni en móður sinni
og átti þar oftast heimili.
Það urðu nokkrir fáleikar með
þeim mæðginum um tíma. Þegar
Lorenzo var 13 ára átti hann að
velja hjá hvoru foreldranna hann
vildi búa. Hann vildi ekki velja og
sagðist vilja fara í heimavistarskóla
en ákveða svo jafnóðum hvernig
fyrirkomulagið skyldi vera í fríum.
En síðan hann var 13 ára hefur
hann aldrei átt heimili hjá móður
sinni.
Lorenzo giftist í vetur Michele
Lee, sem var blaðafulltrúi, en
Arlene var ekki einu sinni boðið í
brúðkaupið, því hún hafði orðið
svo reið, þegar sonur hennar skildi
við fyrri konu sína, sem hafði fallið
henni vel í geð. Nú urðu enn meiri
Ieiðindi, því að Esther Williams,
stúpmóðir Lorenzo sá algjörlega
um brúðkaupið og var þarna aðal-
manneskjan.
Þegar ungu hjónin eignuðust sitt
fyrsta barn þá fór Lorenzo að
hugsa meir til móður sinnar og
lagði til að hún fengi að sjá barnið.
Þetta varð til þess að Arlene bauð
ungu hjónunum heim til sín yfir
helgi með barnið og allt féll í ljúfa
löð.
■ Michele og Lorenzo Lamus með 5 mánaða gamlan son sinn, Alvaro Joshua.
■ Lorenzo og Arlene, móðir hans: „Nú erum við öll vinir...“