NT - 30.05.1984, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 30. maí 1984 18
Bein útsending frá Róm - Roma- Liverpool
■ í dag veröur
bein útsending
frá úrslitaleik Liv-
erpool og Roma í
Evrópukeppni
meistaraliða í
knattspyrnu og
hefst útsendingkl.
18.00. Athyglis-
vert er að leikur-
inn íer fram á
heimavelli Roma
í Róm, en það var
ákveðið áður en
keppnin hófst.
Fyrirfram er talið
að leikurinn verði
hörkuspennandi
enda mikið í húfi.
Tekst Liverpool að hreppa enn einn titilinn? i
[ihðmKT!
Rás 2 kl. 14.00-15.
- Ég verð með gest, • og hann ekki
af verri endanum...sagði Arnþrúður
■ Arnþrúður Karlsdóttir er
með þátt sinn „Ut um hvippinn
og hvappinn" kl. 14.00-15.00
í dag. Við spurðum hana hvað
væri helst að frétta af þættin-
um.
Arnþrúöur sagði okkur, að
hún yrði með gest í þættinum,
— og hann ekki af verri endan-
um, sagði hún, - hann Her-
mann Gunnarsson sjálfan, eld-
fjörugan og hressan, að vanda!
- Við ætlum fyrst að ræða
smávegis um nýju plötuna hans
Hemma, sagði Arnþrúður, og
svo ætlum við að spjalla svolít-
ið um „Sumargleðina", en þar
er hann nýjasti meðlimurinn.
Hann er ungviðið í hópnum,
og nú ætla ég að „taka hann á
beinið'1.
- Svo segir hann okkur
kannski cinhverjar fréttir frá
Þýskalandi, en Hermann var
viðstaddur leikinn þegar Stutt-
gart-liðið vann meistaratitilinn
með Asgeir Sigurvinsson fremst-
an í flokki. Hermann sagði
tiiér í morgun, sagði Arn-
þrúður, að frægð Ásgeirs Sig-
urvinssonar í Þýskalandi væri
alveg með ólíkindum, en við
fáum að heyra um hinn fræga
Íslending í Þýskalandi í þættin-
um „Ut um hvippinn og
hvappinn" í dag.
■ Arnþrúður Karlsdóttir
Tónlistarkrossgátan númer 2
■ Nú kémur tónlistar-kross-
gátan nr. 2 í útvarpinu á Rás2,
og lausnir eiga að sendast til:
Tónlistarkrossgátan nr. 2,
Ríkisútvarpið Rás 2, Hvassa-
leiti 60, 108 Reykjavík.
Eins og síðast eiga hlustend-
ur að taka mið af tónlistinni til
þess að ráða krossgátuna.
Stjórnandinn er Jón Gröndal,
og hann gaf okkur nokkra
fasta punkta til að halda okkur
við í ráðningu krossgátunnar. ■■
Jón segir að spurningar 1-2
verði úr vinsælum óperettum.
Annað atriði er, að alltaf verð-
ur spilað eitt lag, sem minnir á
ísland, þriðja atriðið er lag úr
kvikmynd o.s.frv.
í verðlaun fyrir þann
heppna, sem dreginn er úr
réttum lausnum, verður
hljómplata - að eigin vali.
■ Á sínum stað í dagskrá
sjónvarpsins kl. 21.15 á mið-
vikudag er þýski framhalds-
þátturinn Berlin Alexander-
platz (og eru þá 11 eftir!). í
síðasta þætti sáum við hversu
illa Biberkopf gekk að fá
vinnu, svo hann var farinn að
selja smádót á götunum. Það
gekk alveg ómögulega hjá
honurn, og var þá reynt við
blaðasölu, en henni fylgdu
ýmsir annmarkar - svo sem að
Biberkopf varð að hafa nas-
istamerki um arminn ej hann
seldi málgagn þjóðernisjafnað-
armanna. Félagar hans á
kránni eru ekki hrifnir af því.
í kvöld heldur baslið hjá
Biberkopf áfram, og áreiðan-
lega á hann eftir að verða fyrir
einhverjum áföllum.
Kvenfólkið hefur þó reynst
honum vel, og virðist ósköp
hrifið af Franz Biberkopf. Lína
var aðalvinkona hans síðast
þegar við sáum, en Lína er
leikin af Elisabeth Trissenaar.
Lína var ósköp afbrýðissöm
þegar hún sá Evu (Hanna
Schygulla) koma og færa hon-
um peninga þegar hann var við
götusöluna. Eva var gömul
vinkona Biberkopfs, en var nú
orðin fín og dýr skyndikona,
en hún komst við að sjá þennan
gamla „rómeó“ standa á göt-
unni og selja drasl. Hvernig
sem á því stendur er. eins og
konurnar séu alltaf hrifnar af
Biberkopf.
Leikstjóri'þessara-þátta er,
eins og áðurvhefur verið tekið
fram, Rainer Werner Fass-
binder, sem ku vera snillingur á
sínu sviði, þó skoðanir manna
á þessum þáttum í sjónvarpinu
séu skiptar, eftir því sem heyr-
ist meðal almennings.
■ Lína er leikin af Elisabeth Trissenaar. Lína getur verið
glæsileg í allri fátæktinni og eymdinni og hún er alltaf kát og hress.
Sjónvarp kl. 21.15:
Sama baslið hjá Biberkopf
Útvarpkl. 11.30:
Þorsteinn
Sigurðsson
skólastjóri
ræðir um
þjálfunar-
skóla
á íslandi
■ Kl. hálftólf í dag talar Þor-
steinn Sigurðsson skólastjóri
um, aðild þjálfunarskólanna
að uppeldi þroskaheftra og
fatlaðra.
Við spurðum Þorsteinn um
hvað erindi hans myndi fjalla
en hann sagði, að nafnið gæfi
það mikið til kynna.
- Þjálfunarskólarnir eru nýj-
ar stofnanir í kerfinu, sagði
Þorsteinn. Hann sagði að þeir
væru 6 talsins á landinu, þar af
2 í Reykjavík, 1 í Kópavogi og
síðan í Mosfellssveit, Akureyri
ogaðSólheimum í Grímsnesi.
Þarna er komin á vegum
menntamálaráðuneytisins ný
þjónusta við fatlaða einstakl-
inga, sem ekki geta fengið
kennslu og leiðbeiningar ann-
ars staðar í menntakerfinu.
- Það má segja sem svo, að
þjálfunarskólarnir séu enn afar
fátæklega- búnir af tækjum.
Safamýrarskólinn er eini skól-
inn af þessari tegund, sem er að
komast í nýtt eigið húsnæði,
en vonandi stendur þetta allt
til bóta.
Þessir nemendur margir
þurfa mikla einstaklings-
kennslu, svo hver kennari
kemst ekki yfir að sinna nema
takmörkuðum hópi. Því miður
eru afar fáir kennarar enn hér
á landi sérmenntaðir í slíkri
kennslu sem þessari, sagði Þor-
steinn. Hann sagði að reiknað
væri með 2ja ára sérnámi eftir
almennt kennarapróf, en ekki
er enn hægt að Ijúka því námi
að fullu hér innanlands.
Grundvöllurinn fyrir þjálf-
unarskólana eru grunnskóla-
lögin frá 1974 og síðan útfærsla
þeirra í reglugerð um sér-
kennslu, sem sett var 1977, og
upp frá því er farið að setja
þessa skóla á laggirnar, sagði
Þorsteinn Sigurðsson, skóla-
stjóri. Hann sagði enn fremur
að áætlað væri að á grunn-
skólastiginu væru 120-140 ein-
stakiingar, sem heyrðu undir
þann hóp, sem þyrfti sér-
kennslu í þjálfunarskóium.
■ Þorsteinn Sigurðsson
skólastjóri.
Miðvikudagur 30. maí
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð Anna Hilmarsdóttir
talar.
9.00 Fréttir.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 íslenskir einsöngvarar og
kórar syngja
11.30 Aðild þjálfunarskólanna að
uppeidi þroskaheftra og fatlaðra
Þorsteinn Sigurösson skólastjóri
flytur erindi. Tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Brimkló, Lónlý blús bojs,
Ingimar Eydal o.fl. leika og
syngja
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn-
ar Egilssonar; seinni hluti Þor-
steinn Hannesson lýkur lestrinum
(34)
14.30 Miðdegistónlelkar
16.20 Síðdegistónleikar
14.45 Popþhólfið Jón Gústafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
eftir Ludwig van Beethoven; Vlad-
imir Ashkenazy stj.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og
Gisla Helgasona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur:
Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig-
uröardóttir.
20.00 Ungir pennar. Stjórnandi:
Hildur Hermóðsdóttir.
20.10 Á framandi slóðum. (Áöur
útv. 1982). Oddný Thorsteinsson
segir frá Japan og leikur þarlenda
tónlist; fyrri hluti. (Síöari hluti verð-
ur á dagskrá á sama tima n.k.
laugardag).
20.40 Kvöldvaka, a. Kristin fræði
forn Stefán Karlsson handrita-
fræðingur leitar fanga i kirkjulegum
bókmenntum miðalda. b.
„Snemma seigur til átaka“ Þor-
björn Sigurösson les frásögn eftir
Björn Jónsson í Bæ. c. Dansleikur
i Lærða skólanum Eggert Þór
Bernharösson les úr bókinni
„Harpa minninganna" eftir Árna
Thorsteinson.
21.10 Wolfgang Brendel syngur
arfur úr óperum eftir Rossini,
Mozart, Wagner og Verdi meö kór
og hljómsveit útvarpsins í
Múnchen; Heinz Wallberg stj.
21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og
ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir
les valdar sögur úr safninu í
þýöingu Steingríms Thorsteins-
sonar (20).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Við. Þáttur um fjölskyldu-
mál. Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
23.15 íslensk tonlist. a. Prelúdía
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
30. maí
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjóm-
endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir
Tómasson og Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Út um hvippinn og
hvappinn Stjórnandi: Arnþrúöur
Karlsdóttir.
15.00-16.00 Krossgátan Stjómandi:
Jón Gröndal
16.00-17.00 Nálaraugað Stjórnandi:
Jónatan Garðarsson.
17.00-18.00 Úr kvennabúrinu
Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir.
Miðvikudagur
30. maí
18.00 Evrópukeppni meistaraliða
Róma-Liverpool leika til úrslita.
Bein útsending frá Rómaborg.
20.05
20.15 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Nýjasta tækni og vísindi Um-
sjónarmaður Sigurður H. Richter.
21.15 Berlin Alexanderplatz. Þriöji
þáttur. Þýsksur framhaldsmynda-
þáttur. Þýskur framhaldsmynda-
samnefndri skáldsögu eftir Alfred
Döblin. Leikstjóri Rainer Werner
Fassbinder. Efni annars þáttar:
Biberkopf gengur erfiölega aö fá
vinnu. A endanum ræðst hann til
aö selja flokksblaö þjóðernisjafn-
aöarmanna og fær bágt fyrir hjá
félögum sínum á kránni. Þýöandi
Veturliði Guönason.
22.15 Eiturefnafaraldur í Dyflinni
endursýning. Bresk fréttamynd
um geigvænlega útbreiöslu
heróínneyslu i höfuðborg Irlands
síöustu ár. Þýöandi og þulur Bogi
Arnar Finnbogason.
22.30 Úr safni Sjónvarpsins. Við
Djúp - lokaþáttur. Nú liggur leiö
sjónvarpsmanna úr botni isafjarð-
ar um Langadalsströnd aö Bæjum
á Snæfjallaströnd sumariö 1971.
Umsjónarmaður Ólafur Ragnars-
son.
23.05 Fréttir í dagskrárlok.