NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 21.06.1984, Qupperneq 8

NT - 21.06.1984, Qupperneq 8
Yfir milljóna Mikið pappírshallæri í Evrópu: Sumar tegundir seldar á ■ Mjög lítið framboð er á pappír í Vestur-Evrópu um þessar mundir. Svo ramrnt hveður að skortinum að sumar tegundir pappírs seljast dýrum dómum á svörtum markaði í Þýskalandi til dæmis, að minnsta kosti ef marka má upplýsingar frá einni stærstu prentsmiðju landsins, Maul- Baaiser. Forráðamenn fyrirtækisins svörtu sögðu að margar prentsmiðjur í landinu ættu aðeins pappírs- birgðir til nokkurra daga. Og vegna þess hve erfitt væri að útvega sér hann mætti búast við mikilum verðhækkunum innan tíðar. Evrópskar pappírsverk- smiðjur hafa aldrei selt meira af pappír til Bandaríkjanna en undanfarna mánuöi. Fimmtudagur 21. júní 1984 8 Vi dslci ptæ I i#i d ■ íslendingar sýna meðal annars saltfísk á matvælasýningunni í París, sem er ein stærsta sinnar tegundar sem haldin er í heiminum. Fimm íslensk fyrirtæki á matvælasýningu í París: Búist við 150 þúsund gestum ■ Nú stendur yfir í París alþjóðleg matvælasýning sem fimrn íslensk fyrirtæki taka þátt í. Sýning þessi er ein sú stærsta sinnar tegundar í heim- inum, og er sýningarsvæðið 125 þúsund fermetrar. Búist er við að 150 þúsund manns sæki sýninguna. íslensku fyrirtækin sem taka þátt í sýningunni eru Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, sem sýnir frosnar fiskafuröir, Sjávar- afurðadeild Sambandsins sýnir einnig frosnar fiskafurðir, Sölustofnun lagmetis sýnir niðurlagðar sjávarafurðir, Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda verður með saltfisk, og Lýsi h f. kynnir lýsi í neytendaumbúðum og lýsis- pillur. Útflutningsmiðstöð iðnað- arins hefur liaft umsjón með skipulagningu sýningarþátt- tökunnar og hannaði Finnur Fróðason, innanhússarkitekt, íslenska sýningarbásinn Útflutningur iðnvarnings jókst um 26% ■ Útflutningur iðnvarnings frá íslandi var 26 af hundraði meiri í tonnum talið fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. í krónum talið var útflutningurinn 72% , verðmætari, en þá ber að hafa í huga að meðalgengi krónunn- ar hefur lækkað um sem næst 50% á árinu. Þessar upplýsingar koma fram í tölulegu yfirliti frá Útflutningsmiðstöð iðnaðar- ins. Einnig kemur þar fram að í tonnum jókst útflutningur á landbúnaðarafurðum og sjá- varafurðum um 27%. Verð- mæti landbúnaðarafurðanna jókst um 111% en sjávarafurð- anna um 44% í krónum talið. Útflutningur á áli og ál- melmi var að magni 25% minni fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Hins vegar var verðmætið í krónum 50% meira, sem þýðir að það er nokkurn veginn það sama í erlendum gjaldeyri þrátt fyrir minna magn. Gífurleg aukning var á útflutningi kísiljárns, eða rúmlega 140%. í krónum jókst verðmætið um 326%. Útflutningur ullarvöru dróst saman um 35% en þó fengust fyrir þær einum tíunda fleiri krónur. Útflutningur skinna- vöru jókst hins vegarum 131% að magni og 156% í krónum. Magn útfluttra iðnaðarvara til sjávarútvegs jókst um þriðjung en 87% í krónum talið. Út- fluttar niðursoðnar sjávar- afurðir voru 7% meiri nú en í fyrraen63% dýrari íkrónum. ■ Vilhjálmur og Ólafur á plötunni undir nýju verksmiðjuna, sem væntanlega tekur til starfa í ágúst næst komandi. nt mynd Róbcrt steypuverksmiðja að rísa í Garðabæ IBM lækkar verð á heimilistölvum - leiðir til mun harðari samkeppni á markaðnum ■ Til að tryggja samkeppnis- stöðu sína á heimilistölvu- markaðnum hefur IBM sam- steypan ákveðið að lækka verð á PC heimilistölvum. Jafn- framt á að fjórfalda minni tölvunnar, sem gerir mögulegt að nota hana mun meiri í atvinnuskyni. Verðlækkunin nemur frá 18% til 23%. Samtímis verður framleiðsan á PC heimilistölv- unum stóraukin. Fjármála- spekingar telja ólíklegt að þessi ráðstöfun ÍBM leiði til verðstríðs, en Ijóst er að hún hefur í för með sér harðnandi samkeppni á heimilistölvu- markaðnum. Rök IBM fyrir verðlækkun- inni eru fyrst og frcmst aukin samkeppni og minni fram- leiðslukostnaður. ■ „Styrkleiki verksmiðjunn-. ar felst í því hvað hún vérður margþætt og fullkomin. Meg- inframleiðsluþættirnir verða þrír, liver öðrum óháður. Þannig geta tveir þættir borið reksturinn uppi er illa gengur í þeim þriðja." sagði Einar Þ. Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri nýrrar steypuverksmiðju sem verið er að reisa í Garða- bænum, í samtali við NT. Steypuverksmiðjan verður að sögn Einars sú fullkomnasta sinnar tegundar hér á landi. Tæki og vélar koma frá Dan- mörku og Hollandi, en Danir og Hollendingar þykja standa mjög framarlega á þessu sviði. Og þrátt fyrir válynd veður verður hægt að framleiða í verksmiðjunni með fullum af- köstum allan ársins hring. „Framleiðslan verður ná- kvæmlega eins hvort sem það er 20 stiga gaddur eða heitur sumardagur.“ segir Einar. Ós hf. reisir verksmiðjunar. Eigandi þess, Ólafur Björnsson, sagði, að í verk- smiðjunni yrði unnt að fram- lciða hvaða forsteypta einingu sem væri, en í upphafi yrði megin áhersla lögð á rör, brunna og fittings í mörgum stærðum og gerðum, milli- veggjaplötur og fjölbreytt úr- val af hellum og steinum til notkunar í götur og athafn- asvæði ýmis konar, stéttir, hleðslur og garða. Jafnframt rnyndi verksmiðjan framleiða steypu til húsbygginga og ann- arra mannvirkja. „Við munum leggja mikla áherslu á það að framleiðslan verði öll undir óháðu eftirliti Rannsóknarstöfnunar bygg- ingariðnaðarins,“ sagði Ólaf- ur. Einar sagði að verksmiðjan kæmi til með að geta framleitt rör og hellur fyrir allt Suð- Vesturhorn landsins miðað við þörfina núna. Sama mætti segja um brunna og ýmislegt annað. Hins vegar væri ekki ætlunin að leggja svo mikla áherslu á steypusölu - heldur væri hún með þar sem öll tæki til að sinna henni væru til staðar. í verksmiðjunni og í tengsl- um við hana er áætlað að 25 til 30 manns muni starfa. Áætlað- ur kostnaður við verksmiðj- una, lóð, byggingar og vélar, er rösklega 70 milljónir króna. Verksmiðjan verður við nýju Reykjanesbrautina, sem í framtíðinni mun tengja höfu- ðborgarsvæðið og Reykjanes, og verður því vel í sveit sett með tilliti til markaðar og hrá- efnisöflunar. Verksmiðjulóðin er um 33 hektarar og gólfflötur verksmiðjunnar verður urn 3600 fermetrar. Þess má geta að byggingafé- lagið Ós fékk samtals 42 mill- jóna króna lán úr Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði til fram- kvæmdanna. Iðnlánasjóður lánaði 30 milljónir og mun það stærsta lán sem hann hefur veitt til eins aðila. ■ Fyf«lu þrjá mánuði ársins seldi járblendiverksmiðjan á Grundartanga 140 meira af kísiljárni úr landi en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.