NT - 21.06.1984, Síða 9
Myndlist
Fimmtudagur 21. júní 1984 9
Hver er óður eyjaskeggjans?
■ Kristín Eyfells: „Tvö andlit" Andlitið safngler reynslunnar,
skrásetning vegferðar. Ekki persónulaus fés heldur margbrotið
landslag, maðurinn skoðaður nálægt. Augnapör andlitanna
tuttugu horfa af veggjunum út í rýmið, sjónlínur skerast í miðjum
sal. Hver hefur sinn sérstaka söng en grunnslátturinn er hjá öllum
samur.
■ Erró: „Maggy and The Malvinas" (Falkland) 1983-84.
(200x300 sm)
Alætan mikla á myndmál og aðferðir. Myndirnar stórar og
yfirþyrmandi, áhorfandinn lítill og með þumalputta á hverjum
fíngri. Engin afstaða tekin, harmleikurinn, heimskupörin, helvíti
á jörð, einungis hráefni hins sigursæla listamanns. Hvort eru það
heimsmálin eða myndlistin sem er eintómt grín?
10 gestir á Kjarvalsstöðum, seinni grein
■ Jóhann Eyfells: „Three-Decker“ (Þrjár hæðir) Á1 og kopar
(Blanda af sandi og salti milli málmdiska) (35x152,5 cm)
Skoðun á grunneðli efnisins, ekki expressionísk tjáning á
sálarástandi heldur stefnt að sem mestum yfírráðum yfír efninu,
storknun eitt stig breytinga í málminum. Diskarnir „eldast“
mismunandi hratt, sá efsti samkvæmt eðlilegri veðrun, hinir
hraðar fyrir áhrif salts, sands og jarðarinnar sem þeir sitja á. För
handverksins er ekki það sem verkið geymir, fremur eiginlegar
umbreytingar efnisins innan marka vals skapandans. Dæmi um
verk sem ekki verður nálgast eingöngu sjónrænt; titill, upplýsing-
ar, útskýríngar eru einnig hluti af sköpun listamannsins og vísa
oft einu leðina til „opnunar“ hinna áþreifanlegu verka.
Yfirborð og undir því
Hafirðu í hyggju að móðga
listamann, skaltu segja við hann
eftir að hafa litið á verkin hans:
„Það sem þú ert að gera hefur
verið gert ótal sinnum áður; þetta
er ekkert frumlegt hjá þér.“ Ekki
móðgast þeir uppúr þurru, því það
er í þungamiðju listamannsupp-
eldisins að þeir eigi að vera
öðruvísi, frumlegir, með eigin
sérkenni.
Tungumál listarinnar (og
önnur) er lagskipt. í frumgrunn-
inum er enginn munur á einu
verki og öðru, þar virka algild
frumlögmál, orðin til vegna
hinna ýmsu fasta mannlífsins.
algild sérkenni listaverksins eru í
réttu hlutfalli við hversu nálægt
þessum frumgrunni sérkennin
liggja. I efstu lögum tungumáls-
ins er öll tjáning smávægilega
ólík innbyrðis. Þessi sérkenni,
sem eru eðli allrar tjáningar á
yfirborðinu, eru einmitt helstu
rök listamannanna fyrir því að
þeir séu ólíkir öllum öðrum, hafi
þennan guðdómlega „frumleika"
sem listafólk þreytist seint við að
klifa á. Rétt undir yfirborðinu er
þó öll list hvers tíma nánast eins.
Þetta sýnir, að í allri tjáningu er
hver viðleitni einstaklingsins
bæði algerlega einstök á efsta
borði tungumálsins, en um leið
nákvæmlega eins og allra hinna á
dýpsta grunni. Og ennfremur, list
og umræða um hana missir alla
(almenna) merkingu sé hún ein-
göngu á öðrum hvorum póinum,
annars vegar algerlega sértæk
hins vegar algerlega altæk; ein-
ungis á tónunum á milli getur
(lista)verkið hugsanlega náð „al-
rnennri1' merkingu. Við verðum
að gæta að því, að í dýpt sinni eru
öll (lista)verk eins, enda eru þau
ekkert annað en skrásetning
heilabrota um tilvist lífs í
mannsmynd, með skapanda sinn
sem viðmiðun; skrásetningin,
festing í efni (formi) er aftur á
móti alltaf ólík milli manna.
Þetta þýðir, að í hugsun er ef til
vill hægt að finna almennar
reglur, en í búningi hennar,
forminu, er óreglan eðlislæg.
Framvinda menningarinnar er
því einungis réttilega skráð í
þeim verkum sem ná dýpt al-
mennrar reglu í hugsun, og sér-
kennum (óreglu) persónulegs
vitnisburðar í framsetningu.
Þó að innan listarinnar sem
fyrirbæris ríki sérstök lögmál,
„lögmál listarinnar", sem tryggja
hana sem sérstakt svið í samfé-
lagsmyndinni, þá er allur fram-
gangur hennar og tilgangur skil-
greindur af ráðandi þjóðfélags-
öflum hvers tíma. Að listin breyti
samfélaginu á aldrei við nein rök
að styðjast, nema hún spretti upp
innan stétta eða hópa, sem hafa
þjóðfélagsbreytingar á döfinni.
List. sem verður til innan ríkj-
andi hópa eða stétta. cr því list
sem boðar óbreytt ástand og er
■ Kristján Guðmundsson: „Nafnlaust“ 1983 (fjær) Hægar/
hraðar 1980-84 Grjótmöl (nær)
Kristján hefur aðlagað verk sín best gefnum aðstæðum þeirra
sem nú sýna á Kjarvalsstöðum. Verk hans eru sjálfstæðar
einingar en mynda þó innbyrðis heild í framsetningu og hugsun.
Tvær malarhrúgur á gólfí; önnur ávalir fjörusteinar, hin grjót-
mulningur. I þessu verki er ekkert sem skiptir ekki máli, nafnið,
efniviðurinn, framsetningin, vettvangurínn. Andstæður náttúru
og menningar; fortíðar, nútíðar, eilífðar; augnablik. Hvar er
listamaðurinn í verkinu? Ekkert handverk, engir litir, ekkert
listrænt? Ovænt framsetning hugsunar, einfalt og auðskilið en
flóknara og margræðara því meir sem því er velt fyrir sér. Efnið
sterkt, verkið þó óvaranlegt. Ekkert sagt, þó ögrandi. Hvorki
Ijótt né fallegt en rétt. Hvar er listamennskan? Hvergi, þó
allstaðar í nákvæmri efnistilfínningu verksins. í list eru óteljandi
möguleikar á leiðinni frá hugmyndinni niðrí framsetninguna, að
velja rétt á þeirri leið er það sama og skapa og þar með staðfesta
að maður skilji a.m.k. sínar eigin hugmyndir.
Hannes Lárusson skrifar
fyrst og fremst þjónustugrein fyr-
ir þau þjóðfélagslög sem hún er
vaxin úr.
Kreppa í brjóstviti
í rauninni er list eyjabúans
sífelldur óður til einangrunarinn-
ar. Hvort heldur hann tekst á við
hana með grámygluþvarginu,
eða með síendurteknum draum-
förum. Ef betur er að gáð, er
íslensk myndlist blágrá á litinn.
Þótt menn fari burt af eyjunni
sinni heldur útþráin áfram,
kannski land úr landi, uns hún
snýst við og beinist aftur að
eyjunni, þaðan sem þeir fóru.
En þegar talað er um einangr-
un, er hætt við að ruglist saman
einangrun líkamans og einangr-
un andans. Að flytja líkamann til
útlanda er auðveldara en nokkru
sinni fyrr, en hvað stoðar það, ef
andinn liggur afvelta milli þúfna?
Einangrun andans er einangrun
íslensku þjóðarinnar í dag.
Hvergi hefur þetta komið skýrar
fram en í listalífinu nú síðustu
árin. Sú var tíðin að þjóðinni var
stætt á því að rjúfa einangrun
sína með því að flytja út villi-
mennskuna; hinir „drykkfelldu
sveitamenn" voru þá sagðir fara
sigurfarir um menningarheim-
inn. En nú eru þau tímamót
runnin upp, að útlendingar
snobba ekki lengur fyrir þessum
útflutningi, enda farið að slá í
villimennskuna. Núersvo komið
að íslenska villimennskan óhefl-
uð, víkingaeðlið sjálft, sem áður
var orginalitet, þykir nú prímí-
tívítet.
Um þessar mundir getur ís-
lensk menning ekki lengur haft
brjóstvitið eitt að leiðarljósi.
Þekkingarskortur var um aldir
ein aðalorsök einangrunar Is-
lendinga, og vofir það enn yfir
þjóðinni; um það vitnar listalífið.
Við getum orðað það á þann
hátt, að tímar brjóstvitsins séu
liðnir. Ef við förum ekki að skilja
það, þá verðum við æ meiri
þolendur innilokunar sveita-
mennskunnar.
Um listarinnar lögmál fín
Hvað er umræða um list annað
en túlkun tákna? í gegnum eigin
túlkun fær listunnandinn eitthvað
fyrir sinn snúð, því megum við
aldrei gleyma. Því frjálsari af
hátíðleik tungunnar, þeim mun
líklegra að hugsunin fái að leika
lausum hala, en aðeins þannig
nýtur hún listarinnar til fullnustu.
■ Hreinn Friöfínnsson: „Án titils 111“ 1981-82 (210x120 sm)
Logandi harpa. Útskoriö munstur. Hvít lína og svört máluð á
klæöi. Hárfín efniskennd, Ijóðræn margræðni. Maðurinn hvergi
sjáanlegur en hann hefur átt hér leið um, með beig í hjarta,
brothættur, með bros á vör; tákn vonarinnar.
■ Sigurður Guðmundsson: „Sterrenbeeld“ (Stjörnumerki)
1983-84. Steinsteypa, skeljar, viður, blý. (Ca. 165x300x100 sm)
Stílfærð mús, með stílfærðum hárum (skeljum) með ryðrautt
borð oní bakinu. Hvort er myndmálið heimatilbúið, eða er hér á
ferðinni poppaður súrrealismi? Hvað hefði skeð ef músin hefði
verið í gæruskinni og borðið grænt? „Það væri ekki lengur list“,
hefði listamaðurinn svarað.
■ Þórður Ben. Sveinsson: „Án titils“ (200x250 sm)
Fjarlægt afkvæmi þýskrar hárómantíkur, glæsilegt, hrikalegt,
hluti af kerfi, uppsprengt. Verk Þórðar dæmi um jákvætt innlegg
í umræðu um skipulagsmál og arkítektúr hérlendis. List sem hluti
af menningaruppbyggingu og ákvarðanatöku, en ekki eingöngu
sem „skraut" á gefínn ramma.
Listaverkið hefur að geyma
skrítna þekkingu um heiminn,
að hún sé skrítin cr afar mikil-
vægur þáttur hennar. Það furðu-
lega er, einungis í gegnum opnun
skoöandans opnar verkið sig fyrir
honum. Viljinn til að skilja er
upphaf frekari samskipta. Að
skilja og túlka er að kalla sjálfan
sig til ábyrgðar. Enginn verður
skammaður til skilnings.
Þar sem ég stend frammi fyrir
þeim vanda að túlka sýninguna
„10 gcstir á Kjarvalsstöðum" þar
sem valið er á milli þess að þræða
blindgötur smáatriðanna cða að
láta vaða nokkrar stórskornar
alhæfingar byggðar á smekkdóm-
um um stigin á milli fallegt, ljótt,
gott, vont, svart, hvítt, o.s.frv.,
þrcngir sér upp í vitund mína
myndin af „Skessunni á, stein-
nökkvanum" eftir Ásgrím
Jónsson, gcrðri cftir samnefndri
þjóðsögu. Finnst mér í henni
endurspeglast nokkur algild tákn
íslenskrar (mynd)listar. Túlkun
mín er svona: Báturinn
(nökkvinn) farartæki til að rjúfa
landfræðilega einangrun, og til
skamms tíma eina leið íslendinga
til að flytja líkama sinn yfir hafið
inní hlýju menningarinnar. Haf
undir, himinn yfir. Hinn upp-
hafni voldugi blámi. Skýjafar,
vindur, sólskinsbreiskjur, rigning,
þoka, öldurnar, undiraldan, ei-
lífðin, lífsins ólgusjór, hin vota
gröf. Efni farartækisins
(nökkvans), hinn grái steinn,
steinn landsins, efniviðurog litur
landsins, harður og magnaður.
Skessan; hálf kona en hálf í
heimi hugmyndaflugsins, orðin
til í sambýli við dulmögn
landsins, hinn svæsni töframáttur
nátturuaflanna, skáldhjarta forn-
frægðarinnar, draumur íslenskra
karla um hið stórbrotna kvenna-
far.
Þó sé ég fyrir mér þennan
sama steinnokkva umhverfast
inn í samtímalistina, og sé kom-
inn inná mitt Kjarvalsstaðagólf-
ið, og að oní honum standi einn
íslensku gestanna frá útlöndum
með staup í hendi og mæli þetta:
„Um listarinnarlögmál fín, léttur
andi hvín og hvín." Við þetta
stígur fram úr hópi opnunargesta
„Besti listamaður þjóðarinnar",
sem áður hafði verið kosinn lýð-
ræðislegri kosningu í fagfélögum
listamanna, og segir: „Förumað-
ur með fegurð kom, feitan bita,
sem skín og skín." Þá segir
gesturinn „skál“. tæmir úrstaup-
inu, og þeytir því frá sér, stekkur
upp úr nökkvanum og hverfur
burt á kengúruhoppi. Ahorfend-
ur þyrpast að steinnökkvanum
og kemur þá í ljós að hann er
hlaðinn kampavínsflöskum. Á
þær er letrað; „DREKKTU
MIG“, og tappar taka að fljúga í
allar áttir.
í hinum salnum mátti sjá mál-
verk Louisu gefa borgurunum
undir fótinn.