NT - 21.06.1984, Side 27
■ Danski framherjinn Preben Elkjær
Larsen hefur samþvkkt að ganga til liðs við
ítalska félagið Verona eftir því sem danskir
landsliðsnefndarmenn tjáðu blaða-
mönnum í gær.
Þetta kom þó engum á óvart því frammi-
staða Elkjærs í Evrópukeppninni hefur
verið ntjög góð. Hann spilaði áður með
Lokeren í Belgíu en hafði engin tilboð frá
öðrum félögum þegar samningur hans við
Lokeren rann út í vor. Frammistaða hans
í landsleikjum Dana að undanförnu vakti
þó athygli margra félaga m.a. Tottenham
Hotspur frá Englandi og nokkurra ítalskra
félaga.
Nú mun kappinn sem sagt halda til
stjörnuprýddrar ítalskrar deildar og er talið
að Verona greiði 1,5 milljónir dollara
fyrir.
Samkvæmt reglum á Ítalíu þá verður að
ganga endanlega frá samningnum fyrir lok
þessa mánaðar til að Elkjær verði löglegur
á næsta keppnistímabili.
Heimsmet
í sundi
B Kanadamaðurinn Victor Davis bætti
eigið hcimsmet í 200 m bringusundi á mótí
í Toronto í Kanada í gær. Davis synti á
2:14,58 og bætti fyrra met sitt er hann setti
á móti í Ecuador 1982 um 15 hundruðustu
úr sekúndu.
„Ég var ekki að stefna neitt sérstaklega
á heimsmct, ég bara synti,“ sagði Davis
eftir mótið.
Tl r
Ll 1
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu:
V-Þjóðverjar fallnir út
Fimmtudagur 21. júní 1984 27
- Spánn og Portúgal áfram
■ V-Þjóðverjar, Evrópu-
meistarar landsliða í knatt-
spyrnu fyrir fjórum árum, féllu
út úr úrsiitakeppninni í Frakk-
landi í gærkvöld, er þeir lágu
0-1 fyrir Spánverjum í París.
Portúgalir sigruðu Rúmena í
hörðum leik, þannig að ná-
grannaþjóðirnar tvær, Spánn
og Portúgal fengu 4 stig hvor ,
en Þjóðverjar sitja eftir með 3
stig og sárt ennið.
Leikur Þjóðverja og Spán-
verja var fjörugur mjög. Þjóð-
verjar sóttu síst minna, áttu
skot og skalla þrisvar í stöng í
fyrri hálfleik, en var bjargað í
lokin með frábærri markvörslu
Tony Schumacher, er hann
varði vítaspyrnu Spánverja. UIi
Stielike hafði fellt varamanninn
Garcia í vítateignum, en
Schumacher varði vítaspyrnu
Carrascos með fótunum. Þjóð-
Ovett tvisvar
undir lágmarki
■ Olympíumeistarinn í 800
m. hlaupi frá því á síðustu
Olympíuleikum, Steve Ovett
sigraði tvívegis í 800 m hlaupi á
mótum á Bretlandseyjum með
48 tíma millibili á sunnudag og
þriðjudag.
Á mótinu á þriðjudag sem
var haldið í Belfast á N-Irlandi
hljóp Ovett á 1:46,14 sek. sem
er 0.85 sek undir Olympiulág-
markinu. Á sunnudag hljóp
Ovett á 1:47,00 sek. en það var
á móti í Englandi.
„Ég ætla ekki að hlaupa 800
m. .aftur fyrr en OL liðið hefur
verið valið" sagði Ovett eftir
hlaupið á þriðjudag. „Mér
finnst ég þegar hafa sannað að
ég er verðugur í liðið" sagði
Ovett. OL lið Breta verður
valið á sunnudag.
Aðeins heimsmethafinn Se-
bastian Coe og Peter Elliot,
sem varð fjórði á heimsleikun-
um á síðasta ári, hafa náð betri
tíma í ár en Ovett náði á
þriðjudag.
Zola Budd tók einnig þátt í
hlaupinu í Belfast á þriðjudag
og sigraði örugglega í 3000 m.
hlaupinu á 8:51,99. mín. Zolu
var vel fagnað af áhorfendum
er hún kom í mark 10 metrum
á undan næstu hlaupakonu.
Kylfingur frá Grindavík fékk ekki að leika með sinni forgjöf:
Fórnarlamb sleifarlags
sinnar eigin stjórnar
■ Á Pierre-Robert golfmót-
inu hjá Nesklúbbnum á Sel-
tjarnarnesi um síðustu helgi
gerðist það, að kylfingi sem
'talinn var hafa sigrað í opnum
karlaflokki með forgjöf, var
tilkynnt það að hann hefði 0 í
forgjöf en ekki 23 og þess
vegna bæru honum engin verð-
laur..
Guðjón Einarsson, kylfing-
ur úr Golfklúbbi Grindavíkur
varð bæði sár og reiður vegna
þessa, hafði leikið á 85
höggum, og hafði 23 í forgjöf
þannig að nettó útkoman var
62 högg. Sá sem síðan var
úrskurðaður sigurvegari var á
64 höggum. „Frímann Gunn-
laugsson formaður lands-
forgjafarnefndar sagði mér að
ég hefði 0 í forgjöf, þar sem
heimaklúbbur minn hefði ekki
löglega mætingu, „Schratch".
Því léki ég með enga forgjöf
eins og aðrir Grindvíkingar á
rnótinu".
NT hafði samband við Frí-
mann Helgason vegna þessa
máls, og innti hann eftir því
hvers vegna veður væri gert
útaf þessu nú, þar sem Guðjón
hefði áður keppt á íslandsmóti
og fleiri mótum með forgjöf.
Frímann sagði að nýjar og
strangari reglur um forgjöf
hefðu tekið gildi um síðustu
áramót.
„Nýju alþjóðareglurnar
segja að menn þiggi aðeins
forgjöf af sínum heimaklúbbi.
Áður var þetta þannig að menn
gátu verið í mörgum klúbbum
og gátu haft forgjöf frá öðrum
kiúbbum en heimaklúbbn-
um. Eftir að þessi lög^ gengu
í gildi hófumst við handa,
í mars skrifuðum við þeini
klúbbum bréf sem ekki höfðu
löglega mældan völl. Golf-
klúbbi Grindavíkur var ásamt
átta öðrum klúbbum gert að fá
útgefið „Schratch" á völlinn til
þess að geta verið með löglega
forgiöf, og jafnframt bent á að
meðlirhir þeirra yrðu að
leika með núll í forgjöf þar til
þessu yrði kippt í lag. Fjórir af
þessum átta klúbbum hafa
svarað og gengið frá sínum
málum, en hinir fjórir, og
Grindvíkingar hafa ekki geng-
ið frá þessu. Þeir vissu þetta
þessir menn, og hafa leikið á
mótum á Suðurnesjum með
ólöglega forgjöf. Þar hafa við-
komandi aðilar vitað um þessi
mál og ekkert gert í þeirn til
að forðast leiðindi. - Þannig
að það var ákveðið að taka á
þessu máli í eitt skipti fyrir öll
til að fá þetta út úr heimin-
um", sagði Frímann Gunn-
laugsson.
„Við leystum þctta síðan
með því að reikna út forgjöf á
völlinn samkvæmt bráða-
birgðamælingum. Völlurinn
verður síðan löglega mældur í
þessari viku“, sagði Frímann
Gunnlaugsson formaður
landsforgjafarnefndar GSÍ.
Því er svo við að bæta, að
samkvæmt bráðabirgðafor-
gjöfinni sem reiknuð var út,
mældist Guðjón með 21 í
forgjöf, þar sern völlurinn var
hækkaður um tvö högg, og
hefði, ef bráðabirgðaforgjöfin
hefði verið til, lent í 1-2. sæti í
opnum flokki karla mcð for-
gjöf á mótinu. - En samkvæmt
upplýsingum NT virðist Guð-
jón hafa orðið fórnarlamb
sleifarlags sinnar eigin klúbb-
stjórnar, því hann fékk engin
verðlaun og korn út úr mótinu
á 85 höggum nettó.
verjar sóttu mikið í síðari hálf-
leik, en Arconada markvörður
Spánverja var vel á verði.
Schumacher þurfti líka að taka
á, varði vel frá Carrasco og
Senor í síðari hálfleik. Og
Spánverjar voru sterkari í
lokin. Maceda, sem skoraði
sigurmark þeirra á Laugardals-
velli í fyrra, komst einn inn
fyrir, en Stielike varði á línu
með skalla. En Maceda var á
ferð rétt fyrir leikslok, skallaði
þá af afli í markið eftir fyrirgjöf
Senor, 1-0.
Portúgalir voru í hinum
mestu vandræðum með grófa
Rúmena. Þannig var Chalana
borinn útaf eftir 15 mínútur,
eftir að hafa verið sparkaður
niður hvað eftir annað. En það
var miðherji Benfica, Tamagn-
ini Nene sem skoraði með
glæsiskoti á 78. mínútu, en
hann hafði aðeins verið inni á í
12 mínútur þá Portúgalir áttu
sigurinn skilið , sóttu mun
meira og áttu nokkur góð færi.
Annars var leikurinn mest bar-
átta, og harka Rúmenanna of
mikil.
Spánverjar urðu efstir í riðl-
inum, höfðu betra markahlut-
fall en Portúgalir. Það verða
því Danir og Spánverjar sem
mætast í undanúrslitum, og
Frakkar mæta Portúgölum.
Leikirnir verða á laugardag og
sunnudag.
■ „Skal vi ha en öl?“ gæti þessi danski knattspyrnuáhugamaður
verið að segja við konuna á myndinni.
Elkjær
seldur til
Verona
á Ítalíu
- Tottenham var líka
inni í myndinni
■ Preben Elkjær Larsen-frá
Lokeren til Verona.
f
Kastskór
St. 5-121/2 kr. 1490,-
Langstökksskór
St. 4-71/2 kr. 1570,-
Hástökksskór
St. 5-11 kr. 1620,-
Spjótkastsskór
St. 7-16 kr. 1740,-
Hlaupaskór
St. 31/2-12, trá kr. 1192,-
Einnig
kúlur - kringlur
og spjót.
FRJÁLSÍÞRÓTTASKÓR
Póstsendum
Sportvöruvers/un
/ngó/fs Óskarssonar pípi^jjí
Klannarstin 44 — simi 1033C
Klapparstig 44 — simi 10330