NT


NT - 06.07.1984, Síða 15

NT - 06.07.1984, Síða 15
 Föstudagur 6. júlí 1984 1 5 iil . Útvarp - — Sjónvarp Útvarp á laugardag kl. 20.40: Austfjarðaflakk ■ Að undanförnu hefur Hilda Torfadóttir ferðast um Austurland ásamt taduii- mönnum útvarpsins. í þessu ferðalagi hafa þau Hilda og tæknimennirnir notað bíl sem útbúinn er sérstaklega með upptökur í' huga. Nokkurs konar hljóðver á hjólum. Á laugardagskvöld kl 20.40 munu útvarpshlustendur fá að heyra frá ferðalagi Hildu og kennir þar ýmissa grasa. Það er frá Vopnafirði og Héraði, en útvarpsmenn komu þar við á ferð sinni í veðurblíð- unni að undanförnu. Þátturinn ber nafnið „Laugardagskvöld á Gili“. Meðal efnis í þessum skemmtiþætti er dagskrá sem Leikfélag Fljótsdalshéraðs sér um. Pá verður harmoniku- leikur og farið með gamanmál. Lýsing á Egilstöðum, í léttum dúr verður meðal efnis og einnig verður rætt stuttlega við „Dúkkulísurnar". Hér er um að ræða kvennahljómsveit frá Egilsstöðum, sem nýlega gaf út sína fyrstu hljómplötu. Síðar í sumar mun Hilda ferðast um Vestfirði og Strandir. ■ Hljómsveitin Dúkkulísurnar, sem sést hér á þessari mynd, verður í stuttu spjalli í þætti Hildu Torfadóttur, „Laugardags- kvöld á Gili“ sem er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 20.40. ■ Cary Grant og Ann Sheridan í hlutverkum sínum í laugardags mynd sjónvarpsins sem heitir „Stríðsbrúðurin“. Sjónvarp kl. 21.50 á laugardag: Stríðsbrúðurin ■ Bandarísk gamanmynd frá 1949, Stríðsbrúðurin (I Was a Male War Bride) verður á dagskrásjónvarpsinskl. 21.50. á laugardagskvöld. Með aðal- hlutverk í myndinni fara Cary Grant, Ann Sheridan, Marion Marshall og Randy Stuart. Leikstjóri er Howard Hawks. Hér er um að ræða gaman- mynd sem gerist í síðari heim- styrjöldinni. Franskur her- maður og bandarískur liðsfor- ingi, sem er kvenkyns, verða ástfangin og ganga í það heil- aga. Þeim til mikillar skelfing- ar er hún kölluð heim til starfa og hann á í erfiðleikum með að fylgja henni. Þau bregða á það ráð að herrann er dulbúinn sem kona og freistar þess að fylgja konu sinni til Bandaríkj- anna. Það gengur þó ekki átakalaust, þannig að ýmislegt skemmtilegt kemur uppá, enda er hér um gamanmynd að ræða. Sýningartími myndar- innar er 105 niínútur. ■ í íþróttaþætti sjónvarpsins í dag verða sýndir valdir kaflar úr leik Spánverja og Portúgala á Evrópumótinu í knattspyrnu. Það er lið Spánverja sem er hér á myndinni. Útvarp kl. 16.20. á laugardag: „Morðinginn kemur“ Sjónvarpkl. 16.30 á laugardag: Dregið í beinni útsendingu - í 8 lida úrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu ■ Á laugardag kl. 16.30. verður íþróttaþátturinn á sín- um stað í sjónvarpsdag- skránni. Bjarni Felixson verð- ur illa fjarri góðu gamni að þessu sinni, hann er í fríi. Honum veitir sjálfsagt ekki af hvíldinni eftir erfiðar vikur að undanförnu. í stað Bjarna verður Ingólfur Hannesson við stjórnvölinn og blm. NT hafði samband við Ingólf til að for- vitnast um efni þáttarins á laugardag. „Það helsta í þættinum á laugardag verður frá Bislett leikunum í frjálsum íþróttum í Osló sem fór fram fyrir stuttu. Sýndir verða valdir kaflar úr leik Spánverja og Portúgala frá Evrópukeppninni í knatt- spyrnu sem fram fór í Frakk- landi á dögunum, en sá leikur þótti mjöggóður. Síðan verður dregið í bikarkeppni KSÍ, 8 liða úrslitum í beinni útsend- ingu í sjónvarpssal og fjallað um þá bikarleiki sem fram fóru í vikunni. Þétta er það helsta, en síðan verður eitt og annað sem flýtur með eins og vana- lega,“ sagði Ingólfur Hannes- son. ■ Laugardaginn 7. júlí kl. 16.20 er á dagskrá útvarpsins fjórði og síðasti þáttur fram- haldsleikritsins ANDLITS- LAUS MORÐINGI eftir Stein Riverton. Nefnist þátturinn „Morðinginn kemur“. í þriðja þætti gerðist þetta: Tortryggni Krags leynilög- reglumanns í garð Bomans lög- fræðings eykst þegar hinn fyrr- nefndi kemur að Boman snuðrandi í grennd við árásar- staðinn. Krag heimsækirkaup- mannshjónin, þar sem Boman gistir, og finnur þar bréf sem skrifað er af lögfræðingnum. Rithöndin reynist hin sama og á bréfinu sem Holger ofursti fékk skömmu áður en á hann var ráðist. Á heimleiðinnr heyrir Krag ógnarlegt öskur úr skóginum en þótt hann leiti gaumgæfilega verður hann einskis var. Við framhald yfirheyrslu kemur Boman ekki. Krag fer ásamt dómaranum til bústaðar hans en þar er allt á tjá og tundri. Skömmu síðar er til- kynnt að Boman hafi fundist látinn og hafi hann greinilega verið myrtur. Leikendur í 4. þætti eru: Jón Sigurbjörnsson, Sigurður Skúlason, María Sigurðardótt- ir, Árni Tryggvason, Þorsteinn Gunnarsson, Jón Júlíusson, Erlingur Gíslason, Kári Hall- dór og Steindór Hjörleifsson. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson. Þýðinguna gerði Margrét Jónsdóttir en þeir Friðrik Stefánsson og Hreinn Valdimarsson sjá um tækni- málin. Þessi lokaþáttur leikritsins verður endurtekinn föstudag- inn 13. júlí kl.21.35. Laugardagur 7. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fróttir. Bæn Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorö - Halldór Krist- jánsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjuklinga Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúk- linga frh. 11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyrir unglinga. Stjórnendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Erna Arnardóttir. 12.00 Dagskrá. T ónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþröttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson. 14.00 Á ferð og flugi. Þáttur um málefni líöandi stundar í umsjá Ragnheiðar Davíðsdóttur og Sig- urðar Kr. Sigurðssonar. 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Andlits- laus morðingi" ettir Stein River- ton IV. og síðasti þáttur: „Morð- inginn kemur" Útvarpsleikgerð: Björn Carling. Þýðandi Margrét Jónsdóttir. Leikstjóri: Lárus Ymir Óskarsson. Leikendur: Jón Sigur- björnsson, Sigurður Skúlason, Maria Sigurðardóttir, Árni Tryggvason, Þorsteinn Gunnars- son, Jón Júlíusson, Eriingur Gisla- son, Kári Halldórsson og Steindór Hjörleifsson. (IV. og siöasti þáttur veröur endurtekinn, föstudaginn 13. júlín.k. kl. 21.35). 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegistónleikar Igor Gav- rysh og Tatiana Sadkovskaya leika á selló og pianó lög eftir frönsk tónskáld / Bracha Eden og Alex- ander Tamir leika á tvö pianó Fantasíu op. 5 eftir Sergej Rakh- maninoff / Gérard Sousay syngur Ijóðasöngva eftir Franz Schubert. Jacqueline Bonneau leikur á pianó. 18.00 Miðaftann i garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Ambindryllur og Argspæing- ar. Einskonar útvarpsþáttur. Yfir- umsjón: Helgi Frimannsson. 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn- endur: Guðrún Jónsdóttir og Mál- fríður Þórarinsdóttir. 20.40 „Laugardagskvöld á Gili“ Hilda Torfadóttir tekur saman dagskrá úti á landi. 21.15 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfonsson. 21.45 Einvaldur í einn dag Samtals- þáttur í umsjá Áslaugar Ragnars. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Risinn hvíti“ eftir Peter Boardman Ari Trausti Guðmunds- son les þýöingu sina (17). Lesarar með honum: Ásgeir Sigurgestsson og Hreinn Magnússon. 23.00 Létt sígild tónlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. Laugardagur 7. júlí 24.00-00.50 Listapopp. Endurtekinn þáttur frá Rás 1. Stjórnandi: Gunn- ar Salvarsson. 00.50-03.00 Á næturvaktinni Létt lög leikin af hljómplötum. Stjórn- andi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land). Laugardagur 7. júlí 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Börnin við ána Annar hluti - Sexmenningarnir Breskur fram- haldsmyndaflokkur í átta þáttum, gerður eftir tveimur barnabókum eftir Arthur Ransome. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 i blíðu og stríðu Áttundi þáttur. Bandarískur gaman- myndaflokkur í níu þáttum. Þýð- andi Þrándur Thoroddsen. 21.00The Chieftains í Reykjavik Siðari hluti hljómleika i Gamla Bíói á Listahátið 8. júni síðastliöinn. 21.50 Stríðsbrúðurin (I Was a Male War Bride) Bandarisk gaman- mynd frá 1949. Leikstjóri Howard Hawks. Aðalhlutverk: Cary Grant, Ann Sheridan, Marion Marshall og Randy Stuart. j lok seinni heims- styrjaldar takast ástir með frönsk- um hermanni og konu sem er liðsforingi i bandaríska hernum. Hjúin ganga í það heilaga en þegar frúin er kölluð til starfa heima fyrir tekur að syrta i álinn. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 23.35 Dagskrárlok.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.