NT - 06.07.1984, Page 25

NT - 06.07.1984, Page 25
-\1 Föstudagur 6. júlí 1984 25 Útlönd I íranir 1 ráðast á Fyrrum ráðherra 1 olíuskip I ■ íranskar flugvélar réð- I ust í gær á 122 þúsund I tonnaolíuskip.semlestað B hafði í Saudi-Arabíu og aopaouripoK3i wU % Eldur kviknaði í skipinu en skipshöfninni tókst að slökkva hann. Tvær sprengjur sem hittu skipið sprungu ekki en eru í skrokk þess. Sérfræðingar eru á leiðinni til að gera þær óvirkar. Skipið er japanskt og í gærkvöldi stefndi það í átt til Hormutzsunds. Árásin var gerð á sömu slóðum og íranir hafa oft áður ráðist á skip, sem lestað höfðu í ríkjum við vestanverðan Persaflóa. Talið er að árásin sé svar við árás íraka á olíuskip, ,sem lestaði við Kharg eyju í síðustu viku. Pá fórust átta menn og skipið er ónýtt. Senda átti hann úr landi í stjórnarpósti London-Reuter ■ Umaro Dikkum fyrrum ráð- herra í Nigeríu var rænt á heimili sínu í London síðdegis í gær. Tveir menn á gulum sendi- bíl fóru á brott með manninn. Lögreglan hóf þegar umfangs- mikla leit og í gærkvöldi fannst ráðherrann fyrrverandi á flug- velli við London. Hann var meðvitundarlaus vegna eitur- lyfja sem hann var sprautaður með. Dikko var í poka, sem merktur var sem sendiráðspóst- ur. Dikko er mágur Shagari for- seta, sem steypt var af stóli af herforingjum í vor. Hann komst úr landi og hefur síðan verið sá maður sem núverandi stjórn í Nígeríu hefur lagt hvað mest kapp á að ná í. Hann er ásakað- ur fyrir að hafa dregið sér mikið fé og er sagður milljarðamær- ingur. Herforingjastjórnin ásakar Dikko um að vera valdur að spillingu í stjórnartíð sinni, fyrir að hafa leigt málaliða til að kollvarpa núverandi stjórn og að hafa ætlað að skipuleggja að sprengja olíuhreinsunarstöðv- ar. Stjórnin í Nígeríu hefur heit- ið að ná í Dikko hvað sem það kostar. Mannræningjarnir voru báðir svertingjar. Sendimenn Nígeríu í London segja að stjórn þeirra hafi engan þátt átt í mannrán- inu. Yfirmaður sendiráðs Nígeríu hefur verið boðaður í breska utanríkisráðuneytið og mun mæta þar árdegis í dag. ■ Myndin eftir Turner sem seld var í gær. Myndin er tekin á uppboðinu hjá Sothebys, er verið var að bjóða í. Búist var við að myndin seldist fyrir um 3 milljónir punda, en eftir þriggja mínútna boð var hún slegin á 6.7 milljón sterlingspund. Símamynd Polfoto Hæsta verð á málverki til þessa Reutcr-London ■ „Við sjóinn í Folkstone" varð dýrasta málverk heimsins í gær, er myndin var seld fyrir 6.7 milljón sterlingspund (280 millj- ónir íslJcr.) á uppboði Sothesbys í London. Myndin er eftir breska málarann Turner. Ekki var vitað í gær fyrir hvaða aðila var boðið í myndina eða hvort hún hafi verið seld úr landi eða verður áfram í Bretlandi. Turn- er lifði og starfaði á 19. öld. Uppboðssalurinn var troð- fullur þegar uppboðið hófst. Þegar myndin eftir Turner var boðin upp var fyrsta boð ein milljón pund. Það var snarlega hækkað og að þrem mínútum liðnum var myndin orðin hin dýrasta sem vitað er um að seld hafi verið á opnum markaði. Fyrra metið var 6.7 milljónir dollara (rúmlega 200 millj. ísl. kr.) Það var einnig mynd eftir Turner, sem seld var í New York. Ofan á verðið verður kaup- andinn að greiða umboðslaun og uppboðslaun, þannig að hann verður að reiða af hendi 7.37 milljönir punda (um 300 millj. ísl. kr.). Myndin sem seld var í gær er úr dánarbúi Clark lávarðar, sem var sérfróður í listasögu. S.l. þriðjudag voru 71 teikn- ing eftir gamla meistara seldar á uppboði fyrir samtals 21 millj- ón punda (850 millj. ísl. kr.) Kaupandinn var Getti listasafn- ið í Kaliforníu. Framkvæmda- stjóri safnsins sagðist hafa 1.3 milljónir dollara til mynda- kaupa á viku hverri. Bretar óttast nú mjog að listaverk þeirra fari úr landi og ráða þeir sjálfir ekki við að kaupa listaverk á uppboðum þar sem Bandaríkjamenn bjóða á móti vegna sterkrar stöðu dollarans og lágs gengis pundsins. Hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir listaverk á uppboði var er Þjóðverjar keyptu þýskt biblíuhandrit frá 12. öld í des- ember s.l. Biblían sú kostaði 360 millj. kr. 250 farþegar í gíslingu flugræningja Lahore, Pakistan-Reuter ■ Fjórir indverskir sikh- ar rændu flugvél í innan- landsflugi í gær. í flugvél- inni voru yfir 250 manns. Þeir flugu til Pakistan og var flugvélin á Lahoreflug- velli í gærkvöldi umkringd hermönnum. Flugræningjarnir eru vopnaðir skammbyssum og hótuðu þeir að sprengja vélina í loft upp með öllum innanborðs ef indverska stjórnin yrði ekki við kröfum þeirra, sem eru að láta lausa fjölmarga sikha sem sitja í fangelsum í Indlandi fyrir hermdar- verk og að stofnað yrði sjálfstætt sikharíki. Pakistanir neituðu að flugvélin fengi að lenda, en þegar indverska stjórn- in bað um að hún fengi lendingarleyfi þar sem hún var að verða eldsneytislaus hreinsuðu Pakistamr flugbraut og umkringdu hermenn vélina. Þannig stóðu mál þegar síðast fréttist í gærkvöldi. Sovétríkin: Flokkurinn endur reisir Molotov! Moskva-Reuter ■ Vyacheslav Molotov, utan- ríkisráðherra Stalíns, hefur ver- ið tekinn aftur í sovéska komm- únistaflokkinn en Molotov féll í ónáð eftir valdatöku Krútsjevs á miðjum sjötta áratugnum. Þetta var staðfest við frétta- menn af talsmanni sovéska utanríkisráðuneytisins í gær. Molotov, sem nú er 94ra ára að aldri hefur lifað í einangrun undanfarin 20 ár. Molotov setti svip sinn á sögu 20. aldar en hann var dyggur stuðningsmað- ur Stalíns allt frá upphafi rússn- esku byltingarinnar. Hann undirritaði m.a. samninginn milli Sovétmanna og Þjóðverja árið 1939 sem gerði Nasistum kleyft að ráðast inn í Pólland, en það var upphafið að seinni heimsstyrjöldinni. Fyrsta utan- landsferð hans var til Þýska- lands til viðræðna við Ádolf Hitler, en árið eftir fékk hann það hlutverk að tilkynna sov- ésku þjóðinni gegnum útvarp að Þjóðverjar hefðu ráðist inn í Rússland. Árið 1956 var Molotov að undirbúa að draga sig í hlé þar sem Krútsjev var önnum kafinn við að afhjúpa Stalín. Hann var sendur til Mongólíu sem sendi- herra árið 1957 og árin 1960 til '61 var hann fulltrúi Sovét- manna á alþjóðlegri kjarnorku- ráðstefnu í Vínarborg. En á flokksþingi Kommúnistaflokks- ins árið 1961 var nær einróma krafist að Molotov yrði rekinn úr flokknum. Það kom síðan í ljós þrem árum seinna að búið var að reka Molotov úr flokknum, ásamt Malenkov fyrrverandi forsætisráðherra. Vestrænir sendimenn telja ekki að endurreisn Molotovs nú sé nein sérstök pólitísk vís- bending og benda á að hún hafi ekki verið tilkynnt opinberlega. ■ Molofov árið 1939. Win- ston Churcill lýsti honum eitt sinn sem manni með bros eins og veturinn í Síberíu. Hart varaforsetaefni? Washington-Reuter ■ 11 þingmenn demó- krata skoruðu í gær á Mondale, að velja Gary Hart sem varaforsetaefni. ( bréfi sem þeir skrifuðu Mondale sögðu þeir að Hart væri allra manna lík- legastur til að afla fram- bjóðanda flokksins at- kvæða í forsetakosningun- um og val hans sem vara- forsetaefni mundi sameina flokkinn eftir langa og harða baráttu um útnefn- ingu til forsetaframboðs. Konur leggja hart að Mondale að velja konu sér við hlið í kosningabar- áttunni. Hart hefur áður tilkynnt að hann hafi ekki áhuga á að vera í framboði til varaforseta. ftalskir kommar styðja NATO ■ Alessandro Natta, sem kjörinn var íormaður ítalska kommúnistaflokksins eftir lát Berlinguers, hélt blaðamanna- fund í gær í Róm. Þar staðfesti Natta að stefna flokksins væri óbreytt eftir formannsskiptin, flokkurinn myndi ekki taka upp náið samband við Moskvu eða taka við neinum skilaboðum þaðan. Hann lagði einnig áherslu á þá skoðun sína að Ítalía ætti að vera áfram í Atlantshafsbandalaginu, varn- arsamtökum vestrænna þjóða. Símamynd Polfoto Verðmæt klukka London-Reuter ■ Hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir gamlan tímamæli fékkst í gær á uppboði hjá Sothebys. Þar var seld klukka, sem smfðuð var í Þýskalandi á 17. öld fyrir 842 þúsund sterl- ingspund. Það gerir um 34 millj. ísl. kr. Umgerð klukkunnar er úr silfri og var kaupandinn breskur silfurkaupmaður. Atvinnu- leysið í Bretlandi eykst London-Reuter ■ Atvinnuleysi jókst enn í Bretlandi í síðasta mánuði að því er opinberir aðilar skýrðu frá. í júní jókst tala atvinnu- lausra um 8.300. Eru þá ekki taldir með skólanemar í fríi eða þeir sem vinna tímabundið. Tala atvinnulausra er þar með kominn upp í 3.036.200. Fjölgun atvinnuleysingja hef- ur verið að meðaltali 15 þúsund manns á mánuði það sem af er þessu ári. Kemur þetta ekki heim og saman við staðhæfingar ríkisstjórnarinnar um að bati sé í efnahagslífinu. Talsmaður Verkamanna- flokksins sagði að þessar tölur um atvinnuleysi væru ógnvekj- andi og að stjórnin væri skeyt- ingarlaus um þessi efni og gerði ekkert til að ráða bót á meininu. Skorað er á stjórnina að leysa verkfall kolanámumanna, en hún stendur fast við að loka 20 kolanámum, sem eru í ríkiseign og eru reknar með halla. Ef námunum verður lokað missa um 20 þúsund manns atvinnu sína.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.