NT - 17.08.1984, Blaðsíða 1

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 1
Föstudagur 17. ágúst 1984-207. U. 68. á<g. □ □ □ Sjá bls. 2 um ástand vega. 15-20 gráftur Norðausturland. Austurland og Austfirðir. 12-15 gráður Strandirog Norðurland vestra, Suðausturland. 8-12 gráður Suðurland, Faxatlói, Breiða- fjörður og Vestfirðir. Spegillinn verður gefinn út aftur! Annar Bretinn sem brot- lenti á Eiríksjökli: Kom til lands- ins og sótti leiðsögutækin en án kláms og guðlasts ■ Úifar Þormóðsson hyggst ekki láta deigan síga vegna Spegilsmálsins margrómaða. Hann hefur nú á prjónunum að láta gefa hið illræmda tölublað Spegilsins út á nýjan leik, eftir að honum var lesinn hæstaréttardómur í máli hans í gærmorgun. í dómsorðum kemur fram að títtnefnt tölublað hefur ekki verið gert upptækt í heild sinni, heldur einungis hlutar þess, og því er Úlfari ekkert að vanbún- aði finni dómsvaldið aðferð til þess að afmá hið forboðna lesmál. „Ég á að geta fengið blaðið í dag, ef þeir hafa fundið aðferð til þess að þurrka út guðlastið og klámið. Ætli þeir verði ekki að sérsmíða stimpla," sagði Úlfar í samtali við NT. Úlfar gat þess ennfremur að tæknilega séð væri útþurrkunar- aðgerð af þessu tagi illfram- kvæmanleg. Að sögn Þorsteins Jónssonar, í dómsmálaráðuneytinu, hefur engin afstaða verið tekin til þess enn, hvort eða hvernig það er framkvæmanlegt að afmá hið saknæma lesmál en eftir því sem NT kemst næst þá hefur Úlfar heimild, lögum samkvæmt, til þess að gefa aðra hluta blaðsins út. Þeirra á meðal eru hinar meintu ærumeiðingar í garð núverandi menntamála- ráðherra, sem Úlfar var sýknað- ur af. I kjölfar banaslysanna við Rjúpnabrekkukvísl: Gæslumaður hafður við ána í sumar ■ Ákveðið hefur verið að hafa gæslumann það sem eftir er sumars við Rjúpnabrekkukvísl, þar sem japönsku ferða- mennirnir þrír fórust í síðustu viku, og mun hann væntanlega fara þangað um eða eftir helgi. Þá mun Vegagerðin koma upp að- vörunarskiltum til bráða- birgða þar og við aðra varasama staði. Loks verður prentaður ein- blöðungur á þremur tungumálum með við- vörunum til ferðamanna og honum dreift á bíla- leigur og til þeirra farþega Norröna, sem koma á eigin bílum til landsins. Þetta er árangur fundar Ferðamálaráðs með Slysa- varnafélagi íslands, lög- gæsluyfirvöldum og fleirum, sem haldinnvar í gær. „Þetta eru bráðabirgða- aðgerðir, en síðan verður sest niður í september og ráðskast um langtímaáætl- anir í því hvað hægt sé að gera fyrir næstu vertíð. Hjólin eru farin að snúast og það verður ekkert til sparað í þessum efnum,“ sagði Kjartan Lárusson, formaður Ferðamálaráðs, í samtali við NT í gær. ■ Vesturfaramir Steingrímur og Þorsteinn vora hinir kátustu er þeir hittust í gær eftir mánaðar viðskilnað. NI-imnd: Árni Bjarna. Fundur formannanna: Báðir bjartsýnir ■ „Ég er bjartsýnn á að við náum saman í öllum atriðum,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, er hann kom af fundi með Þorsteini Pálssyni í Stjórnarráðinu í gær. Þorsteinn tók í sama streng. Taldi fundinn liafa verið góðan og sagðist hafa ástæðu til að ætla að þessar viðræður skiluðu árangri. Þeir neituðu að skýra efnislega frá viðræð- unum, en á fundinum fóru þeir yfir þau málefni, sem þeir viija að tekin verði fyrir, og lögðu drög að vinnuhópum manna úr báðum flokkunum. Þá ákváðu þeir að hittast aftur í dag. „Tækin ekki kostn- aðarins virði“, segja björgunarmenn ■ Annar Bretanna, sem brot- lcntu flugvél sinni á Eiríksjökli á Jónsmessunni í sumar, kom til landsins í fyrradag og í gær gekk hann formlega frá samningum við fjórmcnningana, sem björguðu flakinu af jöklinum. í sinn hlut fékk hann hluta leiðsögubúnaðar vélarinnar og fjórmenningarnir fengu afsal fyrir afgangnum. „Þetta var nákvæmlega þao sem við höfðum samið um áður, það var misskilningur að Bretarnir ætl- uðu ekki að standa við sinn hluta líklega tilkominn vegna tungu- málavandkvæða," sagði Snorri Jóhannesson á Áugastöðum, einn björgunarmannanna, í samtali við NT í gær. Það er hins vegar kostnaðarhlið- in í þessu dæmi, sem menn hafa ekki ennþá áttað sig á. Bretinn kom fljúgandi til landsins með einkavél og „þessi tæki eru áreið- anlega ekki kostnaðarins virði", sagði Snorri. Kunnáttumenn um flug sem blaðið bar þetta undir í gær voru á sama máli og sögðust ckki skilja hvers vegna Bretinn legði í allan þennan kostnað vegna tækja, sem hann hefði getað keypt í heimalandi sínu fyrir minna fé en hann varði til íslandsferðarinnar. Akureyringar með verk í Tansaníu? ■ Um þessar mundir fara fram viðræður milli Akureyrarbæjar og vina- bæja á Norðurlöndum um þróunarstarf í bænum Mbeya í Tansaníu. Hug- myndir að þvt eru komnar frá fmnska bænum Lahti en aðrir vinabæir Akur- eyrar eru Álasund í Nor- egi, Vesterás í Svíþjóð og Randers í Danmörku. Fyrir skemmstu stóð yfir vinabæjamót þessara bæja í Lahti og er nánari tíðinda af þróunarverk- efninu að vænta þegar ís- lensku fulltrúarnir koma heim frá því.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.