NT - 17.08.1984, Blaðsíða 8

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 8
LÝÐVELDI í40 ÁR Á ÞING VÖLL Sumarferð Alþýðubandalagsins á Þingvöll verður laugardaginn 18. ágúst. Brottför úr Reykjavík verður kl. 9.00 árdegis frá Umferðarmiðstöðinni. Aðaláningarstaður ferðarinnar verður á Efri- völlum. Þaðan verða skipulagðar gönguferðir og þar verður flutt fjölbreytt dagskrá. Dagskrárkynnir verður Ásdís Þórhallsdóttir. Meðal dagskráratriða í sumarferð Alþýðubanda- lagsins má nefna: I.Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður ávarpar far- þega. 2. Þytur - lítið einleiksverk fyrir trompet eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld. Frumflutningur:Ásgeir Steingríms- son. 3. Halldór Laxness rithöfundur les kafla úr íslandsklukk- unni. 4. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins flytur ávarp. 5. Kórsöngur, blandaður kór undir stjórn Sigursveins Magnússonar. 6. Fjöldasöngur 7. Vinningsnúmer ferðahappdrættisins kynnt. Dagskrá og leikir fyrir börn á öllum aldri verða í umsjá félaga í Alþýðubandalaginu í Hafnarfirði. Heimferð verður kl. 18.00 en einnig geta þeir sem þess óska komist heim kl. 16.00. Aðalfararstjóri verður Jón Böðvarsson. Honum til aðstoðar verða að vanda valinkunnir leiðsögumenn í hverjum bíl. Forsala farmiða og skráning farþega fer fram á skrifstofu Al- þýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 17500. Verð farmiða er kr. 300.- fyrir fullorðna og kr. 150.- fyrir börn sem taka sæti. Takið helgina strax frá, merkið við á almanakinu og skráið ykkur í síma 17500. Ferðanefnd /ab\ * 1984 j* ÞINGVELLIR LÝÐVELDIÐ 40ARA Föstudagur 17. ágúst 1984 8 Hvernig Bandaríkjamenn leystu Breta af hólmi D. Cameron Watt: Succeding John Bull. America in Britain’s Place 1900-1975. A study of the Anglo-American relations- hip and world politics in the context of British and American foreign -policy - making in the twentieth century. Cambridge University Press 1984. 302 bls. ■ „Brittania rules the waves“ - Bret- land ræður höfunum, syngja Bretar gjarnan á góðri stund og hafa gert alllengi. Um síðustu aldamót, við lok valdaskeiðs Viktoríu drottningar var þetta sannmæli. Breska heimsveldið var þá voldugast allra stórvelda veraldar og engum tjóaði að bjóða breska flotanum birginn. Nú hefur orðið mikil breyting á. Breska heimsveldið er ekki til nema í sögubók- um, Bretland annars eða þriðja flokks stórveldi og breski flotinn ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. í stað Breta eru Bandaríkjamenn nú voldugast- ir stórveldismanna, a.m.k. á vesturhveli jarðar og ráða úthöfunum ekki síður en miklum löndum. Þeir hafa leyst Breta af hólmi, þótt með nokkuð öðrum hætti sé en áður tíðkaðist. En hvernig gerðist þetta? Hvað olli? Ekki verður því um kennt, að Banda- ríkjamenn hafi sigrað Breta í hernaðará- tökum, þvert á móti hafa þessar tvær þjóðir verið nánir bandamenn alla þessa öld og barist hlið við hlið í tveim heimsstyrjöldum. D. Cameron Watt er prófessor í sögu alþjóðamála við Lundúnaháskóla og einn virtasti fræðimaður heims í sinni grein. I októbermánuði 1981 flutti hann svo- nefnda Wiles fyrirlestra við Queens Un- iversity í Belfast og eru þeir birtir hér í bókarformi. {fyrirlestrunum sýnir Watt fram á, að Bandaríkjamenn tóku ekki við forystu- hlutverki Breta áeinni svipstundu, heldur gerðist það stig af stigi og engan veginn með einföldum hætti. Höfundur sýnir fram á, að þeir hópar í Bandaríkjunum, sem skópu bandaríska stórveldið voru um margt keimlíkir þeim, sem skópu breska heimsveldið á sínum tíma. Ræt- urnar voru svipaðar og sömuleiðis mark- miðin, þótt aðferðirnar væru ólíkar. Kyn- slóðaskipti áttu hér einnig hlut að máli og svo vitaskuld ólík efnahagsstaða þjóð- anna tveggja og áhrif heimsstyrjaldanna tveggja. Flestir myndu ætla, að Bandaríkja- menn hafi almennt verið ánægðir með að þeim tókst að byggja upp mikið veldi og ýta hinu breska til hliðar. Höfundur sýnir á hinn bóginn fram á, að þegar afleiðing- arnar komu í ljós var gleði Bandaríkja- manna blendin. Þá fyrst varð þeim ljóst, að stórveldisaðstaða Breta austan Súez hafði verið þeim sjálfum ákaflega hag- kvæm og að þeim hafði ekki tekist að koma í stað Bretanna. Þetta er' afar fróðleg bók, byggð á áralöngum rannsóknum og skrifuð af mikill þekkingu á viðfangsefninu. Jón. Þ. Þór. Samsetning lyfja með tölvum ■ Fyrir einungis sextíu árum þá gat einstaklingur á uppvaxtarárun- um gert ráð fyrir að a.m.k. einn af bekkjarfélögunum dæi á ári úr hin- um ýmsu sjukdómum. Tímarnir hafa breyst og með tilkomu pencillín, súlfalyfja og hinna ýmsu lyfjategunda þá hefur sjúkdómum verið að miklu leyti útrýmt. Einnig hefur hinum ýmsu geðsjukdómum eins og t.d. schizop- hrenia verið haldið niðri með lyfjum og sjúklingunum verið gert á þann hátt kleift að starfa áfram meðal annarra þjóðfélagsþegna. Á síðustu árum hafa einnig verið tekin í notkun lyf eins og cyclosporin en það eykur lífslíkur líffæraþega því það hemur viðbrögð líkamans gegn nýja líffærinu án þess þó að veikla svörun líkamans gagnvart sýking- um. Hverjum eru þessar guðsgjafir að þakka? Alexander Fleming fann pencillin fyrir hálfgerða slysni, chloropromasine urðu til við rann- sóknir og tilbúning nýrra anthistam- ina og cyclosporine er efni framleitt úr sveppategund sem einn af starfs- mönnum Sandoz lyfjaframleiðsl- unnar tók með sér heim úr sumar- leyfi í Noregi. Tilkoma nýrra lyfja er því oft háð heppni eða óljósum grun þeirra sem vinna við slíkar rannsóknir. (Aðrir hefðu tæplega tekið sveppina með sér heim.) Lukku Láki Árið 1980 eyddu lyfjaframleið- endur meir en tveim milljörðumdoll- ara í rannsóknir og samsetningu nýrra lyfja. Fyrir þá sem eru hrifnir af vel skipulögðum og þrautæfðum aðferðum efnafræðinga er ósköp dapurlegt að horfa á lyfjarannsókn- ir. Á hverju ári eru nefnilega búin til meir en milljón ný efnasambönd og könnuð fyrir virkni gegn hinum ýmsu kvillum og aukaverkunum. Af 10.000 lyfjum sem framleidd eru eru 9000 útilokuð nánast í byrjun og af hinum 1000 sem eftir eru falla 999 út vegna eitrunaráhrifa, lítillar verk- unar o.s.frv. Einungis eitt lyf af hverjum 10.000 nær því að verða kannað á lifandi mönnum og fellur meirihlutinn sem eftir er þá um koll. Sem dæmi um hversu seinlegar, dýrar og erfiðar slíkar rannsóknir eru má nefna lyfið Aztreonam en það er útkoma leitar sem hófst 1977 og lauk 1983, leitinni var beint strax í upphafi að ákveðnum hringstrúkt- úr (beta lactam antibiotikur). Á einu ári voru kannaðar meir en milljón örverur í leit að náttúru- legum afleiðum hringstrúktúrsins. Þegar rétt efni fannst að lokum þá tók einungis fáeinar mínútur að komast að efnaformúlu efnisins og byggingu þess. Síðan tók við þrot- laust starf við lagfæringar og endur- bætur á efninu til að ná fram hámarksvirkni. Oft er einnig svo að lyfið er endurbót eldra lyfs og verður not- hæft gegn nýjum kvillum við endur- bótina en ónothæft gegn þeim gamla. Lyf eins og Aztreonam og Cyclosp- orin eru bæði svo flókin að byggingu að einungis ofurölvi efnaverkfræð- ing myndi dreyma um að setja saman slíkt efni í rannsóknarstof- unni. Nú í dag eru vinnubrögðin að breytast og í stað þess að hlaupa um allt í leit að einhverju þá er yfirleitt sest niður fyrir framan tölvuskjá og kannað hvaða efni eru til staðar til að byggja á, tölvan spurð um upp- lýsingar í sambandi við það lyf og þá lyfjaverkun sem sóst er eftir. Með tölvuteiknuðum myndum geta rannsakendurnir einnig borið sam- an byggingu hinna ýmsu efna sem koma til greina. Lyfjafundir eiga sér ekki stað á tölvuskjánum, enn sem komið er verðum við að stóla á innsæi rannsakendanna. En tölv- urnar auðvelda þeim störfin því þær geta útilokað mörg efnin áður en komið er að framleiðslustiginu. Með þeim má einnig kanna þau rit sem til eru um viðeigandi viðfangsefni en slíkt tæki mörg ár ef fletta ætti því öllu upp í spjaldskrám og leita síðan upp öll ritin. Slíkar spjald- skrár eru ekki beint auðskildar en með dyggilegum stuðningi bóka- safnsfræðinga hefur reynst unnt að yfirfara meirihluta þess efnis sem fjallar um rannsóknarefnið án þess að þurfa til þess mörg ár. í framtíð- inni verður þungamiðja rannsókna á herðum forritara því þeim er ætlað það hlutverk að búa til forritin sem vinna úr því ógrynni upplýsinga um hin ýmsu efni, áhrif þeirra, hvernig framleiðslu þeirra er háttað o.s.frv. En þangað til verðum við að reiða okkur á reynslu, þekkingu og um- fram allt innsæi þeirra sem fást við tilbúning nýrra lyfja.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.