NT - 17.08.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. ágúst 1984 3
Fréttir
Mál Vésteins Hafsteinssonar:
Möguleiki að lyf grein-
ist eftir fimm mánuði!
■ Eins og kunnugt er þá hefur Vésteinn Hafsteins-
son, kringlukastari verið dænidur í ævilangt keppn-
isbann vegna lyfjanotkunar á Ólympíuleikunum í
Los Angeles. Vésteinn kveðst hafa tekið lyfið sem
fram kom í þvagprufu hans, samkvæmt læknisráði
fyrir u.þ.b. fimm mánuðum, og þá með þeim
upplýsingum að lyf þetta gæti ekki komið fram á
lyfjaprófi.
Aö sögn Alfreðs Porsteins-
sonar, formanns lyfjanefndar
ÍSÍ, þá fór Páll Eiríksson,
læknir, til Bandaríkjanna og
lyfjaprófaði íslensku ólympíu-
farana í maí mánuði síðastliðn-
um. Þeirra á meðal var Vésteinn
Hafsteinsson, og reyndist hans
prufa hrein. Skömmu síðar
framkvæmdi Ólympíunefndin
annað lyfjapróf á Vésteini og
fannst þá ótilgreint magn óleyfi-
legs lyfs sem flýta á fyrir upp-
byggingu bandvefja.
Ekki náðist samband við Pál
Eiríksson, eða trúnaðarlækni ís-
lensku ólympíu-faranna. Hins
vegar hafði NT samband við
Ingunni Sturlaugsdóttur, heim-
ilislækni, og innti hana álits á því
hvort möguleiki væri á, að lyf
fyndust við lyfjaprófun fimm
mánuðum eftir neyslu þeirra.
Sagði Ingunn það ekki óhugs-
andi. Hinsvegar mun ekki hafa
komið í ljós í prufunni hvaða lyf
var þarna um að ræða, en hér-
lendis eru einungis tvær tegund-
ir lyfja sem notaðar eru í
þessum tilgangi. Að sögn Ing-
unnar, þá er ekki útilokað að sú
prófun sem Páll Eiríksson fram-
kvæmdi hafi ekki verið jafn
næm og sú sem Ólympíunefndin
lét framkvæma. Pað er því
ekkert sem bendir ótvírætt til
þess að Vésteinn hafi neytt
hinna óleyfilegu lyfja eftir að
fyrri prófunin var framkvæmd,
til að auka afköst sín.
Að sögn Alfreðs Þorsteins-
sonar, þá annast lyfjanefnd ÍSÍ
fyrst og fremst fræðslu og eftirlit
með lyfjanotkun íslenskra
keppenda, m.a. með því að
framkvæma lyfjapróf. „Pað er
hörmulegt að þetta skyldi hafa
komið upp, eftir allan þann
áróður sem við höfum beitt
gagnvart íslensku íþróttafólki.
Við héldum satt að setja, að við
hefðum beitt þeim ráðum sem
dygðu gegn þessu" sagði Alfreð
að lokum.
Samkvæmt heimildum NT
þá er unnt að sækja um náðum
frá ævilöngu keppnisbanni eftir
átján mánuði, og nær undan-
tekningalaust er sú náðun veitt.
Kaupfélagið
í Búðardal:
Trésmiðjan
notuð til
að bjarga
rekstrinum
■ Kaupfélag Hvamms-
fjarðar í Búðardal notaði
aukna veltu trésmiðju fé-
lagsins til þess að bjarga
eigin rekstri frá degi til
dags, sem varð til þess, að
smiðjan var gerð að sjálf-
stæðri rekstrareiningu á ár-
inu 1982, eftir því sem
áreiðanlegar heimildir NT
herma.
Miklar deilur urðu um
þetta mál á fundi í Búð-
ardal í síðustu viku, eins
og NT hefur þegar skýrt
frá.
Trésmiðjan hafði farið
að bjóða í ýmis stærri
verkefni og við það marg-
faldaðist velta hennar frá
því sem áður hafði verið.
Móðurfyrirtækið átti í
miklum peningavand-
ræðum á þessum tíma og
notaði því peninga tré-
smiðjunnar í daglegan
rekstur sinn. Það varð svo
til þess, að trésmiðjan gat
ekki staðið í skilum við
ýmsa undirverktaka sína,
og um tíma lá við, að hún
þyrfti að hætta starfsemi
sinni. Til þess að komast
út úr þessum vandræðum
var ákveðið að gera tré-
smiðjuna að sjálfstæðri
einingu og skrifaði Krist-
rún Waage, kaupfélags-
stjóri, undir samþykkt
þess efnis.
■ Síðdegis í gær var ekið á mann í Brautarholti og var hann fluttur með sjúkrabð af slysstað. Ekki
var talið að meiðsli hans væru mjög alvarlegs eðlis. NT-mynd Svemr
Karl vann í gær!
er í þriðja sæti fyrir síð-
ustu umferð. Guðmundur og
Margeir í 3.-7. sæti í Gausdal
■ Karl Þorsteins vann
skák sína á heimsmeistara-
móti unglinga í Finnlandi
í gær og var þá í þriðja sæti
með 8 1/2 vinning, en
efstir og jafnir voru Curt
Hansen frá Danmörku og
Dreev frá Sovétríkjunum
með 8 1/2 vinning og eina
biðskák hvor. Fyrir síð-
ustu umferðina, sem tefld
verður í dag, á Karl því
möguleika á einhverju af
þrem efstu sætunum.
í síðustu umferðinni í
skákmótinu í Gausdal,
sem tefld var í gær höfn-
uðu Margeir Pétursson og
Guðmundur Sigurjónsson
í 3.-7. sæti ásamt stór-
meisturunum Lein frá
Bandaríkjunum og Jansa
frá Tékkóslóvakíu með 6
vinninga úr 10 umferðum.
Margeir vann í síðustu
umferðinni norska ung-
stirnið Agdestein, en
Guðmundur og Lein
gerðu jafntelfi. Lítt þekkt-
ur skákmaður, Svíinn
Ernst sigraði á mótinu,
hlaut 7 vinninga, en í öðru
sæti varð landi hans, stór-
meistarinn Lars Karlsson
með 6 1/2 vinning.
Alls tefldu 5 íslendingar
á mótinu. Arnþor Einars-
son fékk 4 vinninga, Árni
Á. Árnason 3 og Guð-
mundur Halldórsson 2
vinninga.
Laxveiði við V-Grænland
skorin niður í 870 tonn
Njótum góðs af þessu, segir Guðmundur Eiríksson
■ Náðst hefur samkomulag um minnkun veiði-
kvóta á laxi við Vestur-Grænland úr 1190 tonnum í
870 tonn, eða um 26,9%. Er þetta fyrsta minnkun á
veiðunum frá fyrra veiðimarki í tuttugu ár. Var
samkomulagið gert á fundi í undirnefnd Norður-
Atlantshafs laxverndarstofnunarinnar seint í júlí, en
það gengur í gildi á morgun þar sem enginn
hagsmunaaðila að samkomulaginu hefur mótmælt
því.
Guðmundur Eiríksson,
þjóðréttarfræðingur, er for-
seti ráðs laxverndunarstofn-
unarinnar, og hann sagði í
samtali við NT að íslending-
ar nytu góðs af þessu nýja
samkomulagi. Fundist hefðu
merki þess að einhver lax
frá íslandi færi á Vestur-
Grænlandssvæðið, þó ekki
væri vitað hvað mikið magn
væri þar um að ræða. íslenski
laxastofninn væri reyndar
svo smár, að lítil veiði úr
honum við Vestur-Græn-
land, miðað við heildar-
magnið sem þar er veitt, gæti
haft verulegar afleiðingar
fyrir veiðina hér á landi.
Laxveiðiþjóðir beggja
vegna Atlantshafsins hafa
haft áhyggjur af ástandi laxa-
stofnanna sem gengið hafa í
það á undanförnum árum.
Bent hefur verið á að veiðin
innan landhelgi og í ám og
vötnum á Norður-Atlants-
hafssvæðinu hefur dregist
saman um 42% frá því að
hún náði hámarki um 1960.
Kanadamenn brugðust í ár
hart við versnandi ástandi
hjá sér með því að minnka
sína veiði um 47% frá því í
fyrra. Grænlendingar og
Éfnahagsbandalagið hafa
hins vegar, þar til nú, staðið
gegn því að minnka veiði-
kvótann við Vestur-
Grænland, þrátt fyrir að
Grænlendingar hafi ekki get-
að veitt nema 310 tonn í
fyrra.
Guðmundur Eiríksson
Siglufjörður:
Dagur Bjarna Þorsteinssonar
■ Á laugardaginn opna
Siglfirðingar minningarstofu
um séra Bjarna Þorsteinsson,
tónskáld, sem um 47 ára
skeið þjónaði á Siglufirði.
Athöfnin hefst í Hvanneyrar-
kirkjugarði klukkan tvö eftir
hádegi, en minningarstofan
sjálf verður opnuð með at-
höfn klukkan þrjú og verður
við sama tækifæri opnað hér-
aðsskjalasafn Sigiufjarðar.
Eru báðar stofnanirnar stað-
settar í bókasafni staðarins.
Bjarni Þorsteinsson vann
merkt brautryðjendastarf í
söfnun þjóðlaga á íslandi,
samdi lög og vann mikið að
opinberum málum Siglu-
fjarðarbæjar. Hann varsæmd-
ur riddarakrossi hinnar ís-
lensku Fálkaorðu árið 1930
og gerður að heiðursþorgara
Siglufjarðar 1936. í minn-
ingarstofunni verður komið
fyrir ýmsum hlutum úr eigu
þeirra hjóna auk þess sem
þar verða hljómflutnings-
tæki. Verður lögð áhersla á
að koma þar upp safni af
þjóðlegri tónlist, íslenskri og
erlendri. Við minningarat-
höfnina verður meðal annars
lagður blómsveigur að leiði
þeirra hjóna, fluttar ræður
og ávörp, kirkjukórinn og
einsöngvarar munu syngja.
Til héraðsskjalasafnsins,
sem opnað verður við sama
tpekifæri, hefur verið safnað
allmiklu af skjölum um síld-
arævintýrið auk ýmislegra
agna um sögu og menningu
iglufjarðar og Hvanneyrar-
hrepps hins forna.
Klukkan fjögur til sex
verður svo kaffiboð í tilefni
af þessum atburðum og eru
allir velkomnir.
■ Séra Bjarni Þorsteins-
son, tónskáld og prestur
þeirra Siglfirðinga í nær 50
ár. Mikfll framfaramaður,
heiðursborgari og Fálkaorðu-
hafí.
sagði að íslendingar myndu
halda áfram að vinna að
takmörkunum laxveiða í
hafinu í kringum okkur.
Færeyingar veiða í ár 625
tonn, og Danir hafa hætt
veiðum sínum utan 200
mílna lögsögu; samanlagt
þýðir þetta líklega minnkun
á veiðunum í Norðaustur-
Atlantshafi um 6-700 tonn
frá því í fyrra. íslendingar
fluttu tillögu um það í vor að
öllum laxveiðum utan 12
mílna landhelgi yrði hætt, en
hún náði ekki fram að ganga.
Guðmundur sagði að íslensk
stjórnvöld væru nú að athuga
næstu skref sín til að fylgja
eftir takmörkunarsjónar-
miðum sínum.