NT - 17.08.1984, Blaðsíða 9

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 9
■ Það nýjasta frá Jaguar er XJS Cabrio með tautopp, 5 gíra beinskiptan kassa og nýja sex strokka vél með fjóra ventla á strokk, 3,6 lítrar að rúmtaki, 225 hö. Þessi sama vél verður í hinum nýja XJ40 sem kemur á næsta ári. JAGUAR stekkur upp úr eymdinni Svo greinilegar eru framfar- irnar að margir þeirra sem gefist höfðu upp á Jaguar vegna iélegs frágangs og sí- felldra bilana þyrptust að sölu- aðilunum sem tóku við það gleði sína aftur og öðluðust aftur trúna á Jaguar-merkið sem sumir þeirra höfðu glatað. Þessi undraverði árangur við erfiðar aðstæður hefur stór- hækkað verð Egans á vinnu- markaðnum en ekki síður er fyrirtækið orðið girnilegur biti fyrir auðuga kaupsýslumenn. Magga Thatcher hefur nefni- lega margsinnis viðrað þau áform sín að selja Jaguar einkaaðilum. Sagt er að hún hafi þegar hafnað tilboði frá General Motors og öðru frá arabískum olíufurstum og vilji halda Jagu- ar enskum, by jove. Á þessu ári var ætlunin að setja arftaka XJ6 (með sex strokka vél) og XJ12 (sem er með einu tólf strokka vélinni sem er í verulegri framleiðslu núna) í framleiðslu og sölu en þar sem svo vel gengur núna er áætlað að XJ40 hinn nýi komi ekki fram fyrr en seint á næsta ári. Þetta er sagt koma Jaguar mjög vel þar sem nýi bíllinn sé enn alls ekki orðinn eins góður og hann þarf að vera til að taka við af XJ6 og 12 og tíminn verði nýttur til að fínpússa áður en bíllinn kemur fyrir almenningssjónir. Þegar vinnu við XJ40 lýkur geta tæknimennirnir snúið sér af meiri krafti að öðrum nýjum bíl sem er í hönnun, en það er tveggja sæta sportbíll sem telja ■ Árið 1980 virtust Jaguarverksmiðjurnar frægu í Coventry á Englandi vera komnar ískyggilega nálægt enda síns glæsta ferils. Bullandi tap hafði lengi verið á rekstrinum sem gekk mest á styrkjum frá breska ríkinu sem eignaðist Jaguar um 1970. Starfsfólkið var orðið áhugalaust og óánægt vegna þess að allt stefndi frekar niður á við en upp. Egan kaus að vera fullkom- lega hreinskilinn í starfi sínu Þá var ráðinn frá Massey- Ferguson dráttarvélasmiðjun- um maður að nafni John Leopold Egan sem fékk frjáls- ar hendur frá engum öðrum en Möggu Thatcher til að gera þær breytingar sem væru nauð- synlegar til að reisa Jaguarinn upp úr volæðinu. Egan tók þegar til óspilltra málanna og lét þau boð út ganga að annað hvort væri að hysja upp buxurnar eða leggja fyrirtækið niður („Shape up or ship out“). Og viti menn, það tókst svo um munaði hjá Egan og fé- lögum. Tapið sem öllum þótti orðið nær eðlilegur hlutur snerist upp í gróða sem er áætlaður um tveir og hálfur milljarður króna í ár! Salan hefur meira en tvöfaldast á þrem árum jafnvel þótt enginn nýr bíll hafi komið fram í um tíu ár og sá sem mest selst, XJ línan, er orðinn um 16 ára gamall. Eyðsla bílanna hefur þó verið minnkuð vcrulcga og gæðin stóraukin og veitti ekki af. og gerði sér fulla grein fyrir göllum Jaguaranna. í stað þess að stinga höfðinu í sandinn og reyna að leyna því sem ábótavant var var farið að tala saman frjálslega og opinskátt á öllum hæðum hjá Jaguar. Starfsfólkið gerði sér grein fyrir því hvað það gat gert til að bæta á sínum eigin stað við færibandið og mætti loks skiln- ingi yfirmanna sinna eins og tíðkast hefur í áratugi í Japan. Þótt nýjar vélar og nýir framleiðsluhættir hafi verið innleiddir er það ekki aðal ástæðan fyrir viðreisninni held- ur einfaldlega að fólk vinnur starf sitt betur nú en það gerði fyrir þrem árum. ■ John Egan, forstjórínn sem er þakkað hin ótrúlega skjóta endurreisn þess fallít fyrirtækis Jaguar Cars Ltd. má arftaka E-týpunnar frá 1964. E-týpan var einstakur bíll á sínum tínia, einn besti sportbíll heims og fallegur að auki en kostaði varla helming á við ítalska og þýska keppi- nauta sína. Með árunum þyngdist og stækkaði E-týpan, fékk vökva- stýri, loftkælingu og íleira og fleira og þegar framleiðslu hennar var hætt 1973 tók núver- andi XJS við, stór og þungur tólf strokka lúxusbíll með fjögur sæti. Nýi sportbíllinn á að verða eins og fyrsta E- týpan, ódýr miðað við getu. Það verða sem sagt engar rústir sem næstu eigendur Jaguar Cars Ltd taka við, held- ur eitt af þeim fyrirtækjum Bretlands sem hvað bjartasta framtíð á fyrir sér, heima og á heimsmarkaði. AA 0 ~ Globus? Lágmúla 5, Reykjavík, siini 81555. (D \JIE2l533 SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 . 5IZOOTL™ BÍLA- OG BATASALAN /S\ SIMI 53233 -ÍTt W Lækjargolu 46. Hafnarfirði. 0 Bílasala Garðars Borgartúni 1 sími: 19615 /A%© / Notaðir y bilar VW / BILAKJALLARINN \ BÍLASALA HÍNRÍKS 93 -1143 AKRANESI o Bílasala Guðmundar Bergþórugötu 3, símar: 19032 og 20070 c. ™ (D tölvuvædda^p^^^H^^1 bílasalan MrMDBÍLíSÆLAN Grensasvegi 11- á landinu 108Reykjavik-simi83150 _ _ (D ||Bk\\//Bilasa!a Vciturland; LwJýnf Borgarbraut-56 » Borgamesi 7577 &7677 ©> Bílasala Hornafjarðar Álaugareyjavegi Höfn Sími: 97-8782 O f&amœtíÚ'i/ul ^ílasalan SKEIFAN Simar 84848 og 35035. <fi BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.