NT - 17.08.1984, Blaðsíða 24
t
Eiginmaöur minn
Þórhallur Sæmundsson
fyrrverandi bæjarfógeti á Akranesi
veröur jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. ágúst
kl. 14.30.
Þeir sem vildu heiðra hinn látna vinsamlegast láti
sjúkrahús Akraness njóta þess.
Vegna aðstandenda
Elísabet Guðmundsdóttir
Útför móður okkar, tendamóður og ömmu
Kristínar Halldórsdóttur
frá Ondverðarnesi
fer fram frá Selfosskirkju, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 13.30.
Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði.
Halldóra Bjarnadóttir
Anna Bjamadóttir,
Bjarni K. Bjarnason
tengdabörn og barnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður og afa
Bjarna Halldórssonar
fyrrum bónda á Kjalvararstöðum
Sérstakar þakkir færum við starfs- og vistfólki á Dvalarheimili
aldraðra Borgarnesi og starfsfólki í sjúkrahúsi Akraness.
Snorri Bjarnason
Halldor Bjarnason
ÁrmannBjarnason
GuðnýBjarnadóttir
María Jónsdóttir
Birna Jakobsdóttir
Magnea Kristleifsdóttir
Kristján Eggertsson
og barnabörn.
ökukennsla
Ökukennsla
og æfingatímar
Kenni á Audi ’82. Nýir nemendur geta byrjað
strax og greiða aðeins tekna tíma.
Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst réttindi.
Æfing í borgarakstri. Greiöslukjör.
Lærið þar sem reynslan er mest.
Símar 27716 og 74923.
Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar.
tilkynningar
Lögtök
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn-
ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði,
uþþkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fara fram
fyrir vangreiddum opinberum gjöldum álögðum
skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur,
lífeyristr.gjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingagj.,
atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlits-
gjald, sóknargjald, sjúkratryggingagjald, gjald í
framkv. sjóð aldraðra, útsvar, aðstöðugjald, at-
vinnuleysistryggingagjald, iðnlánasjóðsgj. og iðn-
aðarmálagj., sérst. skattur á skrst. og verslunar-
húsn., slystatrygg. v/heimilis.
Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjald-
hækkana og til skatta, sem innheimta ber skv.
norðurlandasamningi sbr. 1. nr. 111/1972.
Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum,
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin
fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar
auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan
þess tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
16. ágúst 1984.
Vöruflutningamiðstöðin
tilkynnir eftirfarandi
Höfum opið á skrifstofunni og vöru-
afgreiðslu sem hér segir: Frá 8-18,
allar virka daga nema föstudaga þá
er opið frá 8-17. Ath. að opnunartíminn
er ekki gefinn upp rétt í auglýsingu
okkar í aukablaði NT.
Föstudagur 17. ágúst 1984 24
Milljónamæringurinn
Lorean sýknaður
Frelsaðist í fangelsinu
Los Angeles-Reuter
■ John De Lorean, 59 ára
fyrrverandi bílajöfur og auðkýf-
ingur, var í gær sýknaður af
ákæru um að hafa ætlað að
bjarga bílafyrirtæki sínu úrfjár-
kröggum með því að smygla 100
kg af kókaíni.
Ef hann hefði verið dæmdur
sekur þá hefði hann átt yfir
höfði sér allt að 67 ára fangelsis-
dóm.
Mál þetta hefur vakið gífur-
lega athygli í Bandaríkjunum.
De Lorean vann uþphaflega
sem verkfræðingur hjá Chrysl-
er-bílaverksmiðjunum og síðar
hjá General Motors þar sem
hann vann sig fljótt í álit fyrir
það hvað hann var áræðinn og
uppfinningasamur.
Þegar hann varð 44 ára var
hann ráðinn sem deildarstjóri í
hinni risastóru Chevrolet-deild
hjá General Motors. Hann var
einn af þeim mönnum sem áttu
frumkvæði að því að bandaríski
bílaiðnaðurinn snéri sér að
framleiðslu sparneytinna bíla.
Lorean er þrígiftur og er
núverandi eiginkona hans Ferr-
are 26 árum yngri en hann
sjálfur en hún var áður fyrir-
sæta. Hann bjó í lúxusíbúð með
20 herbergjum og átti sjálfur 22
vélknúin farartæki auk þyrlu
sem hann flaug með til að taka
þátt í golfi á uppáhalds-
golfvöllunum sínum.
Margir spáðu því að hann
yrði í framtíðinni aðalforstjóri
General Motors. En Lorean
dreymdi um að stofna sínar
eigin bílaverksmiðjur. Hann
yfirgaf General Motors fyrir
nokkrum árum og stofnaði bíla-
verksmiðju á Norður-írlandi
með aðstoð bresku stjórnarinn-
ar. Það ævintýri reyndist honum
dýrkeypt, bílarnir seldust ekki
og þrátt fyrir að breska stjórnin
veitti honum 77 milljóna sterl-
ingspunda aðstoð og lán var
fyrirtækið lýst gjaldþrota í
október 1982.
Um svipað leyti höfðu dul-
búnir starfsmenn bandarísku
lögreglunnar boðið Lorean að
kaupa mikið magn af kókaíni.
Lorean hitti þá nokkrum sinn-
um og lögreglan heldur því
fram að hann hafi fallist á að
gera kaupin til að bjarga sér út
úr fjárhagsvandanum. Verjend-
ur Lorean héldu því hins vegar
fram að þrátt fyrir gyllt boð
hafi hann ekki fallið í gildru
lögreglunnar.
Það tók kviðdóminn 29
stunda umfjöllun á meira en sjö
dögum að komast að þeirri
niðurstöðu að það bæri að sýkna
Lorean.
Þegar niðurstaða dómsins var
lesin upp í gær hrópaði Lorea.
„Lofaður sé drottinn“ en hann
fékk kristilega uppljómun á
meðan hann var í fangelsi og á
meðan á réttarhöldunum stóð
handfjatlaði hann oft lítinn
kross og lyfti höfðinu eins og í
bæn. Hann mun m.a. hafa frels-
ast vegna áhrifa konu sinnar,
sem er kaþólsk.
Samdráttur í frönskum bílaiðnaði
Samdráttur
í frönskum
bílaiðnaði
■ 1,6 milljónir bíla voru
framleiddar í Frakklandiá
fyrstu sex máuðum þessa
árs en það er 16% minni
framleiðsla en á sama tíma
á síðasta ári. Sala á nýjum
bílum í Frakklandi hefur
líka dregist saman á þess-
um sama tíma um sem
svarar 15%.
Samdrátturinn í franska
bílaiðnaðinum er talinn
stafa af ýmsum samverk-
andi ástæðum. Aðhalds-
aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar hafa dregið úr eftir-
spurn á innanlandsmark-
aði. En einnig er stöðnun
hjá bílaverksmiðjunum í
þróun nýrra og aðlaðandi
bílategunda kennt um.
Verkföll í Citroen-verk-
smiðjunum fyrr á þessu
ári hafa sjálfsagt einnig
haft sitt að segja.
Franskir bílaframleið-
endur leita sér nú nýrra
markaða til að auka fram-
leiðsluna að nýju. Citroen
hefur að undanförnu átt í
samningaviðræðum við
kínversk yfirvöld um
framleiðslu á 20 - 50.000
bílum af BX-gerð sem
yrðu settir saman í Shang-
hai. Enn er samt ekki Ijóst
hvort af þessu samstarfi
verður þar sem Volkswag-
en mun hafa gert Kínverj-
um tilboð um svipaða sam-
vinnu.
■ í þessari neðanjarðarlest í París hefur nú verið komið fyrir
myndbandakerfí fyrir farþegana. Símamynd-POLFOTO
Myndböndí neðan-
jarðarlest í París
■ Neðanjarðarjárnbrautirnar
í Parfs hafa nú tekið myndbönd
í þjónustu sína. í þessum vagni
er myndsegulband þar sem far-
þegar geta horft á kvikmyndir á
meðan þeir ferðast á milli staða.
Það er ekki enn Ijóst hvort
þessi nýjung muni laða fleiri
farþega til að ferðast með neð-
anjarðarbrautunum. En það
gæti hugsanlega orðið vandamál
ef unglingar settust að í mynd-
bandavagninum til að horfa á
myndirnar sem þar verða
sýndar.
■ Þetta þriggja hæða hótel í Hohhot í Innri-Mongólíu í Kína er í
eign kínverskrar fjölskyldu.
Kínverskt
hótel í
einkaeign
■ Einkafjármagnið teygir sig
inn á stöðugt fleiri svið í Kína.
Daglega birtast fréttir af ágæti
lítilla einkafyrirtækja sem fylla
upp í eyðu í efnahagslífinu eftir
því sem kínversk blöð segja.
Einstaklingar hafa nú meira
að segja leyfi til að reka lítil
einkahótel. Kínverska dagblað-
ið segir frá því að eitt slíkt hótel
í einkaeign hafi starfað í tæpt ár
í Hohhotborg í Innri-Mongólíu
sem er hluti af Kína. í þessu
hóteli, sem er rekið af Liu Yulin
og fjölskyldu hans, eru rúm
fyrir 100 gesti. í hótelinu eru
litasjónvörp, hljómflutnings-
tæki og þvottavélar sem gestir
geta fengið að nota en þeir geta
einnig látið þvo fyrir sig.
Á fyrstu 4 mánuðunum var
hagnaður af rekstri hótelsins
meira en 70.000 yuan (rúmlega
ein milljón íslenskar krónur)
eftir að skattar og önnur gjöld
höfðu verið greidd.