NT - 17.08.1984, Blaðsíða 14

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 14
Sjónvarp kl. 20.45: Skonrokk - Mike Oldfield, Big Country, Föstudagur 17. ágúst 1984 14 ijonvi Tina Turner, HLH o.fl. Kampútséa eins og kommúnistarnir köll- uðu sig, náðu síðan völdum árið 1975 og byrjuðu á því að tæma höfuðborgina Phohm Pehn af fólki. Skömmu síðar náðu kom- múnistar einnig völdum í Suður-Víetnam. Sovétmenn studdu þá kommúnista, en Kínverjar Rauðu Khmerana. Nokkru eftir valdatöku Rauðu Kmeranna í Kampútséu fóru að berast fregnir af ógnarverk- um og fjöldamorðum í land- inu. Arið 1979gerðu Víetnam- ar síðan innrás í landið, og hröktu Rauðu Khmerana aftur út í frumskógana. Síðan hefur staðið þar styrjöld, og í mynd- inni í kvöld fáum við að sjá hvernig ástandið er nú í þessu hrjáða landi. Jassþáttur Vernharðar Linnet -Austurrískur píanóleikari, Sigurður Flosason o.fl. ■ Klukkan fjögur í dag verð- ur á Rás 2 jassþáttur Vern- harðar Linnets. Hringt var í Vernharð og hann beðinn að gera grein fyrir helstu efnis- atriðum þessa klukkutíma langa þáttar. „Ég segi frá tónleikum sem á að fara að halda hér í borg. í fyrsta lagi er það Peter Ponker, austurrískur píanóleikari, sem staddur er hér á landi og heldur einleikstónleika í Norræna húsinu á mánudag. Ég mun tala við Ponker og leika tónlist hans af plötum. Síðan er það Sigurður Flosa- son saxafónleikari sem hefur verið staddur hér á landi í sumar, en heldur aftur til náms í Bloomington í Indiana í haust. Ég ræði við hann og spila líklega tónlist með Nýja kompaníinu sem hann var í. Tómas Einarsson kontrabassa- leikari, sem nýkominn er úr námi hjá fyrrverandi kennara Nils Henning Örsted-Pedersen lék einnig í Nýja kompaníinu, og þeir tveir munu spila saman á hljómleikum ásamt með Reyni Sigurðssyni í Norræna liúsinu á sunnudag kl. 4. Síðan tek ég fyrir gagnrýn- endakosningarnar hjá jass- blaðinu Downbeat. Frelsis- sveit Charlie Haydens sem ■ Hinn fasti poppþáttur ís- lenska sjónvarpsins, Skonrokk, verður á dagskrá í kvöld. Stjórnandi í þetta sinn er Anna Kristín Hjartardóttir. í þættinum í kvöld munu eftirtaldir listamenn koma fram með lög sín: Heavy metal hljómseitin Rush, sem spilar lagið Body Electric, fyrrver- andi pönkarinn Billy Idol með lagið Eyes Without A Face, gamli hippinn Mike Oldfield með To France, Tina Turner með What’s Love Got To Do With It, skoska rokkhljóm- sveitin Big Country með lagið Wonderland, Nick Lowe, gamall breskur rokkari með lagið Half A Boy Half A Man, og svo kemur sjálfur HLH- flokkurinn með Vertu ekki að plata mig. Anna Hinriksdóttir, annar stjórnenda þáttarins sagði um úrvalið sem þær umsjónar- menn gætu valið úr til að sýna að það væri „sorglega lítið, og enginn rjómi sem hægt væri að fleyta ofan af.“ Þrátt fyrir það virðist ýmis- legt áhugavert á ferðinni í kvöld, við mælum sérstaklega með Billy Idol og Big Country. ■ Big Country kemur fram í Skonrokki í kvöld. Hér sést Stuart Adamson höfuðpaur þeirra veifandi framan í mynda- vélina. Kona utan af landi - frönsk/svissnesk bíómynd frá 1981 ■ Föstudagsmynd sjónvarps- ins að þessu sinni er frönsk/ svissnesk. Hún er tiltölulega ný, eða frá 1981. Aðalhlutverk leika Nathalie Baye, Angela Winkler, Bruno Ganz og Pi- erre Vernulier. Myndin fjallar um tvær konur, báðar eru 30 ára, falleg- ar og ógiftar. Félagsleg staða þeirra er óörugg og lífsstíll þeirra tryggir þeim ekki ást eða væntumþykju. Sagan fjall- ar um hvernig þær bregðast við lífinu í París árið 1980: Lífi undir álagi atvinnuleysis, ein- manaleika og tilfinningalegrar einangrunar. Christine ákveður að halda til Parísar frá sveitaborg vegna langvarandi verkfalls í verk- smiðjunni sem hún vinnur í. Hún er heiðarleg og hlýleg manneskja með sterka siðferð- isvitund og mikla sjálfsvirð- ingu. Hún neitar að laga sig að því siðferði sem karlmenn í París krefjast af henni. Claire er nærri því fullkomin andstæða Christine, en þrátt fyrir það bæta persónuleikar hvorrarum sig hina upp. Christine hittir Claire þegar þær eru að vinna að kakóaug- lýsingu. Sú síðarnefnda lifir nú mjög taugastrekktu lífi, allt sem hún hugsar um eru pening- ar. Hún er orðin þreytt á því að lifa á smánarlaunum og því að eiga varla fyrir mat handa börnunum. Hún ákveður að auglýsa í blöðunum eftir ástar- sambandi fyrir 21.000 kr. á mánuði, og þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur eftir það. Hún reynir að fá Christine til að gera eins, en Christine vill frekar svelta en selja lík- ama sinn... ■ Frá Kampútséu ■ í kvöld er á dagskrá stutt fréttamynd frá Kampútséu. Fram að 1970 var tiltölulega friðsamt í Kampútseu undir stjórn Sihanouks prins, en þá gerði Lon Nol stjórnarbyltingu að undirlagi CIA. Þá hófu kommúnistar vopnaða baráttu gegn stjórninni, og náðu fljót- lega stórum hlutum landsins á sitt vald. Rauðu Khmerarnir, ■ Vernharður Linnet spilaði í Háskólabíói 1982 og settu Jassvakningu á hausinn fór þaðan til Þýskalands, þar sem þeir hljóðrituðu plötu, Ballad Of The Fallen, sem kjörin var besta plata ársins í þessum kosningum. Platan er tileinkuð frelsisbaráttu E1 Salva- dorbúa og annarra Mið-Amer- íkubúa, og ég mun leika eitt verk af þessari plötu. Það er spænskt verk sem minnir að- eins á íslensk rímnalög. Síðan verður eitthvað minnst á Sun Ra, sem var nýlega kjörinn í heiðursfylkingu jassins." ■ Nathalie Baye í hlutverki Christine hefur afslappaðri afstöðu til lífsins en Christine, og á fyrir tveimur börnum að sjá. Christine fær að búa hjá vini sínum og fylgir eftir einu ábendingunni um starf sem hún hefur - en uppgötvar að vinnuveitandinn hefur meiri áhuga á því að reyna við hana en að ráða hana í vinnu. Hún skellir hurðinni á hana. Að lokum fær hún vinnu sem sölukona, þegar peninga- leysið er orðið þrúgandi. Hún hittir af tilviljun Remy Muller, sem er giftur en einmana. Hann býður henni ást sem hún neitar í fyrstu, en þiggur svo. Um tíma virðist hún hafa fund- ið hamingjuna, en síðan hryn- ur það. Remy fær tilboð um starf í Japan og þiggur það. Sjónvarp kl. 21.55 í kvöld: Rás 2 kl. 16.00 í dag: Sjónvarp kl. 21.40 Föstudagur 17. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Baen. í bítið. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Eiríks Rögn- valdssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Arndís Jónsdóttir, Selfossi, talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Éins og ég væri ekki til“ eftir Kerstin Johansson Sigurður Helgason les þýöingu sína (4). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr ). 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15Tónleikar 11.35 „Hringurinn", smásaga eftir Karen Blixen Arnheiður Sigurðar- dóttir les þýöingu sína. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Við bíðum" eftir J.M. Coutz- ee Sigurlína Davíðsdóttir les þýð- ingu sina (8). 14.30 Miðdegistónleikar llona Ver- ed leikur á pianó Vcals í a-moll op. 34 nr. 2, Pólónesu í A-dúr op. 40. nr. 1 og Mazurka í a-moll op. 14 nr. 4 eftir Frédéric Chopin. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Ei- ríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar: 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Lög unga fólksins 20.40 Kvöldvaka a. Silfurþræðir Þorsteinn Matthiasson heldur áfram að segja frá Páli Hallbjarnar- syni kaupmanni i Reykjavík, ævi hans og störfum. b. Úr Ijóða- handraðanum Þorsteinn frá Hamri les Ijóð eftir Jóhann Sigur- jónsson. 21.10 Árstíðirnar" eftir Antonio Vi- valdi Skoska kammersveitin leikur; Jaime Laredo stj. - Soffía Guðmundsdóttir kynnir. 21.35 Framhaldsleikrit: „Gilberts- málið" eftir Frances Durbridge Endurtekinn V. þáttur: „Kvenleg. hugboð". (Áður útv. 1971). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Kvöldsagan „Að leiðarlok- um“ eftir Agöthu Christie 23.00 Söngleikir í Lundúnum 3. þáttur: Andrew Webber og Don Black, - síðari hluti Umsjón: Árni Blandon. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 lýkur kl. 03.00. Föstudagur 17. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist, viðtal, gullaldarlög, ný lög og vinsældarlisti. Stjórnendur: Jón Olafsson og Kristján Sigur- jónsson. 14.00-16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 Jazzþáttur Þjóðleg lög og jazzsöngvar. Stjórnandi: Vern- harður Linnet. 17.00-18.00 í föstudagsskapi Þægi- legur músikþáttur i lok vikunnar. Stjórnandi: Helgi Már Baröason. 23.15-03.00 Næturvaktin Stjórn- andi: Ólafur Þórðarson. (Rásirnar samtengjast kl. 24.00) Föstudagur 17. ágúst 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. 15. Þýskur brúðumynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. 20.45 Skonrokk. Umsjónarmenn Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín Hjartardóttir. 21.05 Var 007 njósnaflug? Bresk tréttamynd. Fyrir einu ári grönduðu Sovétmenn kóreskri farþegaþotu með 269 manns innanborðs. f myndinni eru atburðir þessir raktir og reynt að varpa nýju Ijósi á þá. Þýðandi Einar Sigurðsson. 21.40 Kampútsea. Stutt bresk frétta- mynd. Þýðandi og þulur. Einar Sigurðsson. 21.55 Kona utan af iandi (La Prov- inciale) Frönsk-svissnesk bió- mynd frá 1981. Leikstjóri Claude Goretta. Aðalhlutverk: Nathalie Baye, Angela Winkler, Bruno Ganz og Pierre Vernier. Ung kona fer til Parísar i atvinnuleit. Kynni hennar af borgarlifinu og borgar- búum valda henni ýmsum von- brigðum en hún eignast vinkonu sem reynir að kenna henni að semja sig að nýjum siðum. Þýð- andi Ragna Ragnars. 23.45 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.