NT - 17.08.1984, Blaðsíða 26

NT - 17.08.1984, Blaðsíða 26
Föstudagur 17. ágúst 1984 26 Hamburg nældi í Plessers ■ Þýska 1. deildarliðið Hamburg SV festi nýlega kaup á belgíska landsliðs- manninum Gerard Plessers fyrir um 800 þúsund mörk, jafnvirði um 8 milljóna ísl. kr. Plessers lék áður með Standard Liege í Belgíu og er einn hinna fjölmörgu leikmanna sem dæmdir voru í leikbann fyrir að eiga aðild að mútumálinu fræga. Það mál kom upp í lok keppnistímabilsins 1981-’82 og voru leikmenn Standard og Waterschei ásakaðir um að hafa ákveð- ið úrslit leiks liðanna fyrir- fram. Plessers var upphaflega dæmdur í árs leikbann, en bannið var síðan skorið niður í sex mánuði. Hann getur ekki byrjað að leika með Hamburg fyrr en í byrjun janúar en hvort hann kemst þá í lið er önnur saga. Tveir erlendir leikmenn eru fyrir hjá Hamborgarliðinu, en sam- kvæmt þýskum reglum mega aðeins tveir erlendir leikmenn leika með hverju liði hverju sinni. ■ Hart barist í leik Víkings og Þróttar í gærkvöldi. Páll Ólafsson reynir markskot en honum tókst ekki að skora frekar en nokkrum hinna. NT-mynd: Sverrir 1. deildin í knattspyrnu: i ; HNOT* SKUSWi f ■ Slakur leikur og fátt um fína drættl. Hvorugt liðið átti raunverulega stig skilið, en jafntefli var áreiðanlega sanngjörnustu urslitin. Litið reyndi á markmenn liðanna, því skotskórnir voru skildir eftir i búningsklefunum. Dómari var Sævar Sigurðs- son og dæmdi ekki vel, var ósamkvæmur sjálfum sér. Áhorfendur voru um 400. Markalaust jafntefli var sanngjörn úrslit - dapur leikur í Laugardalnum í gærkvöldi ■ Reykjavíkurfélögin Vík- ingur og Þróttur deildu stigun- um hróðurlega á milli sín er þau mættust í 1. deild íslands- mótsins í knattspy rnu á Laugar- dalsvellinum í gærkvöldi. Ekk- ert mark var skorað og var það ákaflega sanngjarnt, því hvor- ugt liðið átti það skilið miðað við leik þeirra. Völlurinn var nokkuð háll eftir rigningarnar undanfarnar vikur og var leikurinn nokkuð harður. Fyrstu 20 mínútur leiksins gerðist nákvæmlega ekki neitt. Leikmenn börðust um hvern bolta af jötunmóð, en forsjáln- in var minni en kappið. Ámundi Sigmundsson fékk þá knöttinn rétt við markteig 1. deildin i knattspyrnu: ÍBK-sigur og Evrópu- sætið innan seilingar - en Blikarnir komnir í bullandi fallbaráttu Frá Eiriki Hermannssyni, fréttarit- ara NT á Suðurnesjum. ■ Keflvíkingar sigruðu Breiðablik í Keflavík 2-1 í miklum baráttuleik. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði liðin, ÍBK í baráttu um Evrópu- sæti, en Breiðablik í bullandi fallbaráttu. Heimamenn hófu leikinn af miklum krafti og sóttu nær látlaust fyrstu tíu mínúturnar. En Blikunum tókst að ná tökum á leiknum og réðu lögum og lofum næstu 30 mín- úturnar, Á þeim tíma var sókn þeirra mjög spræk, með Jón Einarsson, Jóhann Grétarsson og Sigurjón sem bestu menn. Vörn ÍBK var þó föst fyrir og var fátt um dauðafæri innan vítateigs, en skotfæri utan teigs allmörg. Þrátt fyrir mikla baráttu UBK náði lið þeirra aldrei saman og var einstaklings- framtakið í fyrirrúmi. Á 36. mín. kemst hinn eldfljóti Jón Oddsson einn inn fyrir vörn ÍBK og Rúnar Georgsson bregður honum innan vítateigs í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga. BaldurScheving dæmdi réttilega vítaspyrnu og útlit var fyrir það að Breiðablik næði IBK-UBK forystu fyrir hálfleik. En viti menn, fast skot Þorsteins Hilmarssonar small í stöng og hættunni var bægt frá. Og þetta var vendipunktur- inn í leiknum. Keflvíkingar fengu gott færi skömmu seinna og á 43. mín. taka þeir, eða öllu heldur Ragnar Margeirsson, forystu. Ragnar vann knöttinn á eigin vallarhelming og tók strikið í gegn, framhjáoggegn- um slatta af varnarmönnum og renndi knettinum framhjá Friðriki markverði. 1-0 fyrir ÍBK í hálfleik. Seinni hálfleikur var að sama skapi fjörugur en nú voru það heimamenn sem réðu ferðinni. Færin hlóðust upp en skot- skórnir voru fjarri góðu gamni. Friðrik varði brunafast skot Sigurjóns Sveinssonar á 63. mín., en áður höfðu bæði Sig- urjón og Ragnar klúðrað góð- um færum. Heimamenn gerðu harða hríð að marki Blikanna er rúmar 15 mínútur voru til leiksloka, en tókst ekki að bæta við marki. En aðeins mínútu síðar á Ómar Rafnsson góða sendingu inn fyrir vörn ÍBK á Jón G. Bergs, sem skorar með þrumu- skoti mjög óvænt jöfnunar- mark, 1-1. En Adam var ekki lengi á góða staðnum. Aðeins einni mínútu síðar leika Sigurjón og Ragnar laglega í gegn og Ingvar Guðmundsson fær sendingu á auðan sjó og skorar af öryggi, 2-1. Blikarnir börðust vel í þess- um leik og hefðu mátt uppskera stig. En framundan blasir nú fúll fallbaráttupytturinn. En spurningin er, ætla Keflvíking- ar að ógna Skagamönnum. Þróttara eftir sendingu Gylfa Rútssonar, en Guðmundur í markinu varði vel í horn. Rétt á eftir, á 26. mín, fengu Þróttarar sitt besta færi í leiknum. Ársæll Kristjánsson gaf þá laglega sendingu inn í vítateiginn á Pál Ólafsson, sem ■ vippaði yfir Ögmund markvörð og rétt fram hjá markinu. Páll var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar, en skaut þá yfir. Á 36. mínútu komst Heimir Karlsson inn fyrir vörn Þróttar en brást bogalistin og skaut fram hjá markinu. Heimir og Kristinn Guð- mundsson prjónuðu sig svo skemmtilega í gegnum vörn Þróttar rétt fyrir leikhlé, en Guðmundur náði að verja skot Kristins með tánni. Knötturinn hrökk fyrir markið en varnar- menn náðu að bjarga í horn áður en Heimir náði knettin- um. í síðari hálfleik var sama ördeyðan uppi á teningnum. Kristján Jónsson og Sigurður Hallvarðsson áttu báðir lang- Einkunna* gjöf NT: VIKINGUR Ögmundur Krlstlnsson .. 4 Unnsteinn Kárason ......4 Ragnar Gíslason.........5 Gylfi Rútsson ..........4 Magnús Jónsson .........5 Andri Marteinsson ......3 Kristinn Guðmundsson .. 4 ÓmarTorfason............4 Amundi Sigmundsson ... 5 Örnólfur Oddsson .......5 Heimir Karlsson ........5 Einar Einarsson (vm) .... 5 ÞRÓTTUR Guðmundur Erlingsson .. 3 Nikulás Jónsson.........5 Þorvaldur Þorvaldsson .. 5 Björn Björnsson.........5 Þorsteinn Sigurðsson ... 4 Páll Ólafsson...........5 Arnar Friðriksson......4 Ársæll Kristjánsson....4 Kristján Jónsson .......3 Ásgeir Eliasson ........3 Sigurður Hallvarðsson ... 4 Pétur Arthúrsson (vm) ... 4 Haukur Magnússon (vm) lék of stutt ÍBK Þorsteinn Bjarnason .... 3 Gísli Eyjólfsson .......3 Valþór Sigþórsson......3 Rúnar Georgsson........3 Guðjón Guðjónsson......4 Sigurður Björgvinsson .. 4 Ingvar Guðmundsson ... 4 Magnús Bjarnason.......3 Sigurjón Sveinsson .....3 Ragnar Margeirsson.....3 Helgi Bentsson..........3 UBK Friðrik Friðriksson....4 Benedikt Guðmundsson . 4 Ómar Rafnsson...........3 Loftur Ólafsson.........4 Ólafur Björnsson .......3 Vlgnir Baldursson ......4 Jóhann Grétarsson ......3 Jón Einarsson...........3 Sigurjón Kristjánsson ... 3 Jón G. Bergs (vm) ......3 Þorsteinn Hilmarsson ... 3 Jón Oddsson ............5 skot yfir Víkingsmarkið í upp- hafi hálfleiksins og síðan gerð- ist ekkert fyrr en alveg undir lokin. Þá fékk Ámundi stungu- sendingu inn fyrir vörn Þróttar og vippaði yfir bæði Guðmund og markið. Á 80. mínútufékk Þorvaldur Þorvaldsson ágætt færi við mark Víkings, en Ögmundur átti ekki í miklum erfiðleikum með að verja laust skot hans í horn. Heimir Karlsson skoraði mark með fallegum skalla undir lok leiksins, en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Og rétt í blálokin átti Heimir ann- að skot sem Guðmundur varði. Slökum leik var lokið, en liðin sætta sig þó ábyggilega við sitt hvort stigið sem þau fengu. í liði Víkings bar nokkuð á Andra Marteinssyni, Ómari Torfasyni og Kristni Guð- mundssyni en þeir áttu þó engan stjörnuleik. Ásgeir Elíasson stjórnaði vörn Þróttara vel og Kristján var góður. Þá var Guðmundur öruggur í markinu. I HNOT- SKURN Miklll baráttuleikur og skemmtilegur á að horfa. Sveiflurnar í leik liðanna hreint ótrúlegar, en bæðl sýndu á köflum góð tilþrif. Ekki mátti i milli sjá hvorir væru í fallbaráttu. Mörk ÍBK: Ragnar Margeirsson á 43. min. og Ingvar Guðmunds- son á 81. Mark UBK: Jón G. Bergs á 79. mín. Áhorfendur voru 605 og höfðu þeir sig lítt í frammi, merkilegt nokk. Dómari var Baldur Scheving og stóð sig sæmilega. Bautamótid á Akur* eyri hefst í dag ■ Bautamótið í kvennaknatt- spyrnu verður haldið á Akur- eyri um helgina. Þetta verður í fjórða skiptið sem mótið er haldiö og að þessu sinni taka níu iið þátt í mótinu. Leikið verður í tveimur riðl- um og í A-riðli leika ÍA, KA, ÍBÍ, Fram og Víðir. Leikir í A-riðli verða á KA-vellinum. í B-riðli leika Víkingur, Þór Ak., KR og Valur og fara leikir í þessum riðli fram á Þórsvellin- um. Mótið hófstídagkl. 19.30 og' verður síðan fram haldið kl. 11 á morgun. Úrslitaleikir hefjast síðan kl. 10.30 á sunnudag og standa fram eftir degi. Leiktími er 2x20 mínútur og má skipta allt að fjórum leik- mönnum inn á í hverjum leik. Það er Knattspyrnuráð Ak- ureyrar, sem sér um fram- kvæmd mótsins, ásamt veit- ingahúsinu Bautanum og KSÍ. I fyrra sigruðu Skagastúlk- urnar í mótinu en Breiðablik vann mótið fyrstu tvö árin.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.